Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Fyrir svefninn.

Baldur Baldvinsson á Ófeigsstöðum í kinn
er góðglettinn og á það til að skopast hóflega
að sér og sínum.
Þessa vísu kvað hann, er fjölgun varð í ættinni:
                   
                      Á fimmtudaginn fæddist lamb,
                      fagrar vonir rættust.
                      Við Ófeigsstaða-ættardramb
                      ellefu merkur bættust.

Egill Jónasson á Húsavík mætti kunningja sínum,
sem var arkitekt, og kastaði á hann kveðju.
Hann mun ekki hafa tekið eftir Agli og ansaði ekki kveðju hans.
Þá orti Egill:

                     Ekki fékk ég undirtekt
                     ---á því mína skoðun byggði,
                     að arkitekt með arkitekt
                     sé afar sjaldgæft fyrirbrygði.

                                                 Góða nótt.Sleeping


Maður hrekkur í kút,"Snjóflóð"

Já maður hrekkur í kút, það er óhugnanlegt er maður heyrir
snjóflóð nefnt á nafn, flýtir sér að lesa fréttina,
hvort einhver hafi orðið fyrir því, veturnir eru slæmir hvað þetta snertir
snjóflóð, sjóslys, bílslys allt eru þetta fréttir sem snerta við
strengjum í fólki.
Guð veri með okkur öllum það sem eftir er vetrar.
                                      Góðar stundir.


mbl.is Snjóflóð á vegi á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að njóta lífsins og láta drauma sína rætast.

Þessi sæmdarhjón Jón Baldvin og Bryndís Schram
hafa þurft að ganga í gegnum súrt og sætt
eins og við öll hin, en aldrei hefur þeim fallið verk úr hendi
það getur ekki verið eins uppfull af fróðleik
og visku sem þau eru.
Ég óska þeim til hamingju með paradísina sína.

                              Góðar stundir.
 


mbl.is Jón Baldvin og Bryndís Schram láta gamlan draum rætast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerist aftur og aftur.

Er það virkilega alveg bráðnauðsynlegt að þessir bílar fari svona út í óvissuna?
Eftir hverju er verið að bíða, slysi eða hvað. Þeir eru nú ekki geðslegir
fjallvegirnir okkar í svona óveðri.
Á ég ekki til orð yfir þessa vitleysu og svo eru björgunarsveitirnar
kallaðar út, væri ekki nær að bíða af sér veðrið.
                         Góðar stundir.


mbl.is Viðbúnaður vegna útafaksturs í Skötufirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrásin ekki að stöðvast.

Auðvitað er útrásin ekki að stöðvast, við þurfum á henni að halda.
En það þarf að stjórna af skynsemi.
Ef við mundum alltaf vera bara hér heima með okkar starfsemi,
Það sjá nú allir hvernig það yrði á endanum,
við erum svo lítið land, verðum að vera víðsýn,
fara í útrás til að efla fyrirtæki, hvort sem það eru bankar,
hátæknifyrirtæki eða verslanakeðjur.
Og ekki segja mér að þið haldi að það sé bara gert
til að sumir menn verði ríkari.
Að sjálfsögðu eru menn að auka sínar tekjur,
mundum við ekki öll gera það? Hefðum við tækifæri.
En því stærri og arðmeiri sem fyrirtækin eru,
því meiri atvinna, meiri innflutningur, meiri tekjur í
ríkiskassann.
Tökum til hliðsjónar hundarækt,
ef að við mundum ekki flytja inn hunda til ræktunar
Þá væru alltaf sömu hundarnir í undaneldinu,
og hvað gerist, jú á endanum fæðast afar miklir gallagripir.
óalandi og óhafandi, sem var reyndin með gömul góð fyrirtækin
sem lognuðust útaf vegna stöðnunar.
Gæti ég lengi talið, en læt gott heita.
                                          Góðar stundir.


mbl.is Íslenska útrásin að stöðvast?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Karl litli 5 ára gamall strákur, drap á dyr hjá
jafnöldru sinni, Klöru að nafni.
,, Þú mátt ekki koma inn", segir Klara.
,, Af hverju ekki ?" spyr drengurinn.
,, Að því að hún mamma segir, að kvennfólk
eigi ekki að láta karlmenn sjá sig á náttkjólnum",
segir Klara.
nokkru síðar kallar hún til Karls og segir:
,, Nú máttu koma inn, nú er ég komin úr náttkjólnum".


Gamall Húsgangur.

                 Ekki get ég gert að því,
                 gantaskapur og narrirí
                 fylgir mér um borg og bý;
                 börnin verða að hlæja að því.

Ástarþorsti.

                 Sæmd þó missti síðst og fyrst,
                 samt af list og vana
                 fast ég kyssti innst og yzt
                 ástarþyrstur hana.

                                             Góða nótt.Sleeping


Eitt af því sem gleður mann.

Það sem gladdi mig í morgun var að ung stúlka
óskaði eftir því að gerast bloggvina mín og var ég
fljót að samþykkja það.
Fyrir nokkru síðan rakst ég inn á síðu, þar sem var verið að ræða
vandræði með,  þegar börn neituðu að fara í skólann,
voru margir sem kommentuðu  og sögðu sína reynslu af
samskonar málum.
Þá kom þessi unga stúlka með komment sem heillaði mig
vegna þess að það var svo rétt og skynsamlegt sem hún sagði.
Í framhaldi af því leit ég inn á síðuna hennar,
og kolféll fyrir persónuleika þessara ungu stúlku.

                       Persónu lýsing hennar er alveg frábær.
                                             Hún segir:
Ég er 14 ára málglöð, rauðhærð og furðuleg stúlka frá Hornafirðinum fagra.
ég læt fólk vita þegar mér líkar ekki eitthvað, og segi mína skoðun á öllu.
Ég er svona óþægileg manneskja.
Ég er framtíð Íslands, svo leggið nafn mitt á minnið.

Róslín Alma  er frábær, frísk,  vel máli farin og góður penni,
og hver fellur ekki fyrir svona stelpu.
                      Takk fyrir mig. SmileMilla.


Er maðurinn kannski próflaus?

Nei ég bara spyr svona asnalega,
það eru margar leiðir til að drepa á bílnum.
Fyrir það fyrsta, að halda ró sinni sem þessi maður
gerði ekki, drepa á bílnum, kveikja á vá ljósunum,
stýra síðan bílnum þangað til hann stoppar.
Enn það er alveg nauðsynlegt að kveikja vá ljósin til
þess að aðrir ökumenn sjái að það er eitthvað að,
það er að segja ef fólk fattar að það sé eitthvað að.
Gott að þurfa ekki að nota þau,
en Íslendingar mættu gera það oftar og vita hvenær
ber að nota þau.
                                Góðar stundir.


mbl.is Bensíngjöfin festist í botni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð ákvörðun hjá Ólafi F. Magnússyni.

Já það er rétt hjá borgarstjóra,
að það eru nægileg verkefni hér heima.
Gangi þeim vel með verkefnin og framkvæmdir í gang
strax. leifa borgarbúum að fylgjast með.

Það má svo sem senda einhvern áhugasaman um
borgarmál á þessa ráðstefnu, ef það er nauðsynlegt.
                       Góðar stundir.


mbl.is Borgarstjóri ætlar ekki á höfuðborgarráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

,,Hérna kem ég með ósköp gott handa þér, Bjössi minn",
segir Guðrún og réttir skeið að syni sínum.
,, Nú, nú", sagði stráksi. ,, Enga tæpitungu. Ég heiti Björn
en ekki Bjössi, og ég veit, að þetta er hafragrautur,
og ég vil ekki sjá hann".


Sigurður málari kom kenndur heim klukkan tvö um nótt.
Kona hans var vakandi og segir stutt í spuna:
,, þú kemur seint heim; klukkan er orðin tvö".
,,Já hvað þýðir að ragast í því? Eins og klukkan væri
ekki orðin tvö, þó að ég hefði komið heim fyrr".

Kvennatískan.

                              Lengd er stýfð af lokkunum,
                              ljóma sneiddir mestum.
                              Sálin er í sokkunum
                              svona hjá þeim flestum.
                                               Jón Jónsson frá Hvoli.


                                                              Góða nóttSleeping


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband