Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Kemur allt með kalda vatninu

Byrjaði daginn eins og vanalega á sjæningunni, nú datt svo inn í að fara í gegnum pappíra og allskonar dót gekk frá öllu á sinn stað. Milla kom í hádeginu í smá spjall, er hún fór datt mér í hug að athuga hvernig mér gengi nú að labba upp í bíl og koma öllu fyrir sem á að vera þar ætlaði svo sem ekki að fara neitt, en er ég var sest inn þá var nú alveg nauðsynlegt að fara einn rúnt um bæinn, það var ljúft eftir að hafa eigi ekið í einar 5 vikur, Neró var sérlega ánægður, auðvitað kemur heilsan og krafturinn með kalda vatninu því vatnið er allra meina bót.

Nú er ég var í tiltektinni fann ég gamalt og gulnað blað með afar fallegu ljóði á, læt það fljóta hér með, veit ekki hvað það heitir eða eftir hvern það er.


Hún amma mín er mamma hennar mömmu
Mamma er það besta sem ég á
gaman væri að gleðja hana ömmu
og gleði bros á vörum hennar sjá
í rökkrinu hún amma segir mér sögur
svæfir mig er dimma tekur nótt
syngur við mig sálma og kvæði fögur
sofna ég þá bæði sætt, vært og rótt.

Kærleik á línuna. Milla


Aðventan er byrjuð

Í dag byrjar Aðventan, ég elska hana með öllu því skemmtilega sem hún býður upp á, á föstudaginn tók ég dagskrá aðventu og jóla sem er gefin út fyrir ábúendur Norðurþings, í henni eru allir viðburðir sem tilkoma í þessum mánuði allt frá því sem gerist í skólanum, tónlistarskólanum,  Kirkjunni, verkalýðsfélaginu, Rauða krossinum, verslunum bæjarins, veitingahúsum og öldurhúsum, örugglega gleymi ég einhverju, en veit bara að það er frábært að hafa svona handbók á eldhúsborðinu.

Auðvita minna ljósin mín mig á hvað er um að vera í skólanum eigi má ég missa af því, nú svo förum við á Frostrósir sem verða í Ýdölum og svo margt fleira sem ég ætla mér að gera.

Í gærkveldi komu þau í mat Milla, Ingimar og ljósin mín, ég tók myndir sem ég verð að sýna ykkur.

Höfðabrekka 29 030

Litla ljósið mitt er búin að missa báðar framtennur og er svo glöð með það

Höfðabrekka 29 031

Höfðabrekka 29 032

Ljósálfurinn og litla ljósið. Þær eru yndislegar.

Höfðabrekka 29 033

Þegar fer að kvölda fer Neró upp í rúm og passar ömmu sæng
þar til ég kem upp í færir sig þá yfir á teppið sitt, en hann mjakar
sér nú ætíð að mér þessi tryggi vinur minn.

Höfðabrekka 29 034

Flotta ömmustelpa

Höfðabrekka 29 035

Höfðabrekka 29 029

búin að kveikja á Aðventuljósunum.

Njótið Aðventunnar kæru vinir
HeartHaloHeart


Nokkrar myndir

Hér koma nokkrar myndir af heimilinu mínu

hof_abrekka_29_028.jpg

Ljósin mín og englarnir gáfu mér þennan myndahanka og að
sjálfsögðu átti ég að setja myndir af þeim í hann

hof_abrekka_29_012.jpg

Hluti af eldhúsinu mínu

hof_abrekka_29_006.jpg

Annar hluti af eldhúsinu

hof_abrekka_29_020.jpg

Borðkrókurinn á bara eftir að fá mér eldhúsborð

hof_abrekka_29_019.jpg

Baðið er bara stórt og gott og nóg af skápum

hof_abrekka_29_021.jpg

Stofan sem er afar notaleg

hof_abrekka_29_022.jpg

Einnig stofan

hof_abrekka_29_025.jpg

Börnin voru að skreyta


hof_abrekka_29_024.jpg

Hurðin út á pallinn

hof_abrekka_29_027.jpg

Tölvuverið mitt

hof_abrekka_29_005.jpg

Svo er gestaherbergið, en litla ljósið mitt telur sig eiga það
enda sést það á Barby gardínunum sem mamma hennar fann
upp í skáp hjá sér, þær mega hanga fyrir þau verða nú að fá
að ráða einhverju.
Nú svo er einnig svefnherbergi, búr, vaskahús, stór gangur og
fremri forstofa með stórum skápum, elska svona skápa sem hægt
er að hengja upp flíkurnar nú bílskúr og herbergi á neðri hæð sem er
ekki innangengt og ég nota ekki neitt.

Í þessu húsi er afar góður andi og yndislegt að vera hér.

Skil ekki alveg af hverju myndirnar líta út fyrir að vera gamlar, var
nefnilega að fá myndavél í afmælisgjöf um daginn og er ekki alveg
búin að gefa mér tíma til að skoða leiðarvísinn ofan í kjölinn.

Kærleik til ykkar allra kæru vinir
Heart

 


ÞAÐ KOM AÐ ÞVÍ.

Já það kom að því að ég þurfti húshjálp, búin að vita það lengi var bara að bíða þar til ég væri búin, með hjálp barnanna minna að koma mér fyrir, það er að miklu leiti komið í höfn.

Talaði við frábæra konu um daginn sem sér um þessi mál hér, svo í morgun kom yndisleg kona sem mun sinna því sem þarf að gera, mun hún koma á tveggja vikna fresti, við byrjuðum á að tala saman um hina ýmsu hluti og svo fór hún í að taka gólfin, sem var möstið í dag svo munum við spila eftir hendinni hvað þarf að gera hverju sinni.

Ég var náttúrlega búin að dúllast í því sem ég get gert undafarna daga svo núna er allt svo fínt hjá mér. Ég var nú hálf hrædd um að stjórnsemin kæmi upp í mér, en hún sagði mér bara að setjast niður og slappa af, ég fór í tölvuna og fannst þetta bara þægilegt, ekki líkt mér, að mínu mati að setjast niður og gera ekki neitt, en einhvertímann er allt fyrst.

Fyrir löngu síðan ákvað ég að aldrei skyldi ég liggja upp á börnunum mínum með þrif á mínu heimili minnug þess hvernig hún mamma mín var, sko er við komum í heimsókn var ævilega tilbúin listi yfir það sem við áttum að gera, vægast sagt afar þreytandi til lengdar.

Auðvitað veit ég að alltaf verður það eitthvað sem ég þarf að kvabba á þeim með og sem betur fer á ég yndisleg börn sem eigi telja það eftir sér að hjálpa upp á þá gömlu, nú er ég verð orðin afar slæm þá fer ég bara á elliheimilið, mér skilst að þar sé mesta fjörið.

Allavega hef ég það gott í dag og hlakka mikið til jólanna, er búin að koma gluggunum í jólaskapið, svo verð ég búin að skreyta allt fyrir jólin í byrjun des og vonandi búin að ná fullri orku um jólin.

Kærleik á línuna
Milla
Heart

Á ég að hlæja eða?

Mér er að sjálfsögðu ekki hlátur í huga, en samt er hægt að líkja ríkisstjórninni við smábarn sem spennir bogann eins mikið og hægt er til að ná fram sínu, en um leið og þú sýnir barninu mörkin þá lætur það sig, munurinn á barninu og ríkisstjórninni er að barnið getur ekki tjáð sig nema með öskrum, en ríkisstjórnin kann að tala þó eigi gáfulegt sé á stundum.

Ekki vantar að sumir hafi góðan talanda og halda að fólk hlusti og trúi endalaust og það sem verra er hafi ekkert minni. Merkilegt að allt í einu núna er smuga á að setja inn fjáraukalög vegna þessara og annarra ástæðna sem komu betur út en á horfðist, merkilegt, en einhverju sinni taldi ég að þessir menn kynnu að reikna, en er að sjálfsögðu löngu hætt að halda það.

Dettur stundum í hug Tommi og Jenni, Tommi er afar heimskur, heldur alltaf að hann geti náð Jenna á sinn disk, en Jenni er bráðgáfaður og sér við Tomma allar götur, endalaust hlæjum við að þessari teiknimynd, þess vegna er mér stundum hlátur í huga því að sjálfsögðu erum við Jenni og ríkisstjórnin Tommi.

Ætli það sé lenska ríkisstjórnarinnar að tala ætíð við okkur íbúa þessa lands eins og við séum fávitar sem beri enga virðingu að öðlast eins og að allt sé upp á borðinu, sagður sé sannleikurinn í einu og öllu og að starfsmenn ríkisins komi fram við okkur af virðingu og mennsku, þessu fólki ber að hafa í huga að við borgum laun þeirra.


Ég verð nú bara að segja að ég ákvað á sínum tíma að gefa þessari ríkisstjórn tækifæri  í hjarta mínu og treysta, en það traust er löngu uppurið og segi bara burt með þetta fólk sem er ekki starfi sínu vaxið, er maður ekki kann eitthvað þá á maður að falast eftir hjálp eða segja af sér.

Góðar stundir


mbl.is Fjáraukalög rædd í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takið eftir bræður mínir kæru.

Þetta var nú bara alveg frábært, nú er sannað það sem ég er búin að tala um við þá bræður mína fjóra, ég er gáfaðri en þeir þessar elskur, sættið ykkur við þetta strákar.

Annars finnast mér þessar ransóknir afar hæpnar, það voru bara karlmenn sem voru rannsakaðir, og ekki eru það alltaf þeir sem eru elstir í hópnum ég er til dæmis elst í mínum hóp og á 4 vel gefna bræður, en hjálpaði þeim aldrei að læra heima kannski eins gott því eigi nennti ég því sjálf á þessum árum, rétt að ég nennti að vera í skóla jú ég lærði það sem ég hafði áhuga fyrir, en kemur leti nokkuð greindavísitölu við?

Mest hef ég þroskast og lært í gegnum lífið og svo að hjálpa barnabörnunum við þeirra nám og áhugaefni.


mbl.is Elsta systkinið gáfaðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem kemur upp í hugann ll.

Það er svo gott að láta hugann reika og hugsa um lífið og tilveruna. þegar ég sé bruna í fréttum kemur upp í hugann bruni einn sem snart mig djúpt, held ég hafi verið að gera mömmu pirraða með öllum mínum spurningum, allt þurfti ég að hafa á tæru og þarf enn, ekkert í lausu lofti á mínum bæ, já þessi bruni átti sér stað rétt hjá okkur, það var hræðilegur reykur 0g mikill eldur, allir karlmenn í götunni hlupu til að hjálpa brunabíllinn kom en ekki var ráðið við neitt, húsið brann til kaldra kola á svipstundu fjölskyldan komst út á náttfötunum, þau björguðust, en misstu allt sitt. Þetta var pínulítið timburhús.

Pabbi kom heim með fjölskylduna mamma gaf að borða og hlúði að þeim eins og hægt var síðan kom einhver og náði í þau.

Mér dettur oft í hug er ég sé græðgina og flottræfilsháttinn í fólki í dag að það hefði þurft að lifa svona tíma þar sem fátæktin var afar mikil, engar tryggingar, engin greiðslukort, engin vinna og ekki fór fólk í banka til að fá lán, hefði ekki fengið lán því það var nú ekki það sama að vera Jón og séra Jón og svona er þetta að verða aftur.

Gleymi aldrei gamlárskvöldinu sem gerði mig hrædda við þetta kvöld um alla eilífð. Það var veisla að vanda því mamma mín á afmæli 31/12 matur kl. 18 og stíft var veitt af góðum mjöð, dansað og sungið fram undir miðnætti þá voru nú teknir fram flugeldarnir settir í flöskur ( nóg var að þeim) síðan kveiktu ofurhugarnir ( sem varla stóðu í lappirnar) með vindlunum sínum í kveikjuþræðinum, en ekki tókst það alltaf, þá var farið aftur, þá lenti pabbi minn í því að fá flugeld á sig og svo skaust hún um allan garð í staðin fyrir að skjótast upp í loft, ég varð svo hrædd um elsku pabba minn að ég er ekki ennþá laus við hræðsluna og þoli ekki Gamlárskvöld.

Kærleik til ykkar allra
Milla
Heart

 

 


Maður fyllist gleði.

Já ég fyllist allavega gleði er ég fæ í heimsókn ljósin mín og Millu mína, þær komu í dag til að setja bækur á sinn stað ásamt mörgu öðru smá sem átti eftir að koma fyrir. Litla ljósið mitt byrjaði á að kveikja á nokkrum kertum og svo var hafist handa, er það var búið sem áætlað var að gera í dag fengum við okkur að borða, svo ætluðu ljósin á skíði.

Myndir af þessum elskum.

ljosin_001.jpg

Viktoría Ósk að taka upp bækur

ljosin_002.jpg

Aþena Marey mín hún átti nú að brosa stórt svo sæist að hún er
búin að missa eina framtönn, en setti tunguna fram í staðin
Milla mín með henni

3_new.jpg

Svo verð ég að setja þessa inn hún birtist í mogganum í morgun
og er af tvíburunum mínum á tjörninni í Reykjavík.

Knús í öll hús


Það sem kemur upp í hugann

Þegar ég er ein að hlusta á mína tónlist reikar hugurinn í allar áttir og mér líður afar vel. Í gær var ég í ýmsu smádútli, Milla og Ingimar komu í hádegissnarl, áður en þau fóru tók Ingimar inn restina af dótinu úr bílskúrnum, þar á meðal var jólaskrautið og hugurinn reikaði aftur í tímann.

Man svo vel eftir þessum jólum, held að það sé vegna þess að hann Ingvar elsku frændi minn sem bjó hjá okkur var á Tröllafoss og nýkominn frá hinni stóru Ameríku þar sem allt fékkst, hann kom með epli, appelsínur, sælgæti og allar jólagjafirnar handa okkur, man samt best eftir eplalyktinni hún var mögnuð um allt hús, í dag kaupir maður bara kerti með eplailm og er alsæll því lítil er lyktin af eplunum í dag.

Nú ég fékk að taka þátt í jólaundirbúning með mömmu og Ellen sem var dönsk húshjálp, en var okkur systkinunum sem besta móðir og vinkona, bakaðar voru smákökur í stórum stíl, randalínur og annað góðgæti, smákökurnar voru mikil freisting fyrir okkur Ingvar frænda og mættumst við oft í búrskápnum á kvöldin til að næla okkur í nokkrar kökur, verst var að mamma hafði andvara á sér og kallaði oft fram og spurði hvað við værum að gera, nú við vorum að fá okkur vatn að drekka eða einhverja álíka afsökun bárum við fram.

Þá var við lýði að taka allt og þvo, strauja, stífa svo ég tali nú ekki um veggi og gólf, skipt var á rúmum á aðfangadagsmorgun allir í bað og svo í sparifötin klukkan 5 sátum svo eins og myndastyttur þar til mamma opnaði inn í stofurnar kl 6 og tendraði jólatréð.

Man hvað við voru óþolinmóð eftir að fá að opna pakkana, en fyrst þurfti að borða það var forréttur, síðan rjúpurnar sem tók pabba og Ingvar frænda heila eilífð að borða því þeir þurftu sko að sjúga beinin vel áður en þeir fengu sér bringurnar á diskinn með öllu tilheyrandi, eftirrétturinn kom síðan þá var eftir að bera allt fram vaska upp hella á kaffi þá var hægt að setjast niður  til að opna pakkana.

Síðan voru endalaus jólaboð, böll og annað skemmtilegt fram að gamlárskvöldi.

Ég elskaði þessi jól, en mikið elska ég líka jólin í dag, ekkert verið að stressa sig á hreingerningum upp um alla veggi, bakað í lámarki, jóladagur orðin náttfatadagur, eldaður mikill og góður matur sem hægt er að fá sér af er maður vill, lesið, spilað, hlustað á tónlist og spjallað, ekkert stress bara yndislega gaman.

Eitt er sem við skulum ekki gleyma og það er að hlú að þeim sem minna mega sín því þeir eru margir í dag rétt eins og er ég var smástelpa á árunum eftir stríð. Munurinn á þessum árum er sá að í þá daga gerðu fáir eitthvað til að bjarga ástandinu menn fóru á morgnana niður á bryggju til að  vita hvort einhverja uppskipunarvinnu væri að hafa oft þurftu margir frá að hverfa og það var engin björg í boði önnur en að bjarga sér sjálfur, en þá voru kröfurnar ekki eins miklar og þær eru í dag.

Ég veit að það er afar erfitt hjá mörgum, en reynum að vera glöð og þakklát við eigum allavega hvort annað , það er engin skömm að vera fátækur.

Kærleik til ykkar allra
Milla
Heart


Halló lesið þetta.

HJÁLP, TALIÐ UM ÞETTA!

Lesið þessa grein: http://www.dv.is/frettir/2010/11/11/domsmalaraduneytid-hotar-ad-senda-3-born-ur-landi/

Þetta er Hjördís, systir Röggu tengdó, hún er yndisleg og stelpurnar hennar þrjár sem talað er um í þessari grein líka. Þær eiga heima hérna hjá mömmu sinni, bróður og allri fjölskyldunni, litlu stelpurnar, Emma, Matilda og Mía. Ekki í Danmörku þar sem pabbi þeirra býr. Dómsmálaráðuneytið vill koma þeim til föður síns, sem er danskur. ATH. íslenska Dómsmálaráðuneytið.... þetta er mjööööög sorglegt!!

Hjördís er mesta hetjan sem ég þekki!

Látið þetta berast,

ást,

Róslín

Tek undir þetta með þér Rósin mín, ömurleg lög og
ekkert mannúðlegt í þeim.

Kveðjur
Milla


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband