Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Mikill léttir

Sumum finnst það afar sérkennilegt að mér sé létt og sé hamingjusöm með þessar breytingar mínar, allavega að svo stöddu.

Nú erum við hér ég og englarnir mínir, búið að pakka öllu því sem ég ætla mér að eiga nema rúmunum sem við sofum í og auðvitað öllu sem á baðherberginu er, en það er sko býsna, svo fötin okkar, en þetta allt fer til Millu minnar á sunnudaginn, verðum við þar í 12 daga svo ökum við suður.

Léttirinn að vera búin að selja dót og mublur er ótrúlegur og Það var ekki erfitt fyrir mig að skilja að við sem búum í þeirri vídd sem jörðin er þurfum einnig að geta sleppt, sleppt því gamla og því sem ekki þjónar okkur lengur, engin tilgangur er með öllu því gamla sem við fasthéldum í og töldum okkur ekki gatað verið án.


Í dag á ég ekkert sem er frá öðrum heimilum eins og mömmu og pabba, ömmum eða öfum, enga skartgripi eða annað prjál sem aðrir hafa valið fyrir mig, mér finnst ég vera að endurfæðast er farin að hugsa öðruvísi, eins og veraldlegir hlutir skipta engu máli nema að þeir hafi tilgang, vinátta, kærleikur, gleði, ást, skilnings-rík samskipti er það sem gefur lífinu lit og við verðum að taka hvort öðru eins og við erum og bera virðingu fyrir skoðunum annarra.

Og endilega munið að lifa lífinu í gleði, að hafa gaman í og af lífinu, vera jákvæð þá er allt svo miklu auðveldara.

Á morgun tek ég úr sambandi tölvuna, símann, sjónvarpið verð bara með gemsann minn í vetur og að sjálfsögðu verð ég með tölvuna mína, hún verður tengd er suður ég kem, svona rétt undir mánaðarmót.

Kærleik og gleði til ykkar allra
Milla
Heart


Umhugsunarefni.

Já það er umhugsunarefni að sumir fæðast í þennan heim til að vera á sama stað allt sitt líf, en aðrir eru endalaust að breyta til, ekki að þeir ætli að breyta, það bara gerist. Þeir sem eru á sama stað hljóta að vera afar hamingjusamir í sínu lífi.

Ég hef reyndar alltaf verið hamingjusöm þar sem ég hef getað útbúið  hreiður fyrir mig og mína, en auðvitað hafa hreiðrin verið mis góð, er nú að tala um þetta vegna flutninga minna suður í Reykjanesbæ það er komið að þeim, dótið mitt fer um næstu helgi, ég og englarnir mínir verðum svo hjá Millu og förum suður í lok mánaðarins, það verður gott að vera þar í smá tíma og dúllast við ljósin mín þar

Dóra mín flaug suður í gær og ef ég þekki hana rétt þá verður allt spikk and span er við komum suður, en ég mun búa hjá þeim í vetur og njóta þess að vera með þeim og einnig elskunum mínum á Kópabrautinni, en þar á ég fjögur barnabörn.

Ástæðan fyrir þessu róti mínu núna er sú að húsið sem ég leigði seldist og þær voru fljótar að bjóða ömmu gömlu að vera hjá þeim í vetur ég tók því, síðan næsta haust eru þær farnar til Japans í framhaldsnám.


Ég mun taka ákvörðun um það í vetur hvar í framtíðinni ég ætla að búa er nefnilega komin á þann aldur að best verður að setja sig niður í geiranum fyrir heldri borgara þessa lands. Er ekki alltaf verið að byggja lúxus íbúðir fyrir okkur sem eru á lágu tekjunum mun örugglega taka eina slíka.

Má til að minnast á sem mér finnst vera afar sérkennilegt og það er minnið hjá fólki/karlmönnum já þeir eru svo afar fljótir að gleyma er viss mál bera á góma, þó ég hafi ekki verið mikið inn á bloggi eða facebook í sumar hef ég lesið og fylgst með og eigi hefur mér fundist þær úrlausnir vera fullnægjandi sem gerðar voru, en að sjálfsögðu þurfti eitthvað að gerast til að málið yrði ekki stærra, þeir vilja jú halda sínum stöðum þessir aumingjar.

Margir eru þeir ofbeldis-glæpamennirnir, og hugsið ykkur þá sem væla og skæla um að það sé búið að eyðileggja líf þeirra, halda þessir glæpamenn að alþjóð trúi þeim, nei og aftur nei því engin kona lýgur svona ógeði upp á sjálfan sig.

Jæja elskurnar þetta er nú bara brot að því sem er að brjótast um í hausnum á mér, það mun koma meira með haustinu.

Frið og gleði til ykkar allra
Milla


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband