Bloggfærslur mánaðarins, október 2020
Skrítnir tímar.
28.10.2020 | 07:44
Já það eru skrítnir tímar, ekki að fátækt sé að byrja í dag, hún hefur ætíð verið til staðar. samt í dag er fólk atvinnulaust, á ekki fyrir hvorki einu né neinu, sökum covid.
Það er ekki auðvelt fyrir foreldra að eiga lítið sem ekkert að gefa börnunum sínum nema ástina, ástin gildir ekki sem greiðslumiðill, í mötuneitið í skólanum, íþróttirnar, fötum, vasapening og hundrað öðrum hlutum. það sem hlýst að svona langvarandi ástandi er að sjálfsögðu vanlíðan hjá börnum og foreldrum svo ég tali nú ekki um allt einstæða fólkið sem ekki nær endum saman. Það eru margar ástæður fyrir þessu ölu saman, það vitum við öll, eigi ætla ég að tala neitt um það sem aðrir hafa meira vit á en ég.
Eitt finnst mér samt til ráða, og það er að hefja umræðuna, tala við börnin okkar, segja þeim ástandið, svo þau öll viti af hverju þetta og hitt barnið á ekki þetta eða hitt, það er svo nauðsynlegt að fá börnin með okkur í lið, þau eru nefnilega úræðagóð og ansi vitur, jafnvel vitrari en við.
Kæru foreldrar ræðið við börnin ykkar um þessi mál. Ég veit að það er fullt að fólki sem er á fullu svona bak við tjöldin að hjálpa öðrum, ég kalla þau hjálparenglana og ég veit að þau verða verlaunuð þó síðar verði. Hér er svo ein tillaga og hún er sú, að fólk komi sér saman um að minka þetta jólagjafa-umstang, borði frekar góðan mat um jólin, baki smá og njóti jólanna sem jóla ekki sem einhverra glamor daga. Kæru vinir njótið dagsins og verið góð við hvort annað.
Við hræðumst mjög jólin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þvílíkt ástand.
24.10.2020 | 15:09
Er allt að verða vita vitlaust hjá okkur, taldi íslendinga vera vitiborið fólk, fólk stæði saman er eitthvað bjátaði á og ég veit að margir gera það. Á tímun hamfara í formi jarðhræringa og veiru eru mjög margir ekki að fara eftir settum reglum, margir eru með hroka og skilja ekkert í þessu veiru-rugli, veiran er að hafa áhrif á okkur öll á einhvern hátt, ættum við þá ekki að vera stilt?
Nú kirkjan er að hrinja, algjör þöggun og yfirvald, segja menn.
Fjögur ungmenni flutt á Bráðamóttöku eftir að bíll ók yfir á rauðu og voru þau öll undir lögaldri, önnur eru tekin vegna óeðlilegs ástands, önnur ráðast á einn og berja sundur og saman, aðrir verða fyrir hræðilegu einelti og þurfa að skipta um skóla sökum þess, og börnin sem lögðu í einelti hrópa húrra er þolandinn fer úr skólanum, og heimilisofbeldið geisar eins og engin sé morgudagurinn, ofbeldi er hræðilegur glæpur sem getur inniborið allan ofbeldis-skalann.
Ég segi nú bara; hvar eru foreldrarnir, hvar hafa þau verið alla tíð, hvar eru mörkin sem sérhvert barn þarf að fá,ekkert barn verður að ofbeldismanni nema eftir slæmt eða ekkert uppeldi. Þetta er foreldra vandamál, ekki barnavandamál.
Börn fá líka slæmar móttökur á hinum ýmsu stöðum sem þau jafnvel þurfa á að halda vegna veikinda eða annarra hluta.
Það vantar virðingu og skilning við börn.
Öll börn bæði þolendur og gerendur þurfa hjálp.
Börn vita ekkert í sinn haus því þau fá mis-vísandi skilaboð frá öllu þjóðfélaginu, og alveg sérstaklega frá foreldrum sínum.
Foreldrar hafa of mikið að gera eða þau setja sig í þá stöðu að þurfa að vinna of mikið og þá er þægilegt fyrir þreytta foreldra að segja já við öllu.
Nú eins og allir vita þá herjaði ofsaveður á okkur síðastliðinn vetur, síðan kom veiran með sínu óöryggi og hræðslu, fengum smá frið í sumar en nú geisar hún aftur, gamla fólkið verður fyrir barðinu eins og aldrei áður. þurfum við ekki að hlusta og það vel, tökum betur á, sýnum skinsemi, hættum að vorkenna sjálfum okkur, verið sem mest heima, en við verðum samt að lifa lífinu hafa gaman og það er svo margt hægt að gera á þess að fara í fjölmenni og vera svo skíthrædd við að hafa sitast af einhverjum. Eitt vitum við að veiran er út um allt og það eru bara við sem getum komist út úr þessu.
Gerum þetta saman og verum stolt af því.
Góða helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)