Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Kærir sýslumann.

Við erum búin að búa í tvö ár hér á Húsavík.
Er ég nú fyrst að heyra um jafnréttis-baráttu Ragnheiðar Jónsdóttur,
sem er starfsmaður skrifstofu sýslumanns hér í bæ.
Ferill málsins.
1. Janúar 2002. Ragnheiður ræðst til starfa hjá sýslumanni.
1. Ágúst 2003.Ragnheiður sér launaseðil afleysingamanns hjá sýslumannsembættinu
sá var með minni menntun og reynslu en hærri útborgun.
1. júlí 2004 X er ráðinn til sýslumanns hann er með minni reynslu og menntun en hún.
Ágúst 2006 Ragnheiður kemst að því að hún er með mun lægri laun en X.
17. ágúst Ragnheiður kvartar til stéttarfélags síns.
9. nóvember 2006. Stéttarfélagið kærir til kærunefndar jafnréttismála.
16. apríl 2007. Kærunefnd úrskurðar Ragnheiði í vil.
Eftir hverju er sýslumaður að bíða, Það er búið að úrskurða,
hann braut gegn ákvæðum  jafnréttislaga í þessu máli. Ragnheiður var búin að vinna hjá embættinu í 2. ár er X var ráðinn með fjórðungi hærri laun en hún, er ekki alt í lagi nei ég bara spyr?
Af hverju kippir sýslumaður þessu ekki í lag, fólk ræði saman og leysi úr þeim hnút sem er kominn upp á þessum vinnustað. Ég hef oft komið þarna inn talað við alt þetta fólk og er það alt alveg öndvegis fólk og ég trúi því ekki að það vilji þau leiðindi sem þessu fylgja. Tekið skal fram að Ragnheiður er lögfræðingur. Grein um þetta er í fréttablaðinu 28. júní.
Hef aldrei þolað ranglæti og segi því,
                               Ragnheiður ekki gefast upp.


Til hamingju.

Sendi ykkur hamingjuóskir með að hafa fengið að halda litla glókollinum ykkar.
Já þetta er kraftaverk, megi gæfan fylgja ykkur um alla framtíð.
                                  Kveðja frá Húsavík.W00t


mbl.is „Þetta er kraftaverk"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálp!!!!!!!!!!!!

Er hjálp í því að komast frá U.S.A. ef svo væri þá væri það búið að gerast.
Eina ráðið, að mínu mati væri að svipta hana sjálfræði, ( er það kannski bannað í U.S.A) loka hana inni á meðferðarstofnun, þar sem hún fengi  líka sálfræðihjálp.
Til Íslands ja hérna, hún mundi ekki kunna að meta þetta góða boð Bjarkar, miðað við það ástand sem hún er í.


mbl.is Björk býður Britney til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álfasaga.

Heil og sæl.
Langar til að deila með ykkur upplifun sem ég varð fyrir er ég lá á sjúkrahúsi fyrir um 10 árum síðan.
Þetta gerðist á Ísafirði.
Stofan mín snéri  þannig að ég sá upp í naustahvilftina, sem er í fjallinu Erni handan  skutulsfjarðar
á móti Ísafjarðarbæ.
Kvöld eitt var é að horfa á fjallið sem ætíð hefur heillað mig eins og flest fjöll.
Hægra megin í naustahvilftinni liggur grjótbeltið beint upp á við, í því myndaðist allt í einu svona eins og kirkja og mikið ljóshaf, fylltist ég mikilli lotningu og vellíðan og horfði á "eins og um" daglegt líf álfana  væri að ræða, þeir gengu um voru eitthvað að sýsla gengu síðan inn í það sem kom mér fyrir sjónir sem kirkja og mér fannst þeir veifa til mín. Síðan hvarf ljósið, en annars slagið, síðan þá hef ég séð í kringum mig verur sem eru afar fallegar. þetta er ekki farið mannfólk þau eru öðruvísi. mannfólkið talar við mann og lætur heyra í sér, en álfarnir svífa um segja ekki neitt, en eru að gera gott það veit ég. Ef þetta eru álfar, kannski eru þetta verur frá öðru tilverustigi.
Fæ líklegast aldrei að vita það.


Misnotkun.

Hef sagt og ritað þetta orð  margoft, misnotkun í hvaða formi sem það gerist, er sjúkur gjörningur.
Þú opnar ekki svo blað eða hlustar á fréttir, að það sé ekki talað um misnotkun á einhvern hátt.
Ástralskir frumbyggjar, sem eiga ekki neitt. Hverjir eru það sem misnota börnin þeirra? Eru það ekki bara menn og konur sem koma og borga foreldrunum fyrir, þau eru  orðin siðlaus, sinnulaus og veik að já ég veit ekki hvað.
Ég spyr eins og sá sem ekkert veit, er ekki komin tími til að hjálpa þessu fólki á annan hátt en að borga þeim bara einhvern pening og næstum því segja verið svo heima hjá ykkur og látið hin svokallaða  siðmentaða heim í friði. Nei ég bara spyr?
Ekki veit ég hvað er best.
Síðan er það sem er að gerast hér á voru Fróni, ég las í blaði í dag, að það hefði þurft að reka börn úr vinnuskóla vegna virðingarleysis við allt og alla. Ég sendi þessum börnum og öllum öðrum börnum í sömu sporum ljós og góða strauma og vona að þau fái þá leiðsögn sem þau þurfa
til að snúa við blaðinu. Það var talað um að foreldrar hefðu sofnað á verðinum,
já þau eru búin  að sofa síðan börnin fæddust. Það er nefnilega þannig að börn þurfa sterkan aga, mikinn kærleika og að þau séu alin upp í góðum siðum. Sérstaklega að bera virðingu fyrir sér og öðrum og um leið umhverfinu í heild sinni.


mbl.is Áfengi og klám bannað á svæðum ástralskra frumbyggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveitasíminn.

Kona nokkur bloggaði um áhyggjur bæjarbúa af hjónabandsstöðu þeirra hjóna þar sem hún hafði ekki verið heima hjá sér um hríð. Hún gaf smá yfirlýsingu um málið og tjáði bæjarbúum að hún væri nú bara í prófum í Háskólanum.
Nú margir skrifuðu athugasemd við þetta blogg,
þar á meðal kona, sem tjáði sig um það, að bóndi nokkur í Þingeyjarsýslu hefði sagt sér, 
að þegar sveitasímarnir voru lagðir af höfðu margir hjónaskilnaðir orðið, upplausn í sveitum og margir bæir farið í eiði. Hvers vegna, Jú símarnir voru einu félags, menningar og fréttatengsl fólksins við hvort annað.
Svo kannski heldur hún og aðrir bloggarar  uppi álitlegum hópi fólks sem fær næringu af því að lesa
þessi blogg.
Eftir að hafa lesið þetta, datt mér í hug allt það fólk sem býr yfir þekkingu frá þessum tíma,
allar þær sögur, sem eru til í  huga þeirra sem bjuggu við þessi skemmtilegheit.
Ég kynntist þessu aðeins og fannst það frekar skondið er sussað var á mann til að það væri hægt að hlusta í síman og fá fréttir, hvort sem þær voru sannar, skreyttar eða bara algjör tilbúningur,
því það var aðal sportið hjá sumum  að skreyta og búa til. Fólkið fékk heilmikið út úr þessu.
Hvernig væri að fólk, sem kann sögur frá þessum tíma, tæki sig saman, fengi sögugóðan penna
og skrifaði bók um þessi ár. það mundu allir kaupa slíka bók.
    Ég er ekki að djóka!!!!!   drýfa í þessu.


Dúlli Dúll.

ER nú ekki hægt að koma henni fyrir í T.d. Neðstakaupstað alla vega í sumar.
Þeir vilja nú varla koma henni fyrir, æ þið vitið. þótt það sé bannað að flytja þær inn.
þetta eru eins og allir vita meinleysis-grey.
Átti eina er ég var ung.Whistling


mbl.is Ók fram úr skjaldböku á Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísafjörður.

Á Ísafirði býr kona sem Ásthildur heitir,
er hún afar dugleg að senda myndir,frá bæjarlífinu, fjöllunum, blómunum, heimilisfólkinu í ýmsu ati, ekki síst börnunum að leik í sjónum og við hann, þau alast upp við fjöruna, sjóinn og bryggjulífið og vita hvað má og ekki má.
Nú bloggvinkonur hennar halda ekki vatni yfir þessari ævintýra veröld sem hún sýnir þeim,
en  ég tel að flestir hafi ekki hugmynd um hverskonar undra-veröld þetta er í raun og veru.
Þegar þú kemur til Vestfjarða kemur þú inn í magnaðan ævintýra heim. Þú þarft langan tíma til að skoða, njóta og finna inni með þér allt sem er að  upplifa, ef þú ert einn af þeim sem keyrir bara í gegn þá upplifir þú engin undur.
 Á Ísafirði  er svo margt að skoða og njóta T.d. Edinborgarhúsið sem er alda-gamalt uppgert hús það þjónar í dag menningar-miðstöð,
 þar er veitingahús sem er A. La. Helga Vala  það hlýtur að vera cool.
Hamraborg er sjoppan!!!!!!!!!!!!!! á staðnum ég get fullyrt að þetta er besta sjoppa ever sem ég hef komið í.
Það er allt gott sem boðið er upp á af þeim bræðrum Gísla og Úlfi og ekki er nú viðmótið af lakara taginu. þeir kunna þetta strákarnir. Enda aldir upp af sinni  einstöku móður með stuðningi föðurins að sjálfsögðu.
Í neðsta kaupstað er sjóminjasafn þar er líka fullt af gömlum húsum, 
hægt að fá sér létt að borða.og eyða heilum degi á þessum stað.
Bókasafnið er eitt það besta á landinu.
það til húsa í gamla sjúkrahúsinu,
sem er með glæsilegustu húsum á Íslandi. Nú það er Hótelið með afar góðan mat, góður matsölustaður á horninu á móti Samkaup. Í Samkaup er pósthús,  konur og menn sem er afar góð verslun og síðast en ekki síst Tay Koon það er bara gott að borða þar.
Jón og Gunna er tískufataverslun sem vert er að líta á Leggur og Skel með barnafötin þar við hliðina á síðan blómabúðin, þetta eru toppbúðir.
Hafnarbúðin með íþróttamerkin skóbúð og bara nefndu það.
 Gamla Bakaríinu við Silfurtorg, það er það besta af því besta.
Ekki má gleyma  bestu búð sem ég kem inn í með nærföt og f.l. þar fær maður flotta haldara þó maður sé í D. skálum. Ég gleymi örugglega einhverju mér fyrirgefst það vonandi, en ég gleymi ekki að segja ykkur frá fegurðinni, gömlu fallegu húsunum og hinu góða mannlífi sem mætir þér.
Skólar eru frábærir og tónlistarlíf og tónlistarskóli með  besta móti, svona ef þið munduð flytja í kjölfarið, það eru góð dæmi um það
Síðan er ekki Ísafjörður eini staðurinn á Vestfjörðum það þarf að skoða hina líka, ég ætla ekki að lýsa þeim núna, en hvet fólk til að heimsækja Vestfirði. Að keyra út í Bolungarvík í góðu veðri,
nei nú verð ég að hætta, ég gæti haldið áfram endalaust. Góða ferð.


Vinnureglur Ha! Hvað er það.

Fyrir um mánuði. síðan sótti  læknir um endurnýjun á lyfjaskýrteini fyrir mig, það var út af magameðalinu sem ég verð að taka.Borgaði ég 700 hundruð krónur fyrir það.  Ég fékk synjun. Ástæðan.
Jú læknirinn hafði ekki farið eftir níum vinnureglum sem Tryggingarnar höfðu sett.
Nú ég hringi í læknirinn þá var hann farinn í sumarfrí, en ég fékk samband við annan læknir,
hún ætlaði að kanna málið, hringdi nokkrum mínútum síðar og tjáði mér að vinnureglu-breytingin
væri sú að það ætti að prófa annað lyf fyrst sem er ódýrara, ef það ekki digði  þá mætti sækja um hitt. Hún útbjó  þegar annað  vottorð sem ég borgaði 700 hundruð krónur fyrir. Vonandi dugar
þetta ódýrara lyf, en ég meina hvað er að þessu þjóðfélagi?????????? Angry
Það er að skapa sér endalausan kostnað, að mínu mati að ástæðulausu.
Af hverju fékk ég ekki bara strax lyfjaskýrteini fyrir ódýrara lyfinu í staðin fyrir þetta  umstang og útgjöld fyrir báða aðila.
Það er eins og þeir haldi  að  fólk sé að leika sér að því að vera veikt.
(það kann að vera að sumir séu að  því , en ekki ég)
Hvernig er með fólk sem er virkilega veikt, þarf það að  standa í stappi við kerfið??????????????
Ég þarf víst ekki að  spyrja ég man margar frásagnir þegar ég fer að hugsa um það.
Er hætt að tala um þetta allavega í bili. Whistling 
                                          Góðar stundir.


Fróðlegt að lesa.

Góða kvöldið vona að þið hafið haft góðan dag, alla vega átti ég rólegan og skemmtilegan dag.
Fór  um Hádegið aðeins að hitta litlu snúllurnar mínar síðan heim að horfa á eina góða bíó mynd,
lá upp í rúmi og naut þess í botn. Þetta geri ég nefnilega afar sjaldan, er ekki fyrir sjónvarp, en þessi var um  föður með lítinn son sinn og var hann að berjast fyrir betra lífi fyrir þá og auðvitað tókst það. Um fimm leitið fór ég til elstu dóttur minnar, hún er lasin dúllan mín,
vorum við bara að spjalla.
það er nefnilega alveg frábært  að  rökræða við hana og dætur hennar stóru snúllurnar mínar.
Þær eru 16 ára og alveg frábær-lega orðheppnar.

Mig langar til að benda ykkur á bloggsíðu sem ég hef afar gaman af að lesa.
það er  gesturgunnarsson.blog.is Hann Gestur bloggar áhugaverðar og sannar frásagnir af
ýmsu sem hann hefur upplifað og heyrt af. þið verðið bara að lesa sjálf.
Hann bloggar bara of sjaldan.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.