Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Fyrir svefninn,

Gott fólk ég er bara alsæl eftir daginn, ég hef ekki
komið í búð hvað þá til Akureyrar síðan löngu fyrir jól.
Trúið þið þessu? varla, en þetta er satt.
fyrstu jólin á minni löngu ævi sem ég hef ekki komist
í búð fyrir jól, Gísli minn og dætur mínar sáu um þetta fyrir
mig og það gekk bara vel upp, en vitiðiLoLGrinSmileWizardInLoveW00t
Allt þetta og meira til gerðist í dag ég komst í búð við fórum
í Glerártorg og í Nettó þar heilsubúðina síða til elsku Ernu
minnar, ef það er einhver staður sem ég finn fyrir fullkominni
tengingu við heimili og fólk þá er það hjá Ernu minni og
þykir mér undurvænt um hana og hennar fólk.

Síðan vorum við samferða á Kaffi Karólínu til að hitta fólkið.
Mér finnst þetta alveg frábært það eru bloggarar, makar, börn
og öllum finnst jafn gaman, það er talað um allt mögulegt og
mikið gantast og hlegið.
Takk fyrir mig elskurnar mínar þið eruð yndisleg.
Nú fáið þið nokkrar myndir.

100_8013.jpg
Ekki veit ég hvað er í gangi þarna, en allavega er Ásgerður að
leggja áherslu á eitthvað og Dóra yptir bara öxlum

100_8015.jpg
Halli er þarna lengst til vinstri, sko ekki í tíkinni heldu á sófanum
Síðan kemur Finnur maður Ásgerðar, Anna Guðný og fyrirgefðu
þú elskan lengst til hægri, mam ekki hvað þú heitir.

100_8014.jpg
Eva dóttir Huld sem situr við hliðina á henni og svo Halli maður
Huld.

Ekki varð ég ánægð er ég fór yfir myndirnar sem voru teknar
því allar voru þær ónýtar, nema þessar sem eru inni.
bendi á síður hjá Huld og Önnu Guðnýu.

Góða nótt kæru vinir og takk hjartanlega fyrir skemmtilegan dag.
Milla
Heart Sleeping Heart

Vonandi búnar að byrgja sig upp á Akureyri.

Sko búðirnar, erum að koma. Ég hef ekki komið til Akureyrar
síðan í byrjun Des. og það er sko of mikið af því góða, en
svona er að vera á hækjunni er reyndar á henni enn mun
samt láta mig hafa það, ætla ekki að missa af öðrum hitting.

Sannleikurinn er nú samt sá að ég fékk grænt ljós hjá mínum
góða þjálfara, ég má fara, en verð bara að gera mér grein fyrir
því að það kostar mig verri verki næstu daga.
Skitt með það er að fara til að hafa það skemmtilegt og svo ef
ég er að drepast þá get ég hvílt mig hjá bestu stelpu í heimi
henni Ernu bloggvinkonu, en hún er nú meira en það því hún
og Dóra mín eru búnar að vera vinkonur í Uss ekki segja það,
svona 50 ár eða þannig.

Verð að drífa mig í sjæningu, uff allar eftir að fara í slíka.

Eigið góðan dag elskurnar mínar.
Milla og C/O
Heart


Fyrir svefninn.

Jæja fæ víst frið til að setja inn eina færslu þær eru ekki
komnar heim mæðgur, við vorum í mat heima hjá Millu
og útbjuggu þær saman pizzur, systur og þær ekki af verri
endanum, mikið á og vel sterkar.

Kaffi, kókósbollur og buff á eftir þið vitið svona sem maður
kaupir blandað í kassa, þvílíkur vibbi svo ég fékk mér bara kex.

Í dag fóru tvíburarnir og afi að ná í Aþenu Marey á leikskólann
og var hún mikið glöð er hún kom hér heim með þeim.
Þegar þær fóru allar að versla fengum við okkur kaffi og hún mjólk
og ristað brauð.

Nú eru mæðgur komnar heim með tilheyrandi látum.
Og Neró minn alveg æfur af gleði.

                 ************************



                 

              Gamall Húsgangur:

           Sjálfs manns höndin hollust er.
           Hér er sönnun fengin.
           Lekanda úr lófa sér
           liðið hefur enginn.


Hinn kunni hagyrðingur Jón Bergmann
orti af gefnu tilefni:

           Karlmenn þola skammaskúr,
           skvetti þeir í sig tári,
           en konur mega taka túr
           tólf sinnum á ári.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


Er leikritið ekki á enda?

Ég hefði haldið að Davíð væri búin að fá nóg og hefði haldið að
hann mundi nú bara slappa af með sinni konu, fara svo í eitthvað
sem skemmtilegt væri er tilbúin til þess hann væri.

Eða er það þannig að hann geti ekki hætt eins og sumum mönnum er
er tamt?


Hvort sem hann fer í framboð eða ekki þá hef ég alltaf sagt að
næsta ríkisstjórn verður Sjálfstæðið og Framsókn bíðum og sjáum.


mbl.is Davíð í framboð á Suðurlandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn. Æi, nei það er víst kominn morgunn.

Já það er svona að vaka fram eftir öllu maður verður hálf
ruglaðurTounge
Eins og ég sagði frá í gær eru mæðgur frá Laugum hjá ömmu
og afa núna. Dóra eldaði úrvals hammara í gær með frönskum,
ekki hef ég nú etið slíkt síðan síðastliðið sumar og smakkaðist
þetta afar vel.

Nú svo fengum við góða heimsókn frá norðanmanni sem býr
reyndar í Mosó, honum Einari Áskels bloggvini mínum.
Eins og allir vita er fólk hittist sem er á líkum basis, þá er bara gaman
Dóra mín hellti endalaust á könnuna mikið var spjallað og skipst á
skoðunum Einar er frábær strákur sem hefur áhuga á mannlífinu,
þannig að við höfðum um margt að spjalla.

Takk kærlega fyrir komuna Einar það var virkilega gaman að kynnast
þér og hlakka ég til að hitta fjölskylduna þína í sumar.

Í dag ætlum við bara að dóla okkur, allavega ætla ég ekki að gera
mikið, en þær mæðgur ætla að gera ymislegt fyrir þá gömlu, en
þær hafa nú góðan tíma til þess fara ekki aftur fyrr en á þriðjudag.

Eigiði góðan dag í dag kæru vinir.
Milla.
Heart


Pissað á útrásarvíkinga.

Hef nú ekki heyrt annan eins dónaskap.
Eru íslendingar virkilega svo dónalegir að þeir pissi
á fólk þó það séu bara myndir, en í pissuskálum á
herraklósettum einhvers skemmtistaðar í Reykjavík.

Hvað hafa menn út úr því og selur þessi heimska
fólki, kemur það á þennan stað?
Það er, er hann verður opnaður, sem er í bráð.

Ég mundi álíta að svona gjörningar kynntu undir
múgsefjun, blindfullir vanvitar, pissandi á þetta fólk
tautandi fyrir munni sér þú gerðir mig öreiga, þú ert
villidýr, pissa bara á þig, en hvað svo ef maðurinn
sem á í hlut mundi nú birtast, 'o my þá yrði nú fyrst
allt vitlaust.

Ef að við ætlum að fara að haga okkur svona lágkúrulega
þá erum við engu betri en þeir sem pissað var á það er
að segja ef hann er sekur.

Getum við sest í dómarasæti og dæmt einhverja menn
fyrir eitthvað sem við vitum ekki hvað er því við höfum
ekki hundsvit á því sem er að gerast.
Allavega hef ég það ekki á þessu stigi málsins, en þeir
mega svo gjarnan vita að engu er hægt að ljúga í mig
ég trúin engum, en þar til að sannast hefur, hvað og hver
þá eru við engu betri ef við högum okkur eins og skríll.

Eigið góðan dag
Milla


Fyrir svefninn.

Jæja þær eru komnar elsku englarnir mínir og þær fóru
aðeins að hitta ljósin mín áður en sú litla sofnar, þær eru
örugglega þreyttar eftir daginn, búnar að vera að maska
síðan í morgunn endaði á balli í Íþróttahúsinu undir kvöld.
Sælgætið hefur náttúrlega flætt ofan í pokana hjá börunum
svo núna eru þau bara í sykursjokki, bót í máli að í morgun
fengu þau pulsur og svala hjá norðlenska.
Svaka fjör á öllum vígstöðum.
það hljóta að koma myndir seinna.

Það er nú munur að vera barn í dag og fá allt þetta sælgæti,
og þó ég man nú hvað maður var lukkulegur með sína
öskupoka sem maður læddist til að hengja aftan í þá sem
fram hjá gengu, auðvitað þóttist fólk ekkert vita og við
flissuðum yfir því hvað við vorum klár.

Gaman að segja þessa, því bráðum eru kosningar.

Tíu ára gömul stúlka sem setið hafði og horft á svonefndar
hringborðsumræður kvöldið fyrir síðustu Alþingiskosningar
orti um það bil er umræðunum lauk:

               Og grátbólgnir karlar kalla
               " Æ kjósið þið mig.
               Því ég geri allt fyrir alla
               og allt fyrir þig".

Og kynni nú einhver að segja að bragð sé að þá barnið finni.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


Fjör í mínum bæ næstu daga.

Þær eru að koma mæðgur frá Laugum í langt helgarfrí,
afi er að sækja þær englana mína, síðan kemur Dóra á
morgun. 'Eg hlakka svo til því það er svo mikið líf í
kringum þær og svo kemur Ljósálfurinn minn og litla
ljósið yfir til okkar. Gaman gaman.

picture2_032.jpg

Þetta eru englarnir mínir Sigrún Lea og Guðrún Emilía.

2621780537_62f6bd46a2_1_800730.jpg

Og þetta eru Viktoría Ósk og Aþena Marey
Ljósin hennar ömmu sinnar.

Leyfið kærleikanum að flæða.


Hefði sko millifært þá strax.

Og svo aftur og aftur og engin hefur leifi til að fara inn
á reikning til að taka út peninga, en svo er þetta þannig
að þú skuldar alltaf tæknilegu mistökin.
Ég hefði nú samt viljað verða gjaldþrota fyrir 130 miljarða kr.

Svo er það afar hlægilegt, þegar talað er um tæknileg mistök
þetta heita á réttu máli mannleg mistök og við þurfum ætíð
að greiða þau sama hvað þau koma sér illa.

En af því að til eru útsmognir glæpamenn, þá var nú víst best
að láta peningana vera, annars hefði henni kannski verið kálað.


Óhuggulegur heimur sem við búum við í dag.




mbl.is Milljarðar birtust á reikningnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Dagurinn í dag er búin að vera nokkuð góður, dandalast
hefur gamla settið  svo sem að vanda.
Gísli minn fór aðeins í búð og til að ná í blaðið.
Snarlast var í dag, en í kvöld vorum við með steiktan karfa
í rúgmjöli blönduðu í hveiti, gljáð grænmeti með. Æði.
það er komið frekar leiðinlegt veður, en hvað með það?


Ég ætla að setja hér inn eitt eftir uppáhaldið mitt hann
Gústaf Froding.


                Gamalt formannsljóð.

          Vor gæfa er léttvæg, af gleðinni logið,
          menn gera ekki rétt það, sem skapað var bogið,
          en iðrunarstunur og amakvein
          bæta engin mein.

          Mitt yndi er lítið, en mótlætið mikið,
          í mannsöngva-gítarnum efnið var svikið,
          og hamingjufleytan er held á við laup.
          Róið hingað með staup!

          Svo forherði ég hjartað og flöskuna spenni
          og flýt gegnum svartnætti lífsins á henni,
          les bólrúnir mínar í botnsins dregg
          og brosi í skegg.

          því nú skal ei deila við dómarann lengur,
          en drekka upp í veilurnar, meðan það gengur,
          uns sálin nær höfn eftir hrakning og sút.
          Róið hingað með kút

Tel víst að Magnús Ásgeirsson hafi þýtt þetta ljóð eins og
svo mörg önnur eftir Gústaf Froding og fleiri.


Góða nótt kæru vinirHeartSleepingHeart

                 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband