Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2015

Druslugangan

Druslugangan er frábær í alla staði og ég vildi að ég væri 30 árum yngri og gæti tekið þátt í þessarri göngu, en verð með þeim í huganum.
Ganga þessi var orðin löngu tímabær er hún byrjaði fyrir nokkrum árum það er nefnilega auðvelt fyrir þær/þá að taka þátt sem ekki eru búin að segja frá, það koma svo margir í þessa göngu og að fara í gönguna er fyrsta skrefið  hjá mörgum að létta á og segja frá því ofbeldi sem var viðhaft.

Svo má taka allt ofbeldi inn í þessa göngu þá næði hún frá Reykjavík til Reykjavíkur, sem sagt allann hringinn
VÁ  það væri æðisleg ganga.

Ofbeldið  er af svo mörgum toga eins og Kynferðis, líkamlegt,andlegt og í allri umgegni við fólk.

Eins og allir vita þá er fullt af fólki sem ætíð og alla tíð ilskast út í aðra hraunar yfir fólk,er dónalegt og segir ljót orð og setningar, kemur svo daginn eftir og brosir út í eitt og allir eiga að vera góðir, allt þetta meiðir sálartetrið.


Það þarf ekki að segja mér að fólk sé ekki meðvitað um dónaskapinn sem það viðhefur (nema þeir sem eru veikir á einhvern hátt) ó jú það veit að  það er að vera nastý nú ef einhver vogar sér að segja eitthvað við þetta fólk þá maður bara byðja guð að hjálpa sér.

Þeir sem fremja kynferðisglæpi eru í mínum huga viðbjóður einn, enginn dómur er nógu þungur fyrir það fólk sem fremur þá

Njótið dagsins í dag og munið eftir brosinu, brosinu sem alla gleður.


mbl.is Druslur landsins sameinast á twitter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.