Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Talað við sjálfan sig

Á það svo sannarlega til, gerist oft og þykir mér það afar skemmtilegt er ég uppgötva það, hlæ dátt.
Í morgun eftir sjæningu og morgunmat fórum við í búðina til að versla til helgarinnar, ekki vantaði svo mikið bara þetta helsta, ost og viðbit af ýmsu tagi, keyptum okkur reyktan lax, svona í þunnum sneiðum fórum síðan í bakaríið og höndluðum góð brauð og heim í kaffi, en það var eiginlega komið hádegi, svo við nefnum þetta Brunch, borðuðum vel og lengi og spjölluðum um hvað við værum í raun vitgrönn Íslendingar í áraraðir værum við búin að synda með fjöldanum og halda bara að allt væri í stakasta lagi, urðum ekki vör við nein teikn um óeðlilega hegðun hóp fólks hvað þá að við tækjum hroka ráðamanna nærri okkur, sei sei nei við sögðum bara að þeir væru þreyttir ræflarnir.
Segi og stend við, að við erum nautheimsk, höfum látið öðrum eftir að semja um allt fyrir okkur í
áratugi, nú verður þessu snúið við.

Nú þar sem ég vaknaði árla, syfjaði mig afar, samdi við Gísla minn um að hann mundi vakta símann svo ég gæti lagt mig, en það gat verið að Dóra mín mundi hringja, henni vantaði að koma til að versla.
Ég svaf alveg yndislega þar til Gísli fór að ná í þær fram í Lauga þá fór ég á fætur, Gísli ók þeim beint í búðina og kom svo heim og ég fór til þeirra.

Verslaði í kvöldmatinn, hammara og þeir voru góðir með miklu grænmeti, frönskum og sósum. Nú við spjölluðum aðeins síðan fór Gísli minn með þær heim, þær eiga að fara til vinnu í fyrramálið.

Það versta við að tala við sjálfan sig er einmitt þetta, ég var byrjuð að tala um það, en fer út í aðra sálma, tala um daginn í dag, málið er hjá mér að stundum held ég að ég sé búin að segja fólkinu mínu frá því sem ég var að tala um við sjálfan mig og held jafnvel áfram með eitthvað og þau skilja ekki neitt í neinu, Okay þá þarf ég að útskíra mál mitt.
Stundum er ég spurð að einhverju og byrja að svara, er í önnum eða bara það kemur eitthvað upp, og þá kannski svara ég eftir marga tíma eða bara daginn eftir.
Svona er þetta bara góða mín sættu þig við það og þú hefur allt bara eins og þú vilt, GEG.
Verð að viðurkenna að mér líður bara ofsalega vel.

Eigið góða helgi elskurnar mínar allar.
Munið góða skapið og brosið.

MillaHeart


JEDÚDAMÍAMILLARINA

Get ég fengið peninga bara út á sjálfan mig, ég á þriggja ára bíl á bílaláni þá verður hann yfirveðsettur, en það getur ekki gert mikið til því ég er jafn mikil og stór og allt þetta fólk sem afhenti hvort öðru miljarða bara svona rétt yfir borðið.

Er farin að hallast á að þessi hópur fólks sem kallast útrásarvíkingar hafi þurft þessa spennu sem forleik í spennulosun, eða hvað haldið þið?
 
Þarf nú ekki að taka það fram oftar að undrun og hneykslan er orðið daglegt brauð hjá mér og örugglega flestum Íslendingum, Verst er að það er ekki hægt að borða undrun og hneykslan.

Eigið góðan dag elskurnar mínar
Munið brosið sem gleður alla
Milla
Heart


mbl.is Alþýðuhúsið yfirveðsett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvöldrugl.

Það er búið að vera fjör í dag, allir eru að vinna niður í húsi og ég er búin að vera með þau Aþenu Marey og frænda hennar Hjalta Karl í dag, en ekki hef ég haft mikið af þeim að segja þau eru svo góð að leika sér, svo á milli þess sem ég hef gefið þeim að borða og drekka hef ég setið við bróderí.
Vorum að enda við að borða pulsur með öllu tilheyrandi að sjálfsögðu fengu þau gos með.

Margt hefur farið í gegnum heilabúið í dag, eins og bara það hvað ég á gott þó vandamálin séu mikil í þjóðfélaginu get ég nú varla kvartað með þessa yndislegu fjölskyldu sem ég á, hef betri heilsu en margur annar og fékk þetta góða skap í vöggugjöf, og að finnast lífið og tilveran yndisleg.

Á morgun hefst skemmtilegasta helgi ever, allavega fyrir flesta, en ég hef nú alltaf verið svo skrítin að finnast útihátíðir og útilegusamkomur eitthvað sem ekki hentar mér, en virði alveg ef fólki finnast þær skemmtilegar.
Ég hef farið á ættarmót og síðast er ég fór ákvað ég að fara aldrei aftur, mér ógnaði nú alveg allt sem þar gerðist og tel eigi að það sé hægt að hafa gaman með fólkinu sínu, þegar það veit ekkert í sinn haus fyrir víndrykkju, en ég elska þau nú samt öll með tölu.

Nú eru þau farin og hún sagði er hún fór að hún kæmi á morgun til að laga til, er þetta ekki yndislegt, hún nefnilega veit að afi gerir þetta fyrir hana.
Takk fyrir góðan dag, góða nótt og dreymi ykkur vel.
Munið brosið sem gleður svo mikið.
MillaHeart


Nefskattur kallast hann.

Hef nú aldrei vitað það betra, nefskattur, og ég er svo reið
að ég næ ekki upp í nef mér.
Sko þó ég eigi nú skít nóg af peningum, geti leift mér hvað sem
er þótt öryrki sé með 160.000 á mánuði, þá veit ég eiginlega ekki
úr hvaða hólfi ég á að drulla þeim peningum sem í skattinn eiga
að fara, borga verður hann því annars fer í verra.
það er verið að tala um að gera eitthvað fyrir heimilin
jú fólk fær frystingu lána, sem er engin lausn og svo kemur
nefskattur upp á 17.000 per mann, sem sagt 34.000 fyrir hjón,
nema sko ef þú ert orðin gamall, meina yfir 67 ára,
en þurfalingarnir, borga bara.

Ekki það að ég sé að kvarta, nei nei, bara að segja staðreyndir,
sem sumir standa ekki undir skítt með okkur gamla fólkið, við
hættum bara að borga og förum á einhvern svartan lista, en
unga fólkið á allt lífið framundan og það er ekki gott á svörtum
lista vegna þess sem það getur í raun ekkert gert að.

Jæja elskurnar hér er skítaveður, en maður heldur bara áfram
að hafa það huggó innanhús við sauma, tölvu, lestur og að
sjálfsögðu matargerð, segi ykkur seinna hvað verður í kvöldmatinn.

Eigið nú yndislegan dag og munið brosið
Milla
GrinHappyGrin


Flæðandi orka

Það er búið að vera þannig í dag hjá mér, þegar ég var búin að drollast í morgun fara í sjæningu og var tilbúin í súpugerð, sem ég var búin að ætla mér þá vantað að sjálfsögðu eitthvað í hana, svo Gísli minn fór til að kaupa hvítkál, gulrætur og lauk, en áður var hann búin að fara í B12 sprautuna sína upp á sjúkrahús. Ég skar niður svínakjöt í súpuna, átti bita í kistunni síðan um páska steikti það og tók úr pottinum gljáði laukinn setti vatn í pottinn og setti fyrst gulræturnar sauð þær í 5 mín svo kom allt kryddið og grænmetið, nú á ég 6 máltíðir af súpu þykkri af grænmeti í frystiskápnum, ÆÐI.Fengum okkur náttúrlega afganga af fiskinu síðan í gær í hádeginu og rúgbrauð með.Svo datt allt í einu í mig að taka fram harðangur og klaustur saumaskapinn minn, hef varla snert við því í 4 ár, settist í stólinn minn góða hér í tölvuverinu og saumaði í 2 tíma, Gísli sat í tölvunni og spjölluðum við annað slagið og mér leið alveg ótrúlega vel það kom einhver ró yfir mig sem ég hef ekki haft lengi.

Milla mín, ljósin og Hjalti Karl (hann er frændi ljósanna) komu síðan að borða með okkur súpu og brauð
Ingimar er á sjó í Skagafirði.
Gísli fór að slá blettinn eftir mat var nú komin tími til, en það hefur ekki verið veður til að slá.
Svo ég segi að orkan var flæðandi hér um í dag og bið ég um hana áfram.

Góða nótt elskurnar mínar.
MillaHeart


Ódýr matur.

Skal nú bara segja ykkur það sem satt og rétt er,að það er til ódýr matur þó eigi unninn sé annaðhvort í dósir eða vagumað í plast, mín skoðun er sú að það er í lagi fyrir þá sem vilja kaupa unnar matvörur að sjálfsögðu, en að það sé ódýrara eða fljótlegra, af og frá, mat er hægt að útbúa á no time hollan, góðan og ódýran. Þetta er nefnilega spurning um hugarfarsbreytingu, skipulag og að gefa sér tíma í búðinni til að hugsa hvaða matur sér í raun ódýr.
Og ég veit að þeir sem hætta að borða unnar matvörur borða bara ferskan mat finna muninn mjög fljótlega

Ég til dæmis borða hakk, kjúkling og fisk, kaupi svínahakk og nautahakk blanda því saman og geri bollur og eða pottrétti í pottréttina nota ég brún grjón, bygg eða heilhveitipasta.
Ég elda grænmetissúpur, alltaf í 10 lítra pottinum mínum svo frysti ég mátulegar einingar fyrir okkur
maður er ekki lengi að elda svona súpu, tek fram að ég hendi aldrei örðu af grænmeti þó það sé orðið leiðinlegt ég frysti það til að setja í súpur eins er með grjónafganga í súpuna með þá.

Kjúklingana kaupi ég yfirleitt heila ófrosna, en reyni að kaupa bringur á tilboði nú og fiskinn borðum við mikið af, Annað kjötmeti er ekki á dagskrá nema til hátíðabrigða

Vegna tals um að lítið sé til fyrir mat, þá bað ég konu um daginn að skrifa allt niður sem hún þyrfti að kaupa fara síðan yfir listann og sjá hverju hún gæti sleppt, og það kom í ljós að listinn styttist um 1/4. Það er gott að fara aldrei í búðina nema með innkaupalista og að sjálfsögðu að fara eftir honum.

Ég gæti endalaust haldið áfram, en stoppa áður en fólk fer að æla yfir síðuna mína og tala um mig sem hrokagikk

Eigið góðan dag elskurnar mínar allar
MillaHeart



Hver kaupir svona mat?

Allavega ekki ég, bý þær til sjálf eða kaupi hreindýrakjötbollur hjá kjötvinnslunni Viðbót hér á Húsavík
það ætti engin að leggja sér til munns svona unnin mat.

Ég er nú ekkert að setja út á Ora sem slíkt, þeir eru flottir, en niðursoðnar kjöt og eða fiskbollur það er bara ekki málið, allavega ekki hjá mér.

Annars er ég bara fín eftir að hafa borðað steikta lúðu með eggjum,tómötum, papriku, nýjum kartöflum og Íslensku smjöri.
Vorum að koma heim frá Laugum, tókum rúmin stelpnanna ljósin mín ætla að fá þau, en stelpurnar voru að kaupa sér ný.
Góða nótt elskurnar mínarHeart


mbl.is Ora innkallar kjötbollur í brúnni sósu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftrýmisgæsla?

Varnarmálastofnun Til hvers er hún eiginlega og hverju þjónar hún? Ég var svo græn að halda að í allri þessari tækni sem við búum yfir væri hægt að fylgjast með loftrýminu á annan hátt, og svo er ein stór spurning sem brennur á mér, asnanum, hvað halda þeir að þeir fyrir finni, óvinavélar eða geimverur?

Össur Skarphéðinsson segir í viðtali í mbl í morgun að þeir hefðu alltaf staðið í þeirri trú að
Bandaríkjamenn myndu vernda okkur en þegar þeir fóru héðan árið 2006 þurftum við virkilega að leita að öðrum hópi þjóða til að tilheyra.Hann var nú trúlega ekki að tala um varnarlega séð, eða hvað?
Óneitanlega sérkennilega til orða tekið þar sem ég, asninn, taldi okkur vera sjálfstæða þjóð, sem er náttúrlega regin misskilningur.

Varnarmálastofnun
Sjáið hvað þetta eru hrikalegar kofabyggingar, get ekki að því gert að ég fyllist biðbjóði er augum lít svona lagað. 150 manna her er að koma til landsins með 15 orrustuvélar, það sem fæst út úr þessu er hávaðamengun, en kannski ráðamenn þjóðarinnar haldi að þeir fái einhverja fjöður í hattinn, eða hvað veit ég þessi staði asni sem eigi skilur neitt.

Ég vil taka það fram að ég hef ekkert á móti þeim mönnum/konum sem koma hingað, er bara á móti þessari herstöð og hef alltaf verið.


mbl.is Loftrýmisgæsla að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var í svona óskaleik í gær.

Nefnilega, í óskaleik með barnabarninu það átti að kasta tening og ef maður lenti á vissum reit mátti óska sér, nú við að sjálfsögðu héldum áfram þar til allar óskirnar voru komnar í garðinn okkar, ekki vantaði græðgina, en þetta voru svona pappaóskir og svo mátti skipta og færa til um reiti.
Ég hugsaði að míó míó hlyti að vera orðin útlærð í peningaklækjunum og fór að hugsa hvar ætti nú helst að bera niður, en komst að því að það er ekkert eftir fyrir svona hægfara bjána eins og mig, enda allt í lagi því mér er alveg sama ef í harðbaka slær þá hættir maður bara að borga. Annars er það háttur sem meðaljónar eins og ég iðka ekki.

Vorum að borða afganga sem ég átti í frysti, hakk og spa, parmesan og brauð með, æði.
Dóra og stelpurnar ásamt gestum sem eru hjá okkur frá Ísafirði fóru heim til Dóru í gær eftir skemmtilega helgi hjá okkur, þær fóru allar á Eyrina í dag ætluðu út að borða og í bíó að sjá myndina karlmenn sem hata konur, veit að það er fjör hjá þeim því þær kunna sko að hafa það hyggeligt þessar stelpur allar.

Úti er grenjandi rigning og rok, veit ekki hvers við eigum að gjalda ræflarnir hér á Húsavíkinni, en þetta er sko í lagi því við erum búin að taka allt í gegn í dag, þvo þvotta þurrka og ganga frá, taka niður allt bleikt, þurrka af og pússa, moppa og þvo gólf ekki nóg með það við tengdum nýja tölvuskjáinn, sko svona flatskjár, svartur og flottur, en treystum okkur ekki til að setja upp skannann sem við vorum að kaupa hann er nefnilega of flókinn fyrir svona gamlingja eins og við erum, meina það sko, auðvitað erum við ekki gömul bara nennum ekki að setja hann upp.
Verð nú að fara að hætta þessu þrugli.
Góða nótt elskurnar mínar
Milla
InLove



Smá samantekt.

Maður er nú búin að vera í hálfgerðu fríi undanfarnar vikur,
en þetta fer nú allt að glæðast, " Vonandi".
Allavega hefur það verið þannig hjá mér að  nennan er
engin, var fyrir sunnan, kom heim, fékk gesti og engla og
ekki hefur maður þá neinn áhuga á tölvunni, ekki að manni
hafi ekki langað til að kíkja hvað væri á seiði, en gleymdi því
nú fljótt er annaði kallaði á. Helgin hjá okkur var yndisleg,
maður sá nú ekki mikið af fólkinu en það kom og fór, ja
svona eftir veðri og hvað var í boði á hafnarsvæðinu, nú
Milla mín og Ingimar voru non stopp að selja fisk og franskar
á breska vísu þó ekki í dagblöðum, enda betra að hafa
plastdiskana út um allt heldur en dagblöðin sem er ekki
einu sinni hægt að lesa stakt orð í fyrir endalausri þvælu.

það er nú eitt fréttir og blöð mega bara eiga sig fyrir mér,
sko eða þannig fæ æluna upp í háls ef ég heyri minnst á
Icesave. Sick
það er nú orð sem er orðin kúgun að öllu leiti, enda finnst
okkur svo yndislegt að bukka okkur og beygja fyrir þeim
sem við teljum einhvern aðalGrin hvað er það?
Enda kúguð þjóð orðin en og aftur, fljót að gleyma elskurnar.

Æi æ, er ég ekki farin að tala um þennan fjanda og var búin
að lofa mér því að hvorki  rita né tala um þetta meir.
Reyni að standa við það hér eftir.

Jæja best að fara í sjæningu Gísli minn er að borða grautinn
og síðan er nú best að taka niður bleiku skreytingarnar
innanhúss ganga frá þeim í kassa og geyma til næsta árs.

Eigið góðan dag í dag
MillaHeart


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.