Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Biðjum fyrir fólkinu.

Yfir 250 fundist látin
Erlent | mbl.is | 8.4.2009 | 6:55
Hús hrundu víða í jarðskjálftanum á Ítalíu, aðfararnótt... Tala látinna í jarðaskjálftanum á Ítalíu er nú komin i 250. Harðir eftirskjálftar gerðu usla á hamfarasvæðum í gær og í nótt. Almannavarnir á Ítalíu segja að leit í rústunum verði haldið áfram að fullum krafti þó vonin um að finna fólk á lífi minnki með hverri klukkustund.

Allar náttútruhamfarir eru skelfilegar, við ættum að vita það
Íslendingar, þess vegna segi ég byðjum fyrir elsku fólkinu
sem misst hefur sína í jarðskjálftunum á Ítalíu að undanförnu.
Guð veri með þessu fólki.

Eigið góðan dag kæru vinir
Milla
.Heart

mbl.is Yfir 250 fundist látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Dagurinn leið að vanda léttur og góður við okkur öll, stóra
ljósið kom í pössun í morgun síðan kom ljósálfurinn og Hafdís
vinkona hennar nú allir fengu sér eitthvað að borða eins og
vanalega bara það sem hver vildi svona í  hádegissnarl.

Við gamla settið þurftum að fara í apótekið að sækja lyf fyrir
Gísla minn sem hann átti svo að mæta með til læknisins og fá
eitt stykki sprautu í bossann þegar það var búið var haldið heim
Nú börnin fóru út og suður, en skiluðu sér er maturinn kom.

Englarnir mínir eru að passa fyrir Millu sem þurfti að fara á fund.
Ég ætla að skrýða snemma upp í rúm er bara þreytt, svaf frekar
illa í nótt.

Nú kemur smá úr bókinni Heimskupör og Trúgirni, Jón Hjaltason.

                               Kona, móðir

,,Mikið andskoti leiðist mér þegar kvennafólk blótar mjög
                               Helvíti mikið."

Eldri kona að vanda um við kynsystur sínar.

                                    ***
Það er móðurástin sem gengur eins og tvíeggjað sverð
                               gegnum hjarta konunnar."

Brot úr ræðu sem reykvískur iðnaðarmaður hélt
fyrir minni kvenna um 1930.

                                   ***

,,Þú skalt aldrei giftast, Jónsi minn, því allir karlmenn
                               Haugaletingjar og fyllisvín."

Móðir að ráðleggja syni sínum.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


Er ekki í lagi með fólk?

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

// Veröld/Fólk | mbl.is | 6.4.2009 | 15:02

Þriðjudagur erfiðastur vinnudaga

Mánudagur hefur misst sæti sitt sem versti dagur vikunnar, ef marka má nýlega rannsókn sem unnin var fyrir framleiðanda Bimuno fæðubótarefnisins í Bretlandi. Kom í ljós að ríflega helmingur þrjú þúsund þátttakenda notuðu mánudaginn til að „komast í réttan gír" fyrir vikuna og slúðra um helgina á samskiptavefjum. Alvara lífsins hefst ekki fyrr en á þriðjudegi.

Ég hef nú ekki á ævinni heyrt aðra eins vitleysu, það á ekki að vera til
í huga fólks að eitthvað sé erfitt.
Ef maður þarf að vinna, reka heimili eða hvað annað sem það velur sjálft
að gera þá á ekkert að vera erfiðast, enginn dagur verri en hinn, þú ert
nefnilega ekki að vinna fyrir aðra þú ert að gera það fyrir sjálfan þig.
Hvað er eiginlega fólk að gera um helgar ef það þarf á kosnað vinnuveitanda
að koma sér í réttan gír á mánudeginum.
Það hlýtur að forgangsraða vitlaust, en auðvitað dæmi ég ekki um það.

Rétt fyrir hádegi á þriðjudegi er álagið hvað mest, að sögn Grahams Waters hjá fæðubótarfyrirtækinu. Þá átta starfsmenn sig á því að vikan verður annasöm og tíminn til stefnu er naumur. Einnig kom í ljós að starfsmenn eru líklegastir til að sleppa hádegismat á þriðjudögum og nýta tímann til að vinna.

Það er talað um að fólk sé að slúðra um helgina sína á vefnum.
Það er sko örugglega rétt.
Ég fór ekki fyrir svo löngu í stórverslun í Reykjavík og var að versla
helling, krakkarnir voru að fylla á í hillurnar og tala um hvað hefði verið
gaman árshátíðinni á laugardeginum, hafði ég lúmskt gaman að.


Ég kom að kassa og sagðist ætla að láta senda þetta í póstkröfu,
en nei sko það var ekki hægt sko því við póstkröfum var bara tekið
við í einni búðinni, já það er nefnilega það, en get ég fengið að tala við
verslunarstjórann, já já en ég get svo sem tekið við þessu og komið
því í póst, takk sagði ég og síðan tók hann niður nafn og heimilisfang.
Það var mánudagur, ég fékk aldrei póstkröfuna, afar slæmt fyrir fólk
sem býr út á land, en þetta sannar það sem í greininni stendur.

Það væri kannski lag fyrir atvinnurekendur að gefa orkudrikk á línuna
á mánudagsmorgni, en ef ég væri yfir fólk og það ynni ekki vinnuna sína
þá mundi ég bara reka það.


mbl.is Þriðjudagur erfiðastur vinnudaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Hér sitjum við mæðgur eftir ofurát eina ferðina enn, Dóra
bauð til Tackó veislu með öllu því sem hægt er að hugsa sér
með í svona áti, við elskum Mexicanskt.

En dagurinn byrjaði hjá mér klukkan fimm með uppvöknun í
verkjum eins og ævilega, Uss maður er ekki lengi að hrista
það af sér, staulast fram, borðar morgunmat, tekur meðulin
og staulast inn í tölvu á meðan allt heila draslið er að regulerast í
allar áttir í líkamanum svo er hjartað er farið að slá rétt og bakið er
farið að aðlagast eftir smá æfingar, getur maður drifið sig í sturtu.
Átti nefnilega að fara í þjálfun í morgun og gerði það 8.30 var ég
mætt, en er ég kom úr sturtunni fékk ég andstyggilegt hjartakast,
Sko þurfti hjálp, Óþolandi fjandi!
Út af þessu fer ég alltaf snemma á fætur þá morgna sem ég á að fara
í þjálfun.

Englarnir mínir fóru í klippingu og litun í dag og eru að sjálfsögðu rosa
flottar að vanda, ljósin voru hér í dag þar til þær fóru í fimleika

Síðan endaði dagurinn á matarveislu Dóru sem var auðvitað hjá mér
því þær eru hér núna.

En vitið ég var að horfa á lítið myndbrot í dag um dreng sem ekki náði
háum aldri og komst að því eina ferðina enn að við höfum ekki leifi til
að kvarta, horfði einnig á viðtal í varpinu við unga konu sem fékk afar
alvarlegt krabbamein komst upp úr því, síðan missti hún dreng í flugvél
á leið til Íslands, hann var langveikur.
Svona er hægt að telja endalaust.


Og hverjum dettur svo í hug að leyfilegt sé að kvarta og kveina undan
öllu sem gerist.
Við eigum að skammast okkar, taka til í eigin ranni og hjálpast að við að
gera lífið bærilegra fyrir fólk sem á í svona erfiðleikum.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


Er nú ekki hissa á því.

Og vitið af hverju, jú að því að við hugsum svo vel um þá.
Veit nú ekki af hverju, einhver gömul væntum þiggja eða er
það gömul ást? nei fjandinn hafi það maður er nú ekki að
pæla í því er þeir eru komnir á gamalsaldur, greyin.
Geta þeir nokkuð?

Svo eru til karlar sem halda sér lifandi með því að stjana við
þær gömlu sínar, gera allt óbeðnir svo góðir og yndislegir,
hreyta svo annað slagið, eru auðvitað góðir til að fá fyrirgefningu
sko fyrir hreytið, en lifa á því.

Nei í alvöru er þetta satt? allavega fyrir sumar konur afar leitt
 en þær verða bara að sætta sig við það þessar blessaðar konur
að mennirnir lifa án þess að geta nokkuð nema þá á Viagra

Svo er stóra spurningin viljum við ekki bara hafa þetta svona
við getum ekki mikið sjálfar og eigi værum við neitt án þeirra.
Eða er það?



 


mbl.is Íslenskir karlar verða karla elstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn

Þessi yndislegi dagur að kveldi kominn, um hádegisbilið
kom Milla, þá voru ljósin mín búnar að vera síðan um tíu
um morguninn, þær fóru síðan út að labba systur með
allar stelpurnar, þá syfjaði mig svo að ég varð að fara upp í
rúm, skreið inn í gestaherbergi ekki búið að búa um þar.
Svaf til fjögur æ það var svo gott og vaknaði með Neró mér
við hlið þær höfðu hleypt honum inn er þær komu heim.

Nú við borðuðum svo saman hangikjötið, það var svo ís og
eitthvað  súkkulaði,karamellu ógeð á eftir ekki mín deild þó
ég hafi nú aðeins fengið mér.

100_8163.jpg

Þarna eru þær Dóra og Aþena Marey að baða Neró, síðan var hann
blásinn burstaður og fékk svo nammí á eftir og hún er svo glöð
að fá að hjálpa til.

100_8164.jpg

Þarna eru Sigrún Lea, Guðrún Emilía og Viktoría Ósk í tölvuleikjum
eiga eftir að fara í sjæningu.

Vor í Skagafirði

Ölduhljóðið örvar ljóð
oft á góðu kveldi.
Báruslóðin blikar rjóð
Björt af sólareldi.


Góða nótt kæru vinir.
HeartSleepingHeart


Nú er að koma vor!

Það er svo yndislegt veður í dag þó næturfrost hafi verið
að eigi er hægt að tala um neitt neikvætt.

Verð samt að segja að mér er búið að ógna stórum á
undanförnum dögum fólk er út og suður lemjandi á
öðrum með hnefum og orðum.
Börn fá að vaða uppi vegna agaleysis og trúgirni foreldra
um að börnin þeirra geri aldrei neitt rangt, sem vakið hefur
upp spurningu hjá mér um hvernig þessir einstaklingar
komi út í lífið?
Eru þau óhamingjusöm, dónaleg, finnst allir vera vondir við sig,
líta aldrei í eigin barm og spyrja: ,,er þetta kannski mér að kenna?"
Enda síðan vinalaus þessar elskur og skilja bara ekkert í þessu.
Ég þekki mörg svona dæmi og er það miður.

Jæja að öðru eins og við Dóra höfum talað um vöknum við hér á
morgnana förum beint í tölvurnar sem eru hér hlið við hlið að
því að skrifborðið er svo langt þá er það hægt.
hér klárum við okkar morgunverk og er þetta bara yndislegt.
Gísli minn er að fá sér morgunmat ég að fara í sjæningu, svo
fáum við okkur kaffisopa.


Vitið það er þannig hér á bæ að þó fólk sé ekki fullkomið frekar
en allir hinir þá hef ég ekki yfir neinu að kvarta.
Er nefnilega ekki fullkomin sjálf.

 

Þetta myndband átti að fylgja áðan, en bara í öllum mínum klaufaskap
náði ég því ekki inn, en englarnir eru vaknaðir þá bjargast allt.

Ljós í daginn ykkar allra.
Milla.
Heart


Fyrir svefninn.

Í morgun um tíu leitið hringdi síminn er við sátum hér mæðgur
í sitt hvorri tölvunni, það var Erla frænka okkar að spyrja hvort
hún mætti koma í heimsókn í dag. Já auðvitað við vorum ekki
að fara neitt.Hún kom um nónbil og var hafður til brunch, sátum
við síðan og borðuðum,spjölluðum í marga klukkutíma.
Milla og ljósin mín komu einnig.
Þær frænkur voru aðallega í því að rifja upp hin ýmsu prakkarastrik
og stríðins-púkahátt sem þessum einum var lagið, ég þóttist afar
hneyksluð, en bætti ýmsu við.

Núna er maður bara farin að geispa enda ekkert undarlegt við það
verandi búin að borða óhollustu í allan dag og enda á kvöldmat sem
samanstóð af frönskum og steiktum laukhringjum.

Erla er bróðurdóttir mín og býr á Akureyri ásamt manni og uppkomnum
börnum. Hún er dóttir Þorgilsar bróður míns hann er næstur mér og
býr í Svarvaðadal ásamt sinni kvinnu.

                    *******************************
                         
                               Ást og kynlíf

,, Guð hjálpi yður, kona. Af hverju hættuð þér ekki
                Þegar komið var eitt."

Ónefndur sýslumaður að skamma konu sem hafði
eignast tvíbura í lausaleik.
                                 *****
,, Þegar ég var ungur hafði ég ákaflega gaman af að dansa.
Einkennilegt var það með mig að mig langaði alltaf til að
dansa við laglegustu stúlkurnar og hef ég aldrei fundið það
eins vel og þegar maður dansar hvað nauðsynlegt það er
að það sé góð samvinna á milli fótanna."

Úr ræðu virðulegs góðborgara í gullbrúðkaupi æskuvinar hans.

                                 *****
,, Gættu þín svo, hróið mitt, að hann Þorsteinn barni þig ekki."
       ,, Já hann er manna vísastur til þess--og þau hjónin bæði."

          Foreldrar að kveðja dóttur sína sem var að fara í vist
          til hreppstjórans.

Góða nótt kæru vinir HeartSleepingHeart


Bara hitt og þetta.

Er ekki allt bara yndislegt, jú vitið, það er það. Við sitjum hér
Dóra mín og ég erum búnar að vera aðvera á facebokk og
blogginu, byrjuðum reyndar á því og það er svo skemmtilegt að
heilsa upp á vini sína þar, flestir eru steinsofandi, en er þeir
vakna þá vá verður fjör.

Er að fara í sjæningu svo fáum við okkur kaffi og brauð, ætli við
förum svo ekkií búðir á eftir, vantar eitthvað smá í viðbót vi
allt hitt sem er búið að kaupa.

Englarnir mínir eru sofandi enn þá, en við vekjum þær innan tíðar.
svo koma ljósin mín örugglega á eftir.

Jæja læt vita af mér svona eins og tilkynningarskyldan fer fram á.

Knús í knús elskurnar
Milla
.Heart


Fyrir svefninn

Vorum að koma heim úr svaka pizzu-veislu hjá Millu.
Ég mun ekki hafa svo mikinn tíma til að vera í tölvunni
en mun örugglega reyna eins og ég get að fylgjast með.
Gísli minn fór í dag að sækja þær, þá vorum við búin að pússa
allt, skipta á rúmum, róbóta og skúra.

Fórum reyndar fyrst í morgun ég í þjálfun og Gísli í blóðprufu.

Læt hér fylgja kvæði um vorið sem mér finnst afar fallegt

                           Þegar vorið kom

Leyst úr dróma lífið er,
lifna blóm í hlíðum.
Söngur ómar sífellt hér
sælt með rómi blíðum.

Sól að unni sigur skær,
syngur í runni lóa.
Andar sunnan blíður blær
svo blómin kunni að gróa.

Gengin man ég gæfuspor
og glaða æsku mína.
Ertu að koma, elsku vor
með ástardrauma þína.

Báran kyssir bláan sand,
býst við sumri nýju.
Þetta er bjart og blessað land

baðað sólarhlýju.


Ingibjörg Halldóra Tómasdóttir, Brenniborg

(Björnssonar frá Spáná, 1911-1999)

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband