Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Ekkert réttlæti

Að sjálfsögðu ekki  því þeir sem ráða vilja ráða meiru og fá meira vald hvað sem það kostar og þá er ég ekki bara að meina slátrunina í Sýrlandi, hún er víðar og í mörgum skilningi versta við þetta er að alþjóðasamfélagið tekur þátt í þessu öll með afskiptaleysi sínu, finnst alheiminum bara allt í lagi að drepa fólk eins og um kanínur væri að ræða, held það bara, allavega gerir samfélagið ekki neitt nema að kjafta um allan ósómann sem viðhefstWhistlingþað er svo gaman við eldhúsborðið.

Tökum barnanýð sem fram hefur farið í tuga ára hjá skátum í Ameríku, auðvitað opnaðist það mál vegna þess að einhverjum varð ljóst að það er í lagi að segja frá og haldiði að nokkur staður á þessari jörð sé undanskilin frá þessum viðbjóði Nei.W00t það hefur nefnilega lítið sem ekkert verið gert í svona málum.

Hugsið ykkur hvað allir eru búnir að vera vondir við Fyrrverandi forseta Frakklands, það er komið í ljós eftir hans sögn að hann er sárasaklaus af því að hafa átt kynmök við stúlku undir lögaldri, alþjóðasamfélagið verður víst að byðja hann fyrirgefningar eða hvað haldið þið, kallast það ekki réttlætiDevil

 kennari úti í heimi klippti hárið af tveim stúlkum sem neituðu að bera slæðu að sið Múslima, hræðilegur glæpur; " kennarinn var að sjálfsögðu í sínum fulla rétti"Angry


Flestum er sama hvað verður um allt það fólk sem verður fyrir óréttlæti, gleyma því strax, en hugsið ykkur hvað væri hægt að gera með samstöðu alheimsins, hætta allri græðgi, valdabaráttu og ómennsku í alla staði.

Svo eru það jólin sem eru komin í helstu verslanir og landinn fer á flug, allt er svo fallegt og freistandi, en allmarga vantar peninga til að kaupa alla þessa dýrð.

Góða helgi til ykkar allra
Heart


mbl.is 23 börn létust í sprengjuárásum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margir verða dauðir eftir fjögur ár

Hef nú ekki heyrt það betra, heldur þetta fólk í öllum þessum nefndum sem settar eru á laggirnar að við skattborgarar þessa lands séu vitleysingar sem segja: " Vá hvað þetta er flott, þetta fólk er yndisleg, það skilur svo vel að við erum að svelta í hel, eigum ekkert heimili, ekki fyrir lyfjum, getum aldrei farið í leikhús (enda eru þau bara fyrir yfirstéttina) aldrei gefið barnabörnunum gjafir, aldrei keypt okkur föt, skó eða annað sem nauðsynlegt er að hafa til að lifa mannsæmandi lífi, hvað skildu þau kalla mannsæmandi líf ætli þau gætu lifað af  mínum ellilaunum sem eru 174.000 á mánuði held ekki  þau væru orðin blönk eftir viku.

Ef við lífeyrisþegar ætlum að gera eitthvað þá er það fyrir peninga sem einhver lumar að okkur og okkur finnst það ömurlegt ástand.

Var nú búin að ákveða að skrifa aldrei um pólitík, en þetta er víst mín pólitík svo ég viðra þetta aðeins, vona bara að þetta fj...... fólk sem heldur að það sé að gera rétta hluti og sé æðra en við fari að sjá hvað er búið að gera öllu fólki í þessu annars yndislega landi.

Góðar stundir


mbl.is Skerðingar lækkaðar á 4 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.