Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Skólasetning.

Vorum að koma frá Laugum. Þar var verið að setja Framhalds-skólann í 83.ja sinn,
í 19. sinn sem framhalds-skóla hin 64. skiptin sem Héraðs-skóla.
Þetta er yndislegt mennta og menningarsetur og er ég ekki hissa á því að fólk
fyllist stolti yfir þessum skóla sínum.
Skólastýran Valgerður setti skólann af sinni alkunnu snilld,
kynnti starfsfólk skólans síðan var haldið til veislu í matsal skólans,
þvílík veisla, allskonar smáréttir og kaffi og kökur á eftir.

Jæja nú blogga ég ekki meira í vikutíma, vegna anna á
öðrum vígstöðum.             
                                    Hafið það sem best.
                                            Milla.


Vegasjoppurnar.

Vegasjoppurnar fara hríðversnandi, það vantar ekki að það er til nóg
af sælgæti og ruslfæði, en ef þú ætlar að fá þér góða grænmetissamloku,
þá er hún frá einhverju fyrirtæki í Reykjavik eða eitthvað.
Það sem verður ofan á hjá fólki er að nesta sig og kaupa kælir í bílinn,
veit um fullt af fólki sem þegar er farið að gera þetta.
Hér áður og fyrr var stoppað á Brú þar var alltaf heimilis-matur
og það mjög góður. Staðarskáli hefur alltaf verið að mínu mati
afar ógeðfeldur og vona ég fyrir hönd þeirra sem stoppa þar,
að það komi nýr kokkur með nýjum eigendum.
Síðan var hægt að stoppa í Víðigerði, en ekki lengur.
Varmahlíð hefur alltaf haft sinn sjarma. Ég er nú bara að tala hér um nokkrar
vegasjoppur, inni í borgum og bæjum er að sjálfsögðu hægt að fá allt sem þú villt.
Ef þið viljið bæta þjónustuna þá látið vita með því að versla ekki við þessa staði,
nema bensín og ópal Ha.Ha.Ha.Grin


Strangari viðurlög.

Hvernig væri að herða viðurlögin það mikið að menn mundu hugsa sig um
áður en þeir settust undir stýri blindfullir og siðlausir í alla staði.
Ég get ekki séð að menn sem  fremja svona glæp,
hafi nokkuð að gera við  ökuskírteini.
það mætti svipta þá réttindum í 5.ár við fyrsta brot,
og  einnig gæti það gilt við ofsaakstri.
Hvað með okkur borgarana ber okkur ekki skylda til að tilkynna
ef menn brjóta af sér, jú það ber okkur, 
ég hef nú bloggað um þetta áður og ég tel að ef við erum iðin við kolann
þá hefst þetta að einhverju leiti.
Það var svínað fyrir okkur um daginn vorum við með þrjú börn í bílnum
og hefði það getað farið afar illa
hámarkshraði var 90. en við vorum á nýlagðri olíumöl svo við vorum á 50.
það hefði ekki þurft að spyrja að hefðum við verið á 90.
maðurinn sem keyrði traktor með rúllubindivél aftaní var bara að tala í síman
og svínaði inn á veginn fyrir framan okkur.
ég hringdi í viðkomandi Lögreglu og lét vita
Stöndum saman og gerum eitthvað í málunum.


mbl.is Ölvaður maður ók á rútu á bílastæði á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af gefnu tilefni.

Mig langar til að koma því á framfæri vegna athugasemda við bloggi mínu fyrr í dag,
ég hef megnustu óbeit á öllu ofbeldi sér í lagi kynferðislegu ofbeldi,
en mér finnst ekki rétt að dæma mann sem fékk ungur drengur dóm fyrir slíkt athæfi.
Við á Íslandi hefðum ekki dæmt þennan dreng í fangelsi heldur hjálpað honum
eins og við hefði átt.
Okkur ber skylda til að gefa honum tækifæri til að sanna sig, það getur hann ekki
ef hann mætir mikilli neikvæðni.
Gangi okkur vel í því að hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi.


Grillið.

Ekki Grillið á Hótel Sögu, nei þetta var sko miklu betra.
Ég var að koma heim vel ánægð með grillið, Gísli fór með þær inn að Laugum,
Neró hundurinn þeirra fékk að fara með, þær eiga eftir að sakna hans.
Þorgerður mín þið eruð ávallt velkomin og svo sannarlega verður veisla
þegar þið komið.


Má ekki vera memmm!

Sko nú er komið að því þær mæðgur Dóra og tvillarnir mínir eru að flytja að Laugum.
Þær að fara í framhaldsskóla og mamma þeirra að vinna.
allir eru að hjálpa til við flutningana: "nema ég" Gæti ofgert mér held samt að ástæðan sé
að ég er talin vera svolítið stjórnsöm, en ég er það að sjálfsögðu alls-ekki.
Smá huggun: " Okkur er boðið að vera við setningu skólans næstkomandi
miðvikudag kl.18. síðan er matur á eftir.
Mér finnst þetta afar skemmtilegur siður,
þarna sér maður og hittir  Skólastjóra, kennara, nemendur og annað starfsfólk skólans
sem er bara ekki sjálfsögð boðun nú til dags.
það er á tæru að það eru forréttindi að fá að vera á svona fögrum stað í skóla.
Heyri ég líka á öllum stöðum að  þetta sé frábær framhaldskóli og sé það
Skólastýrunni að þakka.    Til hamingju með það.


Jæja alla-vega verður hreindýra hamborgara veisla í kvöld og hún ekki af verri endanum.
Við notum allt það grænmeti sem hugsast getur svo erum við með
sósur frá Wild Appetite t.d. Sundried Tomato Mustard sauce eða barbecue Cajum sauce og svo er hvítlauks-sósan bara heimatilbúin ómissandi.
Meistarakokkurinn í fjölskyldunni er tengdasonur minn hann Ingimar
og það er aldrei t.d. grillað nema hann sé heima til að
framkvæma þann verknað.
              Hlakka til í kvöld.
                                                           Góðar stundir.




Ófremdar ástand.

Já það er afar slæmt þegar fólk neyðist til að vinna úti eða langar til þess þá er það ekki hægt
vegna eklu á plássum fyrir börnin.
Hvernig  er það eiginlega eru engar konur sem eru hættar að vinna úti
sem geta hugsað sér að  taka að sér lítið kríli hálfan daginn.
Ég veit að það gefur mikið að bregða sér í mömmuleik hálfan daginn,
það gerir það alla vega fyrir mig með mitt litla barnabarn ja hún er reyndar 3.ja ára.
Það þarf að lesa, syngja, dansa og fara í Sollu stirðu leikfimi svo fáteitt sé nefnt.
Enn þetta er svo gaman.

                  Nú skuluð þið auglýsa eftir dag ömmu.


mbl.is Leituðu til nágranna í neyð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velkominn heim.

Velkominn heim Aron Pálmi.
Hreint ætla ég að vona að þér verði vel tekið af okkur landsmönnum,
og hef ég sterka trú á því.
Gangi þér allt í haginn og góðar kveðjur.


mbl.is Aron Pálmi kominn til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lotto hvað!

Ja hérna eigum við nú að hafa unnuið í lottó.
Það kemur nú lítið við mig hvað þessir menn sem áttu skipið segja.
Það sem skiptir máli er að ráðamenn okkar fóru ekki rétt að í þessu máli
eins og svo mörgum öðrum málum.
Það er skömm að vita til að það sé farið með peninga okkar
á þennan hátt,
það er engin virðing borin fyrir þeim.

Það er líka annað sem vekur furðu mína,  að það  var svo margt á huldu í þessu máli,
þarf ekki að gera grein fyrir hvað er búið að gerast í málinu þegar nýir menn taka
við stjórninni. Þurfa þeir að byrja á því að finna upp hjólið?

Tel að það sé löngu tímabært að herða aðhald og eftirlit
með öllu sem ríkið lætur framkvæma.
Tek fram að þetta er mín skoðun.
            Góðar stundir.


mbl.is Ísland vann í lottóinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vangaveltur mínar.

Undanfarna daga hef ég ekki bloggað neitt,
hef ekki haft löngun til að blogga eitthvað út í loftið.
það er undarlegt með samkenndina,
auðvitað er hún til staðar er eitthvað gerist í þjóðfélaginu,
en í bloggheiminum er þetta nánara, þú ert búin að bloggast á við fólk í langan tíma.
Allt í einu kemur högg og það stórt eins og gerðist um síðustu helgi þegar
ein bloggvinkona mín missti son sinn á sviplegan hátt.
Ég missti kraftinn og móðinn og þetta hefur ekki liðið mér úr minni síðan.
Megi góði Guð blessa ykkur öll og gefa ykkur styrk.Heart

Það er þannig með mig að það fer allt af stað ég fer að hugsa aftur í tíman.
Um alla þá sem hafa farið á unga aldri í kringum mig,
af hverju er þetta unga fólk tekið frá okkur, Jú ég hef trú á því að Guð hafi æðra hlutverk
fyrir unga fólkið okkar. Ungt fólk með allskonar vandamál, hver skilur það,
nema þeir sem hafa reynslu sjálfir. "Eimmitt"

Ætla aðeins að rita nokkrar tilvitnanir hér inn. Teknar úr AMObókinni.

Það er betra að segja frá því sem er erfitt þegar maður er barn. Það verður
erfiðara er maður verður eldri. ef maður segir ekki frá þessu getur maður
verið óþekkur alla ævi.- Líka þegar maður er fullorðinn,

             Gaman í sveitinni.
mér finnst svo gaman í sveitinni. Það er svo rólegt þar
og engin sem skammar mann.

Ég nenni þessu ekki lengur.
Ég hata þennan skóla.
Ég hata þetta líf.
Maður verður alltaf svo ómögulegur. Alltaf. Maður er of lítill
til að gera eitthvað í þessu. Þetta verður alltaf svona.


Það trúir mér engin.
Kennarinn segir mig alltaf byrja.

Hún hjálpaði mér úti í frímínútum er strákarnir lögðu mig í einelti.
Hún var alltaf reið. Ég vissi ekki að hún væri svona góð.
Hún hefur verið góð við mig síðan.
Ég segi ekkert ljótt við hana lengur.

Hver á svo að koma til? Ég gæti talið upp margt í sambandi við T.d.
Aðild kennara  og margra annara. Með fullri virðingu.
               Góðar stundir.




Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband