Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Fyrir svefninn

         Til skóla mæta góðir ungar
          til að vitkast betur,
         sálargreyin við skilnað, þungar,
         en við sjáum nú hvað setur.


Fórum að Laugum í dag, þar fór fram skólasetning,
að vanda var hún  gefandi og skemmtileg. Síðan var
boðið til veislu  í matsal skólans, og þarf vart að taka
það fram  að veitingar voru afar góðar.

Mér þykir með eindæmum ljúft að fylgjast með öllu því
sem fram fer í skólanum, og hef ég gert það síðan
englarnir mínir byrjuðu sem nemendur þarna.

                 *********************
Langar líka til að segja ykkur að það er vigtardagur hjá mér
á sunnudögum, og í vikunni sem var að líða missti ég 900 gr.
og er ég bara ánægð með það, þetta eflir mann og styrkir til
að vera enn þá duglegri.

                Alla morgna glöð ég vakna
                en að komast fram úr tekur á,
                alla-vega þess ei mun ég sakna
                er aukakílóin eru frá.

                Stuðningur vina er mér kær
                veitir mér þrek og vilja
                til að færast markinu nær
                og allt í kringum það skilja.



Takk fyrir mig.Heart
                                         Góða nótt
.Sleeping

                                         


Sorgar og hamingju-fréttir

Það stendur ekki á því hjá okkur Íslendingum, að dugnaðarforkar
erum við, er við tökum til við málefnin.
Nú var það glæsimarkaður í Perlunni, til hans gáfu toppfólk sem vildu
láta gott af sér leiða, Ekki var hægt að fá betri stjórnanda fyrir uppboðið,
en Bjarna Ármannsson, hinn eina sanna.
Til  hamingju með þennan góða árangur, enda keppist fólk við að sýna
sig og sanna fyrir öðrum. 

              ************************************
Ég er nú eigi að staðhæfa ,að fólk leggi sig ekki fram við að sinna þörf
á stuðningi hér innanlands, því það eru margir sem gera, en það mætti
vera meira og öflugra.
Ef fólk hefur svona gíganíska peninga, eins og við vitum að margir hafa
því í fjandanum er þá ekki meiri drifkraftur í söfnunum fyrir til dæmis,
Langveik börn, geðræktarfélög, og mörg önnur sem eru í mikilli þörf
fyrir aðstoð.

Við vitum að Ríkið lætur eigi nægilega peninga til þeirra málaflokka sem
þurfandi eru.
Ríkið er allt of fast í gamla kassanum, ekki má fara út fyrir rammann,
En gott fólk það er akkúrat það sem þarf.

Sprengja út rammann og brjóta reglur, setja meira fjármagn í rannsóknir
á nýjum (gömlum) fræðum. það má breyta svo mörgu.
Hvenær hefur kommen sens verið eitthvað nýtt?

Og koma svo, hlusta á þá sem vinna að þessu öllu, kynna sér þörfina,
og láta meiri peninga í rannsóknir á því sem best kemur út.
Að mínu mati eru þeir sem standa á peningunum, eigi í stakk búnir og hafa
ekki hundsvit á því hvar á að setja fjármagnið.
Og þeir eru afar flinkir í því að segja:
,,Haldið ykkur svo innan rammans."


þess vegna tel ég þetta vera hamingja að Jemen skuli fá skóla,

en sorg að eigi skuli takast betur upp hér heima.

                                Góðar stundir.
 


mbl.is Skólinn er í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Ég er nú bara svo hjartanlega glöð eftir þessa tvo daga á
fræðsludögunum, valdbeiting í verki að ég ætla að tala um
þau mál seinna.

Núna kem ég bara með glens og gaman.


Fyrir allmörgum árum, gerðist það norður í Strandasýslu að
frambjóðandi nokkur gisti á afskektum bæ þar nyrðra.
Húsakostur var þröngur og ekkert rúm á lausu, og var
frambjóðandanum boðið að gista í rúmi hjá ungri
vinnukonu á bænum.
Ekki kærði hann sig um það, og kaus frekar að gista í
hlöðunni til að valda ekki hneyksli.
Daginn eftir sá frambjóðandinn vinnukonuna ungu leiða naut
undir kú, en ekki gekk allt sem skyldi.
Þá sagði unga konan: " Hvað er þetta boli, ekki ert þú í framboði."

          Ort um flugfreyjur:

     Flugfreyjurnar finnst mér oft
     flestra óskum svara.
     Þessar elskur upp í loft
     alltaf vilja fara.

Flugnemi einn átti í erfiðleikum með að læra röð
slaganna í bensínhreyfli.
Í tilefni þess orti kennari hans eftirfarandi:


      Sogar, þjappar, sprengir, blæs,
      að skilja þetta er ósköp næs
      en nái ég mér í væna gæs
      ég soga, þjappa, sprengi, blæs.

                 Neminn náði prófinu.

                                  Góða nótt
.Sleeping


Bjóða far, í hvaða tilgangi?

Það gæti verið að þessi maður hafi ekki haft neitt í hyggju,
Eigið annan handa mér, nei líklegast ekki.
Til hvers eru menn að bjóða börnum far sem þeir þekkja ekki neitt,
ég tel,  að það séu ætíð annarlegar ástæður fyrir því, ef ekki þá ættu
menn að hugsa, að það gangi ekki upp að gera svona góðverk
miðað við alla þá umræðu sem er í gangi í dag og brýnt er fyrir börnum
að fara aldrei upp í bíla hjá ókunnugu fólki.

það á að birta myndir af barnaníðingum við allar skólalóðir landsins,
börnin þurfa að geta þekkt allavega þá menn sem hafa náðst.
Það er aldrei hægt að lækna kynhvatir manna.

Það þarf einnig að útskýra fyrir börnunum hvað getur gerst, en ekki
þannig að þau verði hrædd.
Þau verða að geta staðið á sínu er þau segja NEI!
Þau gera það ekki hrædd.
                                           Góðar stundir.

mbl.is Börn þiggi ekki far hjá ókunnugum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn. Valdefling í verki á Húsavík.

þegar ég flutti til Húsavíkur, kynntist ég vel einni vinkonu
Millu minnar, henni Gunnu, hún er þvílíkur fjörkálfur og bara
í alla staði yndisleg  stelpa.
þegar Setrið var stofnað var hún notandi no.1, eins og hún
segir sjálf frá.
Einhverju sinni var hún stödd hjá mér þá hringir gemsinn hennar,
það var verið að kalla alla á námskeið í hláturjóga og hún spyr ertu
með, ég sló til, ætla nú bara ekki að lýsa því hvað það var gaman.
Eftir þetta fór ég stundum í kaffi í Setrið.

Setrið er geðræktarmiðstöð fyrir einstaklinga innan Þingeyjarsýslu
sem búa eða hafa búið við geðraskanir, með þeim afleiðingum að
lífsgæði þeirra hafa skerst.


Setrið er batahvetjandi stuðningsúrræði þar sem unnið er á
jafningjagrundvelli og hugmyndafræði valdeflingar er höfð að leiðarljósi
.

Á Setrinu er leitast við að viðhalda hlýju andrúmslofti og umhverfi þar sem
virðing og trúnaður ríkir.
Mun segja meira frá þessari starfsemi síðar.


Vegna áhuga míns á mannrækt af öllum toga ákvað ég að fara á
fræðsludaga sem nefnast valdefling í verki.

Fyrirlesarar á þessum fræðsludögum eru.
Auður Axelsdóttir Iðjuþjálfi og forstöðumaður Geðheilsa-eftirfylgd
heilsugæslu Höfuðborgarsvæðis,
Elín Ebba Ásmundsdóttir dósent við Háskólann á Akureyri,
Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur,
Þórey Guðmundsdóttir.
Ásamt fagfólki úr heimabyggð, sem eru.
Unnsteinn Júlíusson heilsugæslulæknir.
Þórhildur Sigurðardóttir, sérkennsluráðgjafi,
Erla Alfreðsdóttir iðjuþjálfi og forstöðumaður Setursins.
Aðalsteinn Júlíusson lögregluþjónn á Húsavík.

Fundarstjóri er Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri.

Þrír aðilar sögðu sögu sína, það var grátið get ég sagt ykkur,
það sem fólk þarf að ganga í gegnum er með ólíkindum,
bæði í sambandi við orsakir geðraskana afleyðingar,eftirfylgni,
barning við kerfið og batann sem er alls ekki auðveldur því
þú treystir ekki á að batinn sé kominn, enda hver veit það
og hver getur sagt með vissu hvort eða hvenær.

Við sátum þarna með kaffi og matarhléum, sem við fengum á staðnum,
frá kl 9.30 til 16.30 og  ég var ekki tilbúin að fara ég vildi vita meira ,
mig þyrsti í meiri fróðleik, fæ viðbót á morgunn en svo mun ég halda áfram
upp á eigin spýtur að fræðast um geðræktarmál, það gerir mann vitrari  um
hvernig maður á að hjálpa til við mannrækt.

                  *******************************************

                      Djúpið.

                      Ég kom til hafsins huggun til að fá
                      hlustaði á djúpsins þunga nið
                      mér fannst um stund þú stæðir mér við hlið
                      það stirndi í sálu minni mynd þína á.

                      mín fíkn var dýpsta holdsins hættu frá
                      ég hrópaði ó gef mér stundarfrið
                      það bergmálaði í bjargsins klettahlið
                      og brimsins rifnu ólgu örveikt já.

                      að baki liggur hyldjúp hulin gjá
                      hughrif okkar vafin þyrnivið
                      að morgni rís ný fegurð innan frá
                      og fangann áþekkt hafsins söngva klið.

                      oft er hafsins hættu ekki að sjá
                      -en hjartans djúp er hættulegra svið.

                                      Hörður Torfa.
                                        í september 1995
                                           af plötunni áhrif.
Góða nótt
Sleeping


Kemur mér eigi á óvart.

Nei þetta kemur mér eigi á óvart, það er verið að spara.
Og sjálfsagt þykir að láta það bitna á heilbrigðisgeiranum
eins og gamla fólkinu okkar.
Er nú líklegast í lagi að bara einhverjir hugsi um það,
jafnvel þeir sem engin skilur og þá er ég ekki að hafa á móti
erlendu vinnuafli, en það þarf að kenna því Íslensku.

              ********************************

Takið til dæmis börnin, þau geta nú bara verið á götunni,
það verður víst tekið við þeim er út í óefni er komið,
svo ég tali nú ekki um alla þá sem vantar liðveislu og hefur
vantað svo mánuðum skiptir.
Ætíð er níðst á þeim sem síst eiga það skilið.

            **********************************

Jæja elskurnar mínar, verð ekki við tölvuna fyrr en seinnipartinn,
er að fara á Fræðsludaga um geðheilbrigðismá.
Það kallast að þessu sinn, Valdefling í verki og er haldin að frumkvæði
og í boði Félags- og tryggingamálaráðuneytisins og að sjálfsögðu í
samstarfi við fagfólk, notendur og aðstandendur í Norðurþingi.
Stendur yfir í dag og á morgun allir eru velkomnir.
þar sem ég hef mikinn áhuga á þessum málum þá ætla ég að drífa mig,
segi ykkur meira frá þessu seinna.

Verndið um sjálf ykkur og sjáið ljósið, það veitir okkur gleði
.


mbl.is Fá ekki að vinna sem sjúkraliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Bara fullt að gera í dag, fór í morgun til næringarsérfræðings.
Þó ég viti næstum allt sem hún talaði um þá er ætíð gott að
fá bæklinga og láta minna sig á sitthvað, maður gleymir ætíð
einhverju. Okkur talaðist svo til að ég sæi hana aftur eftir mánuð.
Læknirinn minn sé ég eftir 3. vikur svo segið að það sé ekki
stuðningur í gangi.

En minn besti stuðningur er bróðir minn sem er að ganga í gegnum
það sama og ég, nema hann byrjaði 1. maí.
Og síðast en ekki síst þið, kæru bloggvinir þið eruð frábærar og kann
ég vel að meta það.

Fór síðdegis með 2 kassa af bókum í kynlega kvisti, vorum aðeins að
taka til hjá okkur, þær selja þetta til styrktar góðum málefnum.
Er ég kom heim kom litla ljósið í heimsókn, horfði á eina mynd.
Hún ætlaði svo heim, kom aftur sagði að mamma sín væri ekki heima
við hringdum hún var komin heim hafði bara farið að kaupa bensín.
svo ég sagði litla ljósinu mínu að drífa sig hún fór í dyrnar kom og sagði
amma, það er svolítið hvasst viltu keyra mig heim? ég sagði er hvasst?
já amma það er alveg satt, nú ég ók auðvitað ljósinu heim.

Hún er alveg yndisleg. 

                  *********************************
 

Þeir skáldabræður Elías Mar og Gunnar Dal voru og eru ugglaust
enn góðir kunningjar.
Ávelmektardögum kaffihússins að Laugaveg 11 sóttu þeir báðir þann
veitingastað nokkuð reglulega og léku sér þá gjarnan að því að setja
saman vísur af hinum ýmsu bragarháttum.
Einhverju sinni er Elías sat á ellefu og Gunnar kom inn,
Kastaði sá fyrrnefndi fram þessari vísu:

                Gengur í salinn Gunnar Dal
                gáfnahjali meður.
                Hann er gal og helt total.
                Hans er kalinn reður.

                Gunnar svaraði fyrir sig á eftirfarandi hátt:

                Þótt ýmsir hjari eins og skar
                uns þeir snarast héðan.
                Elías mar af öllum var
                aumast farinn neðan.

                                 Góða nótt.Sleeping
 


Frábært! Til hamingju Vestfirðingar.

Og reyndar við öll sem notum þessa leið, aldeilis munur að geta
ekið á bundnu slitlagi alla leið frá Hólmavík til Bolungarvíkur.
Ekkert var nú leyðinlegra en að þurfa að fara Vatnsfjarðarnesið,
ég kallaði það nú ætíð að fara út í Reykjanes, því það gerði maður
næstum.

Nú er bara eftir að taka veginn frá Hólmavík að Brú í Hrútafirði,
með smá undantekningum þó.

Maður upplifir það kannski að fara vestur alla leið á bundnu
slitlagi, en vegamál á vestfjörðum eru og hefur ætíð verið til
háborinnar skammar.


mbl.is Brúin í Mjóafirði tengd saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanþroska afsökun.

Já ég tel þetta vera vanþroska afsökun hjá fólki sem á eigi
að vanmeta greind okkar skattgreiðenda.
Við vitum nefnilega alveg hvernig þetta fer fram og af hverju
það fer eigi fram fyrr.

Voru mönnunarvandamálin nokkurn tímann leyst að fullu
síðastliðin vetur, að mig minnir þá voru frístundaheimilin
aldrei fullmönnuð, þess vegna hefðu íþrótta og tómstundaráð
átt að byrja miklu fyrr að athuga með þessi mál.
Nota beni! þeim er alveg sama.

Fyrir utan að það er til skammar að elsku börnin sem eru með
skerðingu á einhvern hátt, þurfa reglusemi og stöðuleika í
sínu daglega lífi skuli þurfa að verða fyrir röskun í byrjun skólaárs.
Jafnvel þurfa foreldrar að fá frí í vinnu, svona til skiptis eða koma
barninu fyrir þar sem barnið er jafnvel ekki vant að vera og það
getur haft slæmar afleyðingar fyrir litla skinnið sem á í hlut.
Nú foreldrar missa jafnvel laun, komast í klemmu með greiðslur.

Og hvern fjandann halda þessir ráðamenn að þá sparist?
Akkúrat ekki neitt, það vita þeir, en er alveg sama.
                               
Eyðið minni peningum í fjandans bruðlið, hækkið launin, og komið
svo niður á sama plan og við erum á, sem borga ykkur launin.

                                                                         Góðar stundir.
Ps.
           merkilegt maður er endalaust að endurtaka sig,
           en maður verður, því það er aldrei hlustað á mann.


mbl.is Einhverft barn kemst ekki að á frístundaheimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Uss þessi dagur, fór í þjálfun í morgun, var enn þá stíf eftir
mánudaginn, gerði mínar æfingar í 9 mínútur, síðan á bekkinn.
þetta var bara fjandi erfitt, en ég gafst ekki upp, hugsið þið ykkur,
maður er eins og aumingi, eða þannig.

Fór aðeins heim síðan á Pósthúsið og aftur heim, var búin að hafa
til í speltbrauð kláruðum það og bökuðum.
Þetta brauð er bara gott, fyrir utan hvað það er holt.

Smá grín fyrir svefninn.


Miðaldra hjón lágu í rúminu er konan sagði við mann sinn.
"Hér í eina tíð varstu vanur að kyssa mig."
Hann teygði sig yfir til hennar og kyssti hana blíðlega.
"Þú varst líka vanur að halda í hönd mína."
Hann rétti henni hönd sína blíðlega.
" Stundum beistu í eyrnasneplana mína."
Maðurinn steig fram úr rúminu.
" Hvert ertu að fara?" spurði konan.
" Sækja tennurnar mínar," svaraði maðurinn.
                 *****************

                Von er þó að gremjist geð
                og gráti tíðum svanni.
                Hún hefur ekki sextug séð
                sívalning á manni.

                                Höf. ókunnur.

Góða nótt
.Sleeping



Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband