Bloggfærslur mánaðarins, september 2015

Einelti.

Það er mikið talað um einelti í dag, sem betur fer, elsku börnin sem verða fyrir einelti og þau sem eru gerendur eiga afar erfitt og það þarf að hjálpa báðum hópum eigi er þarft að tala um það sem allir vita en gott að rifja upp það sem betur má fara og í guðana bænum vaknið upp og sjáið hvað er að gerast í kringum ykkur.

Einelti gerist hjá öllum aldurshópum í vinnunni, skólanum,sambýlum, elliheimilum,matsölum húsa þar sem eldri borgarar leigja og svo mætti lengi telja.
Ég hef orðið fyrir einelti einnig hef ég orðið vitni að einelti við aðra og það á ljótan hátt, ég vona svo sannarlega að eineltið á mig sé hætt eftir þær aðgerðir sem ég viðhafði nú ef ekki þá er það lögvaldið sem fær málið í sínar hendur. það gildir nefnilega ekki það sama við börnin og eldra fólkið og það er erfitt að kenna gömlum hundi að setjast tala  nú ekki um þegar enginn kannast við neitt.

Við sem erum komin á efri ár eigum að vera kurteis og glöð með að hafa félagsskap af hvort öðru, en sumir hafa allt á hornum sér á meðan aðrir eru bara síkátir með lífið eins og það er hverju sinni.

Vona að það leysist úr þessu  öllu saman.
Kærleik á línuna


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband