Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Myndir af Japansförum

Þær eru búnar að senda mér tugi mynda,
sumar eru ekki góðar, þær senda þær í gegnum símann
svo ekki er von á góðu, en hér koma nokkrar

100808_1524~01englarnir

alltaf jafn glaðar þessir englar mínir

100805_1814~01fyrstu skórnir

Fyrstu skórnir sem keyptir voru, þeir eru æði

100807_1756~01Dóra mín

Dóra mín undir fiðrildateppi

100807_0001~01köflóttir

Þessir eru nú bara æði

100807_2000~01Þær í stuttb

mínar í stuttbuxum, gellurnar.

knús á línuna


Að eiga góðan vin.

Já að eiga góðan vin, hvað er það í í hverju er það fólgið, góð spurning, en getur einhver svarað því, jú jú allir geta svarað því hver fyrir sig.

Ég hef átt fáa ekta góða vini um ævina, en alveg fullt af kunningjum, góður vinur er bara ætíð þarna eins og klettur og ævilega er hægt að leita til hans því annars er hann ekki sannur vinur.

Nú það gerist náttúrlega hjá flestum að finna sér vin, sama á hvaða aldri maður er, ég eignaðist tvo eigin menn sem kunnu ekki að vera vinir mínir síðan einn vin sem var bara ekki að passa fyrir mig.

Málið er nefnilega það að ef ég mundi verða svo heppin að eignast vin mundi ég vilja að ég gæti talað við hann þegar ég vildi og að við hefðum það skemmtilegt saman, værum skotin í hvort öðru ástfangin af lífinu, færum saman á tónleika, út að borða, kaffihús, og bara allt sem okkur langaði til og eitt væri afar nauðsynlegt að við værum sammála um að elska fólkið okkar afar mikið því hjá mér eru börnin mín og barnabörn það besta sem ég á, en það er að sjálfsögðu öðruvísi ást heldur en á milli manns og konu.

Þarna er ég að tala um vinskap í sambandi og engum vini að álasa því ég er nefnilega líka vinur.

Í dag á ég engan vin, en ég á samt mína bestu vini sem ég hef alltaf átt og það eru börnin mín og barnabörn, ég kalla tengdabörnin mín líka börnin mín,vini og bræður mína og þeirra fólk og er ég afskaplega þakklát fyrir þau öll, þau eru öll yndisleg við mig. Börnin mín og barnabörn munu ætíð verða hæðst skrifuð í mínu lífi engin getur komið í staðin fyrir þau, en það væri samt gott að eiga vin sem tekur þátt í mínu lífi

Takk fyrir mig að sinni það kemur framhald síðar.
Kærleik til ykkar allra
Milla


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.