Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2016
Skemmtilegt líf.
17.11.2016 | 07:32
Já mér finnst lífið æðislegt, æðislegra eftir því sem ég eldist en til þess að öllum heldri borgurum finnist það æðislegt þurfa þeir að sætta sig við að:
Eldast, fá hina ýmsu krankleika sem fylgja ellinni, jafnvel að þurfa að flytja úr sínum húsum og gefa eða henda miklu af dótinu sínu, sætta sig við nýtt umhverfi, kynnast nýju fólki, fá færri heimsóknir, jafnvel að þurfa að borða í matsal þar sem maturinn er eigi við allra hæfi, sætta sig við þá afþreyingu sem í boði er, og endilega að kvarta undan öllu sem gerist, já þið ættuð bara að vita hvernig þið látið sem hafið ekki undan neinu að kvarta, veit ég vel að margir geta ekkert og vita ekkert hvernig þeir eru og er það fyrirgefanlegt en þið hin gætuð kannski verið smá þakklát OG MÉR FINNST EIGINLEGA UNGA FÓLKIÐ VERST.
Mér finnst lífið æðislegt ég flutti í blokk fyrir 55+ og ég viðurkenni að það voru viðbrigði en ég sætti mig við það með tímanum, ég seldi allt mitt gamla dót bæði mublur, glingur og fl.og var svo fegin að losna við þetta gamla dót sem var fullt að gömlum minningum held að fólk haldi of fast í eitthvað sem skiptir engu máli, að kynnast nýju góðu fólki eru bara forréttindi sem ég fengi ekki ef ég byggi í einbýli, ég geri minn mat sjálf en fer oftast á hverjum degi upp í matsal til að borða með vinkonum mínum og þá bara með búst og epli eða annað það sem ég borða, yndislegt í alla staði, nú svo fer ég í handavinnuna eða fer í heimsóknir, í Reykjavík að búðast og heimsækji þá einhvern í leiðinni, er í Gigtarhóp, harðangurshóp þar sem við hittumst á Dus, borðum, saumum og höfum gaman, ég kvarta ekki undan afþreyingarefninu því það er bara gott og gaman og þó mér líki ekki allt þá fer ég samt því okkur væri ekki boðið upp á neitt ef við kæmum aldrei að líta á það sem er í boði.
Þetta með að engin komi í heimsókn er að ég held afar ýkt fólkið mitt kemur alveg eins oft og það gerði áður en ég flutti í þessa blokk, ég kalla þetta blokk en sumir vilja kalla þetta fjölbýlishús, en hvað með það, þetta með heimsóknir þá er verið að tala um frá börnum og ættingum, ekki þarf ég að kvarta ég fæ allar þær heimsóknir sem eru mér kærar og það er eitt sem okkur eldri borgurum ber að hafa í huga, að skapa okkur eigið líf og hafa gaman að því, fólkið okkar skapar sér sitt líf og guði sé lof fyrir snappið, facebook, line, skype, tvitter og allt hitt sem gerir það að verkum að við höfum samband við börn, barnabörn og vini á hverjum degi, hugsið ykkur hvað þetta er yndislegt verst að ég get ekki knúsað þau öll í gegnum þessi tengslanet en aftur á móti sent miljón stikker´s og það er sko munur.
Jæja elskurnar nú er kominn tími á sjæningu og undirbúning á mat dagsins.
Ætla að njóta dagsins í botn að vanda og vona að þið gerið slíkt hið sama.
Kærleik á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)