Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Okkar eina von

Um breytingar á hugarfari, lifnaðarháttum, framkonu hjá foreldrum ásamt öllum þeim sem hafa afskipti af ungviðinu okkar, kæra fólk látið ykkur varða hvað börnin okkar eru að gera, hlustið á þau, ekki halda að þetta sé einhver bóla sem hverfur er borið er á hana bólukrem. Styðjum við bakið á þeim í þeirra góðverkum það mun hjálpa okkur í framtíðinni til að skilja hvort annað betur, hvar í heimi og trú sem við erum.

Börn út um allt land eru að gera góða hluti, en á Vopnafirði eru þau alveg frábær í alla staði og örugglega víðar. Hér kemur fram hvað öll börn eru að gera á þessu Landsmóti. Það mætti færa okkur lesendum meira um störf allra barna á Íslandi, eins og núna.

Unglingar á landsmótinu ætla að safna peningum til styrktar jafnöldrum sínum í Japan sem eiga um sárt að binda eftir jarðskjálftann fyrr á þessu ári. Unglingarnir í æskulýðsfélaginu Kýros á Vopnafirði hófu söfnun í síðustu viku og þau afhentu 60.000 krónur við setninguna. Unglingarnir frá Vopnafirði útdeildu líka rauðum hjörtum sem á stóð: „Ég er vinur". Vinavikan á Vopnafirði hefur þannig breiðst út um allt land í gegnum landsmótið á Selfossi

Mér finnst þetta yndislegt, börnin á hamfara slóðum eiga afar erfitt og oft á tíðum illmögulegt að koma þeim til hjálpar, en ég veit að í Japan er allt gert til að koma hjálpinni til þeirra.

Biskupinn tók svona til orða við setningu mótsins.

 Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, setti landsmótið og þakkaði unglingunum fyrir gott starf og góðan hug: „Nú veit ég af góðverkahelgi landsmótsins. Þar munuð þið leggja mikið af mörkum til þeirra sem treysta á aðstoð. Ég veit að hérna inni eru mörg gullhjörtu, sem bera umhyggju fyrir öðrum og láta gott af sér leiða," sagði biskup í ávarpi til unga fólksins.

Hann talar um þá sem treysta á aðstoð, verð að segja að engin er að treysta á aðstoð því þau elsku börnin vita ekki neitt búandi á afskiptum stöðum, matarlítil, vatn af skornum skammti, hvað þá að það séu til ritföng, leikföng, fatnaður og drottinn minn dýri það er svo margt sem vantar, svo elsku börnin okkar verið bara dugleg og safnið eins miklu til þeirra sem hægt er, er þau eignast gjafir frá  ykkur munu þau byrja að trúa og treysta aftur.


Það sem ég er að segja er staðreynd, hef það frá þeim sem verið hafa á þessum svæðum.

Ekki misskylja mig, veit vel að það er fullt af fólki sem er kærleiksríkt og kemur þannig fram bæði við börnin sín og alla aðra.

Munið að ekkert er ánæjulegra en að miðla kærleikanum til annarra


mbl.is Biskup fraus á æskulýðsmóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert nýtt.

Nei það er ekkert nýtt að mig hlakki til, það er að koma nóv. og dúllumánuður að ganga í garð með tilheyrandi föndri, grúski, smáskreytingum hingað og þangað, nú svo skoða ég blöð, bæði skreytinga og matar og reyni að detta niður á hvað ég ætla að hafa í matinn á jólunum allavega verður það ekkert reykt mun samt sjóða hangikjöt á Þorláksmessu, nörtum að sjálfsögðu í það ásamt laufabrauði, flatbrauði og öllu tilheyrandi, en ég er komin fram úr mér núna var ég ekki stödd í byrjun nóv. ó jú.

Ætlaði aðeins að koma inn á hraðann sem er á öllu í dag, er ég var yngri höfðu allir tíma til að skreppa í heimsóknir, spjalla og hafa gaman saman, oftast var ég búin að öllu fyrir fyrsta desember, þá er ég að tala um sauma, baka, gera jólagjafir, svo var skreytt smá saman í byrjun desember og alla sunnudaga í desember var aðventukaffi og var skottast á milli heimila og haft gaman, en nota bene ég vann ekki úti er börnin mín voru að alast upp enda full vinna að hugsa um heimilið og börnin því allt var unnið heima bæði föt og matur.  Því miður þurfa konur að vinna allan daginn sem er bara of erfitt fyrir alla aðila heimilisins, en það verður til að reyna að láta enda ná saman, sem eiginlega aldrei gerist.

Desember er yndislegur mánuður þó mikið hafi breyst síðan ég var ung, núna er hann fullur af uppákomun, eins og í sambandi við börnin, skólaskemmtanir, fimleikasýningar, tónlistarviðburðir og  uppákomur út um allan bæ og auðvitað tek ég  þátt í því öllu veit samt ekki hvernig þetta er þar sem ég er núna, en á Húsavík er þetta með miklum sóma í alla staði og á ég eftir að sakna þess, en það kemur eitthvað í staðinn.

Í kringum mig eru mæður sem láta börnin og þeirra þarfir ganga fyrir öllu öðru, ekkert er yndislegra en að fylgjast með öllu sem fram fer hjá þeim og styðja við bakið á þeim í alla staði og það er ekki erfitt, bara að forgangsraða í samræmi við það. endilega slappið af í hamaganginum og verið með börnunum ykkar í desember sem og alla aðra mánuði. ( Gleyma samt ekki að taka smá frí saman bara tvö ein, það er alveg nauðsynlegt)

Kærleik til ykkar allra
Heart


Kominn tími til

Sem betur fer eru konur farnar að kæra þessa plebba, sem ganga um eins og spjátrungar í fínu fötunum sínum akandi um í dýru bílunum og eiga jafnvel yndislega konu og börn, en nei þeir hugsa bara um að fá girndum sínum fullnægt og halda að þeir þurfi aldrei að axla ábyrgð.

Merkilegt að menn í valdastöðum taka sér bessaleyfi og lítilsvirði konurnar í kringum sig, í þeirra augum eru þær svo mikil peð að allt er í lagi níðast á þeim bæði kynferðislega og andlega, og eigi heldur gera þeir sér grein fyrir því að það eru konurnar sem inna af hendi flest störfin fyrir þessa lítilmannlegu hugleysingja.

Svona lagað hefur ætíð viðgengist og mun gera um langan tíma eða þar til að karlmenn skilja ÞETTA ER EKKI Í BOÐI OG Í BOÐI ER BARA AÐ BERA VIRÐINGU FYRIR KONUM.

Gangið allar fram konur og kærið þessa menn öðruvísi verður þetta ekki stoppað, hugsið um að þið eruð ekki einu konurnar sem þeir reyna að ná tangarhaldi á, kannski verða dætur ykkar fyrir þeim næst.

Svo elskurnar mínar látið vita.

mbl.is Fer í leyfi meðan málin eru könnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðbjóður

Nýtt dýraníðsmál í Kópavogi

Mynd úr myndasafni. stækka

Mynd úr myndasafni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það fer um mig kuldahrollur er ég les um svona viðbjóð, hugsa til þess með hryllingi hvernig uppeldi það fólk hefur fengið sem kallast dýraníðingar, er það algjörlega alið upp í kuldanum svo það leitar til dýranna eftir kærleika, síðar er fólkið er orðið fullorðið hefur ekkert sjálfsmat útundan í öllu þá gerist þetta eða eitthvað annað.


Ástæðuna má ætíð rekja til foreldra, leikskóla, skóla og samfélagsins í heild sinni og öllum ber að taka þátt og vera meðvitaðir um ef börnin þurfa á hjálp að halda.


mbl.is Nýtt dýraníðsmál í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannsheilinn lll

Svo merkilegt hvað mannsheilinn kemur því til leiðar að upprifjast hin ýmsu minningarbrot, já þau sem maður er ekkert að hugsa um, en svo vakna þau upp við einfaldar og góðar samræður.

Þegar ég var ung í skóla hafði ég kennara sem hafði okkur stelpurnar í dýrðlingatölu, en strákarnir máttu prísa sig sæla ef þeir sluppu við eyrnaklíp, sem oftast endaði með sári á milli eyra og höfuðs, aldrei allan veturinn var gert eitthvað í þessum málum. Mér fannst þetta afar leiðinlegt og fann til með strákunum, þeir áttu þetta ekki skilið, í dag veit ég að þetta var algjört einelti af hálfu kennarans, sem eigi mundi lýðast í dag.

Eitt afar skemmtilegt gerðist á þessum árum, leikfimiskennarinn okkar og einn barnakennari voru að draga sig saman og fannst okkur það mjög spennandi, þau giftust og voru saman allt sitt líf. Fyrir nokkuð mörgum árum síðan var ég á vakt upp í flugstöð þá komu þau, voru að fara til útlanda þau settust og fengu sér kaffi, ég gat ekki stillt mig og fór að tala við þau, kynnti mig og sagði þeim söguna þau voru afar hrifin þökkuðu mér fyrir að koma til þeirra og segja frá og ég óskaði þeim alls hins besta, gaman að þessu.

Aðeins eldri var ég er við höfðum kennara einn sem snarvitlaus var hann byrjaði daginn á að ganga á milli borða taka upp skólatöskurnar hvolfa úr þeim, hann sagðist vera að leita af ástarsögum eða sælgæti, veit í dag að þetta var einelti, hann bar enga virðingu fyrir okkur krökkunum. Þegar skóla lauk um fórum við í ferðalag og lá leiðin til Stykkilshólms, um kvöldið fórum við í siglingu um Breiðafjörð það var frekar hvasst, kennarinn gekk ávalt með barða-stóran hatt, haldið ekki að hatturinn hafi fokið af honum og óðar fór hann á hraðferð langt út á fjörðinn, við hlógum dátt krakkarnir og hann sat með fílusvip ræfillinn.

Annað sem mér fannst ömurlega niðurlægjandi á mínum yngri árum í skóla var er lýsinu var helt upp í mann, í þá daga var fátæktin mikil í Reykjavík og ekki áttu allar mæður mat til að nesta börnin sín og eigi var geðslegt að fá upp í sig lýsi án þess að hafa rúgbrauðsneið, helst með kæfu til að borða á eftir, mér hefði fundist að  skólarnir hefðu átt að gefa börnunum morgunmat þá var engin útundan.



Man margt og mikið, en læt staðar numið í bili.







Myndir

Við Dóra og englarnir mínir vorum að passa elsku barnabörnin mín á K23 um daginn set hér inn nokkrar myndir að þeim.

bor_stofusett_011.jpg

Hann vílar ekkert fyrir sér hann Sölvi steinn minn

bor_stofusett_004.jpg

Sætastur

bor_stofusett_005.jpg

Maður er svo mikill gæi

bor_stofusett_003.jpg

Prinssessurnar Kamilla Sól og Lísbet Lóa, Sætastar.

bor_stofusett_008.jpg

Lóan í baði, krúttudúlla

ume_jano.jpg

Litla læðan okkar hún Ume verður að fá að vera með.

svo_saetir.jpg

Jano og Ume una sér vel saman, þau eru yndisleg

100 9693

Flottasti prinsinn hennar ömmu sinn, Viktor Máni

Það var æðislegt að vera með þau svona lengi og fá að kynnast
þeirra karater.


Mannsheilinn ll

Mér verður hugsað til þess sem gerist er mannsheilinn fær á sig eitthvað sem manninum finnst ekki þægilegt að hlusta á, nú hann fer örugglega í varnarstöðu og fléttar einhver niðurlægjandi svör, því auðvitað er það niðurlægjandi er manni er ekki trúað og ekkert gert í málunum, já þetta með heilann hann er fær um að grafa og láta fólk setja djúpt niður þær hryllilegu minningar sem margir/flestir hafa, en nota bene þeir sem vita, hefur verið talað við, grátbeðnir um hjálp gera ekkert í málinu þeim er fjandans sama þetta eru bara konur og enga virðingu eiga þær skilið, enda hefur það komið fram í þessum kirkjunnar málum.

Kirkjunnar menn hafa verið algjörlega ósnertanlegir og hafðir yfir alla kritik og í því skjóli hafa þeir hagað sér að vild, komið fram sínum glæpsamlegu og geðveiku kynferðislöngunum og framið sálarmorð á miljónum manna 0g kvenna í gegnum aldirnar. þessir menn eru skepnur.

Hef orðið vör við mikla fordóma bæði í kynferðisglæpamálum sem og gangvart öðru óvenjulegu í þjóðfélaginu og ég bjáninn rís upp á afturlappirnar og fer að verja málefnin, eins og það gagnist eitthvað við fólk sem þarf ævilega að setja út á allt og þeirra skoðun er sú eina rétta, nei, nei get alveg eins talað við steinvegg, en þegi ekki samt og mun aldrei gera.

Það er því miður mikið af þöggunarliði til jafnvel þó um börnin þeirra sé að ræða, þetta er víst svo mikil skömm, vona að einhver hjálpi þessu þöggunarliði þegar það þarf á því að halda

Hætt í bili
Kærleikurinn og friður í hjarta
er eina vopnið sem við höfum
og það virkar
.Heart


Mannsheilinn, fullkomnasta vél sem til er

Að hafa vald yfir, að beita ofbeldi, getur verið í svo mörgum myndum og að upplifa það og eiginlega halda að þetta eigi bara að vera svona hlýtur að vera afar algengt.

Hef verið að muna, tengja og skilja svo margt undanfarið sem er hægt að kalla ofbeldi, vald eða drottnun.

Til dæmis er ég var 3ja þá fæddist elsti bróðir minn og ég litla stelpan varð allt í einu no. 2 það að mínu mati gekk ekki upp svo ég át bara upp úr heilum konfektkassa sem mamma átti að fá á sængina frá pabba, ég fékk eina skellinn á bossann sem ég fékk um ævina, en einhvernvegin fannst mér ég eilýflega þurfa að koma mér í mjúkin hjá mömmu og hjálpa henni eins og ég gat (ég var 3ja). nokkrum árum síðar fæddist Nonni bróðir, en ég man hvað ég var glöð er Ingó bróðir fæddist var loksins orðin nógu gömul til að labba úti með vagninn (náði varla upp og hafði ekkert vald á stóra Silver cross vagninum), en var alltaf að reyna að gera mömmu til hæfis, skyldi hún hafa haft svona mikið vald yfir mér, að sjálfsögðu.

Þegar Guðni bróðir fæddist var ég 16 ára farin að vinna á sumrin, en ég var heima er hann fæddist og gaf honum að drekka sykurvatn úr skeið stuttu eftir að hann fæddist, ennþá var ég með samviskubit yfir einhverju sem ég veit ekkert um. Ég var að vinna 12 tíma vaktir og stundum lengri kom ævilega heim skjálfandi á beinunum, hvernig skyldi andrúmsloftið á heimilinu vera þann daginn.

Er ég hugsa tilbaka þá þótti það ekkert tiltökumál að vera með kynferðislega hegðun við mig og þó ég hafi aldrei svo ég muni orðið fyrir því að vera beitt ofbeldi þá voru þessir tilburðir tilraun til að ganga lengra. Ég var hrædd, fann ekki fyrir öryggi, hver átti svo sem að vernda mig ef eitthvað gerðist.

Þegar ég hlustaði á Guðrúnu Ebbu í gærkveldi komu minningarnar á færibandi upp í hugann og ég gat ekki hætt að hugsa um þær svaf illa í nótt og er alltaf að fá grátinn upp í hálsakotið mitt.

Guðrún Ebba hefur, er ég viss um liðið miklar kvalir í mörg ár þvílíkur karakter sem hún er þessi kona
ég vona að hún vinni sig eins mikið og hægt er út úr sínum málum, en eins og við vitum þá þarf að fara mörg hundruð metra eftir heilarásunum til að laða allt fram sem þar er falið og geymt.


Mun örugglega koma með framhald á mínum málum, svona eftir því hvað heilabúið mitt gefur mér minni um.

Kærleik til allra þeirra sem lent hafa í ofbeldi
af einhverjum toga, þau eru misjafnlega slæm,
en það sem hver og einn upplifir eru þeirra
kvalir sem engin getur dæmt.
Heart


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.