Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015

Það er þetta með mótmælin.

Þau eru góð og eiga fullkomlega rétt á sér, en viljið þið mótmæla því að hér lifir ekki fólk sem hefur lægstu launin.
Það er allt að fara niður á við hjá svo afar mörgum, og hvað kemur það til með að kosta þjóðina.

Hugsið út í það að við getum ekki beðið eftir hinu og þessu, hærri laun strax.


mbl.is Um sjö þúsund manns á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endilega gott fólk: "Hlustið ekki"


Það er nefnilega ekki vani landsmanna að hlusta á viðvaranir, allir hugsa að það komi ekkert fyrir þá, en mikil rangtúlkun á eigin mati :(

Hef nú lítið sem ekkert talað um veðrið í vetur nema við elsku fólkið mitt sem fær alveg grænar er ég byrja, svo sérkennilegt sem það er þá held ég alltaf að þau hlusti ekki á viðvaranir, það kallast víst stjórnsemi en ég kalla það að hafa áhyggjur, hvað haldið þið.

Ég bý í Reykjanesbæ bjó áður í Sandgerði, vann í flugstöðinni í mörg ár en man aldrei eftir svona vetri endalaust ekki hægt að fljúga vegna veðurs veit eiginlega ekki hvað er að gerast og þó, en ætla ekki að tjá mig um það.

Verð að koma inn á alla þá vinnu sem björgunarsveitirnar okkar eru búnar að vinna í vetur og ég tel 95% af þeirra aðkomu vera vegna þess að fólk hlustar ekki, ganar bara af stað illa búið og án nestis, hugsar að það sé svo stutt í næstu sjoppu :( :( :(
Strákarnir okkar setja sig í lífshættu við að bjarga fólki sem heldur að það kunni,geti og viti allt miklu betur en aðrir, þetta fólk ætti að skammast sín en það kann það örugglega ekki.

Nú er búið að loka götum og í athugun að loka en frekar en alveg er ég viss um að Kringlan og Smáralind verða yfirfullar af fólki í dag nú ef ekki þá er kannski smávon að landsmenn séu farnir að vitkast aðeins.

Skoðið og hlustið á veður og hamfaralýsingar og
haldið ykkur svo inni með ykkar fólki


mbl.is Miklubraut lokað við Kringluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband