Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Kann fólk enga háttvísi

Eða þannig, mér finnst fólk almennt vera vont við hvort annað, þú opnar blöðin sérð ekkert nema ljótar fréttir sem einkennast af ljótum orðum, ásökunum og einhverju sem segir, ég skal sko ná mér niður á þér/ykkur hvað sem það kostar. Ein setning sem ég hjó í var: " Við unnum, sættu þig bara við það" Þeir sem vinna í dag eru ekki við láglaunafólkið, nei það eru toppar á móti toppum, eða þeir sem telja sig toppa.

Netheimar loga af neikvæðni, ljótum orðum, hefnigirni og ég spyr hverjum er það til góðs, engum bara þeim sem framsetja það til ills og vansa oft er nefnilega fólk að kenna fólki um sem á enga sök eða sök hefur ekki verið sönnuð.


Fólk fær skítkast á sig í allri þjónustu sem það þarf að nota þó langt sé frá því að allir séu þannig, enda er maður svo glaður að fá góða þjónustu að maður lætur vita af henni, það verður nefnilega að láta vita af þessu góða svo þetta illa nái ekki yfirhöndinni.

Hugsið um hvað það eru mörg börn og unglingar á facebook t.d, þau lesa allan ósómann leggja saman 2+2 og fá út 5. ætla bara að vona að unga fólkið okkar sé svo bráðgert að það sjái í gegn um þessa vitleysu alla.

Veit ég vel að sum mál sem þarf að tala um útheimta hvöss og siðlaus orð og það er í lagi svo fremi sem við höldum okkur innan rammans, ég er ekki hrifin af römmum, en stundum verður fólk að vera innan hans og úrskíra vel fyrir börnunum sínum hvað um ræðir, þarf ekki að fara nánar út í það, allir vita sem vilja vita.

Hvernig væri að við tækjum okkur saman og hugsuðum áður en við skrifum.

Kærleik á línuna
Heart


Háborin skömm

Margir stór-glæpamenn ganga lausir, já hvers vegna jú að því að þeir eru svo klókir og eða að menn eru á mála hjá þeim og þora ekki að ganga hart að þessum mönnum.

Svo er Geir H. Haarde ákærður bara einn og sér, ef hann er sekur um eitthvað eru margir aðrir það einnig. Hvar eru þeir sem virkilega eru sekir?

Þetta er háborin skömm fyrir alla þá sem komu að þessari ákæru.


mbl.is Tillögunni verði vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólkið og Atvinnulífið

Auðvitað eru stjórnvöld dragbítur á athafnalífið í landinu, að hafa atvinnu er alveg nauðsynlegt til að framfleyta sér og sínum, en ef kaupmátturinn er ekki nægilegur þá baslast fólk bara niður á við aftur og öll erum við komin með upp í kok.

Eitt er það sem við erum ekki dugleg við og það er að fara í verkfall frá umhverfinu og öllu sem í því er, en trúlega mundu fáir gera það því allir eru svo hræddir við ????????????????????
Spyrjið ykkur sjálf, "Cið hvað, getur eitthvað versnað"
mbl.is Dragbítur fyrir athafnalífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.