Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Hugleiðingar mínar.

Konur hafa í auknu mæli hringt í Kvenathvarfið í Reykjavík,
vegna ofbeldis af hálfu eiginmanna og sambýlismanna.
Tengja þær það við álag vegna efnahagsþrenginga.
Þær eru að búa sig undir aukna aðsókn í athvarfið það
gerist ætíð við þannig aðstæður.

Það er þá líklegast í augum og huga þessara manna bara
sjálfsagt að lemja konur sínar og jafnvel börn fyrir
efnahagsástandið.
Sem sagt þeim að kenna.

Lagið væri kannski að smala þessum fjölskyldum niður á Austurvöll
leifa þeim að komast upp með það þar að lemja og svívirða konu
og börn fyrir framan Alþingi, þá mundu kannski ráðamenn þjóðarinnar
sjá hvað það er vita vitlaust að axla eigi ábyrgð og bara kenna
öðrum um vandamálin.

Nei það mundu þessir menn aldrei samþykkja því þeir gera þennan
viðbjóð í felum, engin má fá að vita að þeir fremji þann glæp að
lúskra á konum sínum.

Sko þeir eru nú annars svo góðir menn.
þetta er fræg setning.


Það er sami feluleikurinn í ráðamönnum þessa lands.
Engin má vita neitt, okkur kemur þetta víst ekkert við.

Hvorutveggja jafn mikil lítilsvirðing.



Stjórn IMF mun fjalla um landið okkar Ísland 5 nóv.

Fróðlegt verður að vita í hvaða dilkaflokk við verðum dregin,
það hlýtur að verða góður flokkur þar sem við erum fremstir í öllu
meira að segja í því að verða fyrst hinna vestrænu þjóða til að þyggja
aðstoð hjá IMF. VÁ! Hvað þurfum við eiginlega mikinn pening til að bjarga
þessum mönnum út úr soranum og hvað verðum við lengi að borga þetta allt.

Það hlýtur að vara í tuga ára með tilliti til þess að allir eru að missa vinnuna
vegna aðgerðaleysis og seinagangs.
Ekki kemur mikið í ríkiskassann ef fólk hefur eigi vinnu.

Annað sem er eigi gott, tel ég að um landflótta verði að ræða
það lifir ekki af loftinu þó hreint sé.

Bara aðeins ein gleðileg frétt, eru þær sjálfsagt margar fleiri,
en stórglæsilega stóðu þeir sig Ólimpíu-farar í matargerð
tvö gull og eitt silfur.
Til hamingju öll í landsliðinu.

Svo er það auðvitað jákvætt hvað margir eru bara í Pollýönnuleik
þessa daganna.


Verið góð við hvort annað kæru landsmenn.
Knús Milla
.


Fyrir svefninn.

Fór til læknisins í morgun og var hann bara ánægður og ég líka
Því ég hafði lést um 1 kg en var búin að þyngjast fyrir sunnan
eins og ég talaði um hér um daginn, allt undir kontóról.

Um Hálf þrjú hringdi Milla mín og sagði að það væri ein lítil á leiðinni,
er hún kom var hún með skúffuköku 3 bita og ætlaði að halda veislu
fyrir ömmu og afa sem hún og gerði.
Síðan var horft á mynd. Um 4 leitið þurfti ég að fara með föt sem
Dóra mín var að gefa í kynlega kvisti, litla ljósið kom með og
fékk náttúrlega ís í sjoppunni. Síðan fór hún að hjálpa til í búðinni
á meðan amma fékk sér kaffi og keypti eitt st. hvíta gólfhillu,
vantaði svo í svefnherbergið, hún kostaði 1000 kr.

Nú er við komum heim fór ég að elda matinn og borðuðum við síðan
Fisk, kartöflur og grænmeti, gufusoðið.
Ingimar kom að sækja litla ljósið um átta leitið við fengum okkur kaffi
saman, Milla var nefnilega að útbúa veislu fyrir kunningjakonu sína.

Einstaklega góður dagur það er ævilega er þau eru í heimsókn
þessir englar mínir.

                 BROS

      Við erum alltaf að brosa
      að brosa
      með sjálfum okkur.

      Skáldið brosti
      með sjálfu sér
      þegar það las
      ljóðið sitt.

      Málarinn brosti
      með sjálfum sér
      þegar hann horfði á
      myndina sína.

      Konan brosti
      með sjálfum sér
      þegar hún hlaut
      hæsta vinninginn.

      Hvers vegna brosum
      við ekki
      með hvort öðru?
              Jenna Jensdóttir.

                                     Góða nótt
.HeartSleepingHeart


Detta nú ekki af mér allar dauðar.

Sigurður Kári Kristjánsson.

 

Niðurskurður en ekki skattahækkanir.

Niðurskurður á útgjöldum ríkisins eru vænlegri leið en skattahækkanir
til að bregðast við efnahagskreppunni, sagði Sigurður Kári Kristjánsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í dag.

Tók hann sem dæmi að fækka þyrfti ráðuneytum og undirstofnunum
þeirra, láta launakjör og önnur fríðindi opinberra starfsamanna taka
mið af ástandinu og fresta framkvæmdum á borð við borun jarðganga
og byggingu hátæknisjúkrahúss.
Þingmenn sem ráðið hefðu aðstoðarmenn þyrftu að sjá á bak þeim.


Sigurður Kári sagði einnig að endurskipuleggja þyrfti
utanríkisþjónustuna í heild.
Ríki sem þyrfti aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gæti varla
staðið í því að veita þróunaraðstoð

þurfti ég nú að nudda augu og eyru, sá ég og heyrði rétt,
er þetta sjálfstæðismaður sem talar, jú það var víst rétt.

Skildi maðurinn vera að hugsa sér til hreyfings? Nei varla, en þá
er hann örugglega að reyna að hala inn atkvæði og leggja gott
orð inn fyrir flokkinn. Hann fær ekkert fyrir það hvorki hjá
flokksbræðrum eða kjósendum.
Of seint vinur.


mbl.is Niðurskurður en ekki skattar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öllu er nú hægt að nafn gefa,

Víkurfréttir/elg

// Innlent | mbl.is | 29.10.2008 | 19:53

Dularfullur hringur yfir Reykjanesbæ


Dularfullur reykhringur birtist í dag yfir Reykjanesbæ og olli furðu
vegafarenda. Hringurinn birtist yfir vallarsvæðinu og var nokkuð stór.

Á vef Víkurfrétta kemur fram að það hafi komið í ljós uppruna hringsins
megi rekja til æfingasvæðis sérsveitarinnar innan öryggissvæðisins
á Keflavíkurflugvelli. Þar hafi eitthvað verið sprengt og reykurinn síðan
stigið upp til himins.

                            **********************

 

Auðvitað er þetta útskýrt á þann hátt sem menn best kunna,  en þetta
eru bara geimverur í sínu skipi. Hafið þið ekki heyrt eða séð öll ljósin
sem hafa birts fólki undanfarið. Það hafa verið heilu ljósasýningarnar,
svo að eigi hefur fyrir þá sem augum það litu verið annað en undraverk
á ferð.
Nú ef þetta eru ekki geimverur, þá að sjálfsögðu eitthvað sem við getum
eigi útskýrt og höfum enga þekkingu á eins og með svo margt annað.
Hugsið þið ykkur hvað við eigum mikið ólært um alheiminn, sjávarbotninn,
og bara jörðina, en svo satt er það að þann dag sem við vitum allt,
þá er ekkert gaman lengur.
                             Eigið góðan dag í vangaveltum.

 


mbl.is Dularfullur hringur yfir Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugarástand.

Það er merkilegt þetta hugarástand.
Ég fór snemma að sofa í gærkveldi, því að ég þurfti að vakna árla
í morgunn eða kl 6.
Viti menn vaknaði um 2 í nótt og var andvaka, fór að hugsa um
allt sem er að gerast þessa daganna bæði í heimsmálunum og
hér heima fyrir.

Það sem er það gleðilegasta við að vakna á morgnanna, fyrir utan
að vakna og vera sæmilega heil og biðja góðan guð að blessa mig og
alla mína, það er tilhlökkunin að komast í tölvuna
og lesa kommentin ykkur kæru bloggvinir, við fyrir svefninn.
Þau ilja mér um hjartaræturnar.

Eitt af því versta sem ég veit er þegar fólk lifir ekki í lífinu með öðrum
heldur hefur sínar einstrengilegu skoðanir alveg sama á hverju gengur.
fólk sem þetta, á örugglega afar erfitt, kannski fáa vini, en það finnur
líklegast eigi fyrir því, það er svo upptekið af eigin egói.

              *********************************

Ég er ansi hrædd um að fólk reyni að vera ofurduglegt í því að standa sig
barnanna vegna og bara allra svo á endanum springur allt því einhvern tímann
þarf fólk að pústra út.

Tel að það sé bara allt í lagi og jafnvel nauðsynlegt að útskýra vel fyrir
börnunum hvað er að gerast þá er allt miklu léttara bæði fyrir foreldra og þau
sjálf. Það er nefnilega þannig að er spennan er orðin mikil í börnunum, og þau
hreinlega vita eigi af hverju þeim lýður illa þá fara vandamálin að koma upp
á skólalóðunum og í öllum leik.

Eineltið og ótuktaskapurinn  eykst og þau jafnvel gera sér enga grein fyrir
því sem þau eru að gera.
Því öll börn vilja vera góð. Hjálpum þeim til þess með því að tala opinskátt
við þau um þessi mál og af virðingu.

                   ***************************************

Nú ég dottaði svona undir morgunn, en það er í lagi því ég get lagt mig er ég vill
er ekki að vinna og á engin lítil börn sem ég þarf að sinna.
Nú ef að ljósin mín koma þá er það eigi fyrr en eftir hádegi.

Eigið góðan dag í dag
Milla
Heart


Fyrir svefninn.

Alltaf uppgötvar maður eitthvað nýtt, sem betur fer því annars
væri nú lífið eigi skemmtilegt.
Þær englarnir mínir fóru heim í dag, það er búið að vera ljúft að hafa
þær þessar elskur, ætíð er skrafað og kafað í bæði landsmál og annað
sem þær vilja koma á framfæri.

Áður en Gísli minn ók þeim heim fór hann með mig í vinnuna, það var að
vanda afar skemmtilegt. Kom heim klukkan 4. og fórum við gamli minn
í Kaskó, hann hljóp inn að kaupa fyrir mig AB mjólk.

Komst að því að til er fólk sem vill ráða þó það þurfi eigi, geti eigi,
hafi ekki vit á, bara jafnvel til að það geti sagt að það hafi komið
með þetta eða hitt upp á borðið.
Best að koma ekki nálægt svoleiðis fólki.

          En ég held samt áfram.

Veit ekki hvenær ég hóf þessa ferð
né hvaðan var lagt af stað.
Og óljóst er fleira því ekki mig grunar
hvar aka ég muni í hlað.

Læðist um hugann ljúfsár minning
líkt og mig hafi dreymt.
Eins og í leiðslu áfram held ég
erindið löngu gleymt.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson
Frá Vaðbrekku.
                                    Góða nót
tHeartSleepingHeart


Hugleiðingar mínar yfir svo margt.

 Góðan daginn allir landsmenn.
Mikið var ég glöð er ég leit það augum að eigi mætti blogga
um þann sorglega atburð sem gerðist í smáíbúðarhverfinu í
gær.
Sendi ég ljós og bænir til alls þessa fólks og sérstaklega mun
ég biðja fyrir ungmennum þeim sem í þessu lentu.


Það er oft búið að taka á í sálartetri hennar Rögnu móður hennar
Ellu Dísar sem er búin að vera ofarlega í hugum okkar allra sem
látum svona mál okkur varða.
Það keyrir nú bara hreint um þverbak.
fyrir  löngu síðan fór Ragna í Glitni og keypti dollara fyrir rúmar
5 miljónir sem urðu 51/2 miljón vegna slæmrar stöðu gengis.
Þetta var lokagreiðsla hennar til spítalans í Bandaríkjunum.

Þó nokkru seinna er hringt og hún rukkuð um greiðsluna,
svo hún fer í Glitni og þá hafði þessi greiðsla sem þeir tóku að
sér að senda út ekki farið, þeir endurgreiddu Rögnu 51/2 miljón
en í dag kosta þessir dollarar 6 miljónir.
þeir hafa af henni hálfa miljón vegna sinnar eigin vanrækslu.
Ansi er ég nú hrædd um að það heyrist hljóð úr horni margra
ef þeir eigi lagfæra þetta.

              Frelsið.


Mitt ljóð er ekki um vorið né haustið
hinn ljóðræna tíma og saknaðar,
mitt ljóð er ekki um konur ungar og fagrar
og albúnar til ásta,
mitt ljóð er ekki um hesta horaða eða feita
og fegurri en málverk eftir Kjarval

mitt ljóð er um frelsið í landi mínu
ekki frelsi meðal framandi þjóða
í Víetnam eða Bandaríkjunum
í Rússlandi eða Kína
heldur frelsi vina minna

Þeirra sem þora að tala
þeirra sem trúa á hamingjuna
þeirra sem vinna við þorskinn
þeirra sem spenna greipar í bæn
þeirra sem eru ofsóttir vegna skoðana sinna.

Fyrir þennan söfnuð, yrki ég ljóð
þegar fræðimenn hrópa háðsyrði
Háskólinn hótar hengingu
ellegar pólitíkusar fyrirskipa þögn.

Þá sest ég niður og skrifa
orð hlaðin eimyrju og sjá:

Hvers virði væri lífið ef slík barátta væri ekki til?
Hvar voru stundir hamingju og trega?
Þeir kalla okkur utangarðsmenn
þeir áreita vini mína og ofsækja
en hvenær glymur þeirra klukka?
Segir ekki í fornri bók: þeir síðustu skulu verða fyrstir
og þeir fyrstu síðastir?
Við utangarðsmenn verðum kannski einhvern tíman þyrstir.
Á hverju skyldu þá hræsnararnir þá nærast?
Hvar skyldu mannorðsþjófarnir þá bera niður?

Hilmar Jónsson.

                                       Góðar stundir.


Fyrir svefninn.

Jæja lokksins kemst maður í smá tölvustund, það er nefnilega
svoleiðis hjá mér að ég bara slappa afar vel af er ég sest niður
og tala við ykkur kæru bloggvinir.
Maður er náttúrlega orðin mjög háður þessu og ekki veit ég
hvernig maður færi að ef hún bilaði þessi elska, það er sem betur
fer eigi langt í þá næstu.

Ég fór í þjálfun kl 14.00 er ég kom heim tóku englarnir mínir bæði
stofu og eldhúsgluggana í gegn, þrifu rimlana og allt heila klabbið.
þeim fannst nú ekkert voða spenandi að þrífa gamla hillu sem ég
er með fyrir ofan eldhúsgluggann hjá mér.
þessi hilla er svona útskorin og með sveitabæ í miðjunni, flest öll
heimili áttu svona hillu hér áður og fyrr.
Á þessari hillu hef ég blikkdósir sem ég hef safnað, náttúrlega safna
þær á sig ryki og fitu svo ekki er svo mjög geðslegt að þrífa þetta, en
ég vorkenni þeim ekki neitt.
Jæja þetta kláraðist nú allt og er þetta þá bara búið fyrir jólin.
Engar gardínur er ég með fyrir þessum gluggum, bara hvíta rimla.

Fórum svo í búðina þær mæðgur voru að versla, eru að fara heim á morgun.

Ég spurði þær hvað þær vildu borða, jú fljótar voru þær að svara,

pastarétt í rjómasósu með miklu grænmeti í, en svo merkilegt þær borða bara
spergilkálið og gulræturnar en vilja einnig hafa sveppi og blómkál og af
hverju? jú það kemur svo gott bragð afgrænmetinuWoundering
svo vilja þær brauð með. Lét þetta eftir þeim og freistaðist að sjálfsögðu.

Þær fóru svo til Millu frænku og Ingimars
það þarf nú að leka smá við ljósálfinn og litla ljósið. 

                   
                     Úr lindunum djúpu leitar
                     ást guðs til þín
                     yfir öll höf.
                     Hún ferjar þig yfir fljótið
                     og færir þér lífið að gjöf.
                     Og söngnum sem eyrað ei nemur
                     þér andar í brjóst.
                     Dreymi þig rótt,
                     liljan mín hvíta
                     sem opnast á ný í nótt.

                                         Gunnar Dal.

 Góða nóttHeartSleepingHeart


Morgunhugleiðingar.

Björguðu sama manninum tvisvar. blessaður maðurinn ætlaði
sér á áfangastað.
Ljóst er að ekkert stoppar þá sem ætla sér eitthvað nema að
láta þá borga vel fyrir brúsann.
Ég hef nú bloggað um svona atvik áður og þekki til margra
óþarfa tilvika þar sem björgunarsveitir hafa verið eða eru
að störfum og þurfa að sinna svona hugsunarlausum
mönnum.
Mér finnst bara algjört virðingaleysi ríkja í garð okkar frábæru
stráka sem fara út í hvaða veður sem er til að bjarga fólki,
er einhverjir gera það bara að því að þeir halda að það gangi upp.

                           ************************

Ég las: "Skjálfti skekur BRETA"
Ég taldi kannski, af hræðslu við að missa peninga sem þeir hefðu
tapað, en nei það var þá jarðskjálfti, og við vitum vel að það er
ekki þægileg tilfinning.
Svo við sendum ljós og góðar bænir til þeirra sem upplifðu þetta.

                           ************************

Jöklar landsins rýrna, en undir niðri kraumar í pottum eldstöfðum
þessa lands.
Hætta er á gosi í Heklu, en hvort það er í ár eða eftir mörg vita þeir
eigi sem vit hafa á.
Upptyppingar láta ófriðlega ofar í jarðskorpunni en áður.
Eigi er það nú fallegt að heyra því þar mundi nú ýmislegt getað gerst
ef af yrði gosi.
Held bara að landið hið fagra sem við búum, sé að gera uppreisn,
mótmæla ollu því sem er að gerast ekki bara núna heldur allar
götur aftur í tímann og er ég nú ekki hissa á því.

                    ******************************

En vitið þið að yndislegasta frétt sem ég hef lesið lengi er að
sjálfsögðu fréttin um hundinn Leo sem vék eigi frá nýfæddum kettlingum
fjórum, fyrr heldur en slökkviliðsmennirnir komu til bjargar.
Ef þessi gjörningur leos er ekki að sýna manninum að við eigum að standa
saman og vera góð við hvort annað, þá veit ég eig hvað.

                   *******************************

 

Og viti menn maður vaknar bara endurnærður eftir góðan nætursvefn.
gerir sínar teigur og biður um góðan dag í dag.
Vona að allir eigi góðan dag í dag og alla daga.
Milla
.Heart


Fyrir svefninn.

Jæja þá er karrýveislan afstaðin, gott að fá svona stórveislur
kannski 2 á ári, ekki oftar. Mér er illt í maganum þó lítið hafi borðað.

Gísli minn fór að sækja Dóru um 2 leitið, en eigi komu þau aftur fyrr
en um 4 leitið, hann festi sig í niðurkeyrslunni að Laugum.

Milla og Ingimar komu með ljósálfinn og litla ljósið um sex og við
borðuðum saman og að vanda var það skemmtilegt, fengum okkur
gott kaffi með súkkulaði á eftir, eða sko þau ekki ég.

Er ég viktaði mig um síðustu helgi kom í ljós að ég hafði þyngst um
3 kg fyrir sunnan, en vissi að það gat ekki staðist, enda kom í ljós
í dag að það voru strax farin 2 kg. ég á það nefnilega til að safna
vatni í líkamann er ég verð þreytt.
þetta verður allt farið næst þegar vigtun fer fram.

Þær eru hérna mæðgur frá Laugum enda byrjar skólinn ekki fyrr
en á miðvikudaginn.

Ég vill bara þakka guði fyrir alla englana mína þeir eru yndislegir.
verður ekki meira í kvöld er orðin þreytt elskurnar mínar.

                                Góða nótt
HeartSleepingHeart
 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.