Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Fyrirmyndir mínar

Fyrirmyndir mínar eru margar, það voru Jórunn amma og Jón afi þau voru alveg sérstök alltaf svo góð maður fann hlýjuna frá þeim alltaf og svo man ég hvað þau gerðu mörgum gott sem minna máttu sín.
Það var ætíð gaman að koma í Nökkvavoginn til þeirra.

Pabbi var besti vinur sem ég hef átt, hann var alltaf í góðu skapi og elskaði okkur öll kröfulaust.
Mamma var fyrirmyndin í öllu því sem maður kann bæði til saumaskapar, matargerðar og að maður gæti gert alla hluti sjálfur.

Vinkonu á ég nýfengna, en eldgamla samt sko hún er ekki gömul, bara vinskapurinn og er hún mikil fyrirmynd hjá mér.

Svo eru það barnabörnin mín sem ég er í afar góðu sambandi við, þau eru sko góðar fyrirmyndir, þau væru það ekki ef þau ættu ekki svona yndislega góða og réttsýna foreldra.


Ég gæti örugglega talið upp miklu fleiri, en þetta er gott að sinni.

Takk elskurnar mínar allar bæði farin og hér á þessari jörð, elska ykkur öll afar heitt.


Uppeldi og áhrifavaldar.

Hér um daginn gerðist nokkuð merkilegt, ég var að tala um vissar persónur og sagði að þær væru afar ákveðnar í sínum skoðunum og hefðu verið frá því að þær voru smá, engin breytti ( þá kom innskot frá ónefndum manni sem sagði að það væri nú hægt að hafa áhrif) Mikil ósköp sagði ég: það hefur bara aldrei þurft með þessar persónur, þær eru svo ansi vel gerðar og gefnar"

Þegar þessar persónur voru smá fóru þær í heimsókn til fólks, er þær komu heim var spurt hvort ekki ætti að vera hreint hjá fólki er það fengi gesti? Engin hafði áhrif á að síld með kartöflum stöppuðum í safanum af síldinni, væri heimsins besti matur, né heldur að lifrapylsa væri sælgæti og að þær borðuðu aldrei pylsur, hamborgara eða annan ruslmat, né heldur að þær elskuðu að fara á söfn, lesa kvæði, fornsögur og annað augnkonfekt sem fyrir þeim varð. Aftur á móti er þær létu í ljós áhuga á einhverju var stutt við bakið á þeim í því, það er nefnilega það sem uppalendur eiga að gera, ekki að letja persónurnar og segjast ekki nenna þessu eða hinu.


Að sjálfsögðu ala allir upp sín börn, kenna þeim muninn á réttu og röngu, en mín skoðun er sú að maður eigi að leifa sköpunargáfu hvers barns að njóta sín þá mótast þeirra skoðanir frekar í rétta átt, svo vita það nú allir að við erum að mótast og þroskast allt lífið, en því miður staðna sumir einhversstaðar á leiðinni, engin athugar neitt um það eða gerir  neitt í því, oft eru þessar persónur kallaðar eilífðar táningar og ekki er ég að setja út á það, það er ekki sjálfgefið að allir séu eins.

Það sem mér fannst svo merkilegt var þessi setning, það er nú hægt að hafa áhrif. það fólk sem talar svona hefur ekki mikið vit á eða eru góðir uppalendur yfirhöfuð, gjarnan vill þetta fólk kenna öðrum um, tekur enga ábyrgð, blaðrar bara út og suður  og skilur ekki að öllum er sama.

Ætli þetta sé svona hjá fólki yfirhöfuð, að áhrifavaldarnir séu yfir höfði fólks alla ævi, nei ekki aldeilis, fólk er stöðugt að breytast, fær sífellt nýa sýn á allt sem gerist í lífinu, það er að segja ef fólk er meðvitað um umhverfið og sjálfan sig.

Þær persónur sem láta áhrifavalda stjórna sér eiga bara bágt og hafa engan vilja. það er engin svoleiðis persóna í kringum mig.

Gat ekki stillt mig um þetta.


Smá fréttir og svo bloggfrí

Sporðdreki:
Þegar þú leyfir andagiftinni að ráða för,

lendirðu á óvæntum stað þar sem galdrar gerast.
Vinur gæti boðið þér út eða fært þér gjöf sem gleður þig.

Flott stjörnuspá, ef þær mundu nú rætast svona smá þá væri nú gaman að fá smá gjöf frá vini , en það skiptir eigi svo miklu því ég fæ þær gjafir sem ég þarf alla daga, frá fólkinu mínu sem umvefur mig og ég elska að hugsa um.

Eins og ég hef áður sagt frá þá var ég að skila inn þessari Búseta íbúð sem ég er í, hef frest til 1/10 til að skila, en þar sem íbúðin er seld þá er best að fara út sem fyrst og hvað haldið þið, fékk hús á leigu í gær, yndislegt hús með útsýni yfir flóann, kinnafjöllin það er það sem ég þarf, að sjá út á sjóinn, það gengur allt upp hjá mér það er eins og maður sé leiddur áfram, fór í Viðbót að kaupa mér kjöt á mánudaginn, spjallaði þar við kunningjakonu, barst talið að íbúðum hún sagði mér að tiltekið  hús væri að losna í ágúst nú ég hringdi og spurðist fyrir fékk að skoða í gærmorgun, kolféll fyrir húsinu og er komin með leigusamninginn í hendurnar til undirskriftar, bíllinn komin með miða í afturrúðuna, þið vitið svona til sölu miða, nú ætlar Milla að hreinsa út kominn tími á að sleppa öllu þessu gamla drasli sem gefa manni ekkert nema pirring þá er ég að meina dauðu hlutina, en það tekur aðeins lengri tíma að hreinsa út úr sálartetrinu, mun samt hafast á endanum.

Mest um vert er að ég er afar hamingjusöm með mig
og mína og allt sem ég er að gera.

Komin í smá bloggfrí, nema eitthvað alveg sérstakt komi upp á.
Kærleik til allra sem þetta lesa og eigið yndislegt sumar
Milla
Heart


Varaformanninn

 hanna.jpg

 

 

 

 

 



Auðvitað hefur það legið í loftinu, en ég mundi vilja sjá þig sem formann að Bjarna Ben ólöstuðum þá ert þú ferska blóðið sem þarf til að koma flokknum á kjöl aftur á landsvísu, ákveðin, stendur við það sem þú segir og svo ert þú Hanna Birna mín bara flott kona, ég ætla tært að vona að karlpeningurinn í flokknum sé búin að láta af gömlum vana að pota konunum aftur fyrir sig.

Hitti vitran mann um daginn, sem taldi að konur ættu að vera í framsveitum alls því þær væru afar færar til stjórnunar og þar er ég sammála.

Þú óskar nýjum meirihluta velfarnaðar, það geri ég einnig, en bara vegna reykvíkinga, mun eigi tjá mig um það frekar.

Gangi þér vel í því sem þú tekur þér fyrir hendur.


mbl.is Íhugar varaformannsframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sýna tillitsemi

Sótt hafa að mér hugsanir um lífið okkar allra, sumir hafa verið giftir allt sitt líf, sama makanum, en aðrir hafa skilið eða slitið samvistun margoft, ég þekki ungt fólk sem er búið að vera gift í 20 ár eða svo og eiga öll sín börn saman og það þykir afar sérstakt, einnig þekki ég fullt af ungu fólki sem er búið að eiga marga maka eða sambýlinga og það þarf að vanda vel til ef eigi á að bitna á börnum og öðrum fjölskyldumeðlimum, oft hefur fólk þroska til að gera þetta í góðu, en aðrir búa til fæting úr öllu og nota börnin sem bitbein.

Hvernig ætli standi á að maður lendir í svona karma trekk í trekk, fyrst var ég gift æskuástinni í 2 ár síðan manni no 2 í 27 ár, og uppskar þessi yndislegu börn sem ég á  með þessum mönnum, er ég skildi í seinna skiptið ætlaði ég aldrei að ná mér í mann aftur, en það fór nú á annan veg.

Kynntist manni no 3 og bjó með honum í 13 góð ár, hann á 6 uppkominn börn og hóp af barnabörnum og langafabörnum, ég á 4 börn og 10 barnabörn, þessi yndislegu börn mörg muna bara eftir okkur saman sem ömmu og afa, eigi er auðvelt fyrir þau að skilja þetta strax þau þurfa tíma til að venjast þessum breytingum og þau munu fá hann og engin mun banna þeim að hitta okkur ef þau vilja.

Við vorum á Eyrinni um daginn þá hringdi hann í mig, er við vorum búin að tala smá þá spurði litla ljósið hver hefði verið að hringja og ég sagði: ,, afi og hann bað að heilsa ykkur", stóra ljósið mitt sagðist vera ánægð að afi væri hjá sínu fólki, þá sagði litla ljósið, en hann á líka fjölskyldu hér." Svona upplifa þau samveruna með afa og ömmu og við getum ekki tekið þetta af þeim þó að við séum búin að slíta samvistum.

Í gær vorum við að borða saman öll, ég bað eina elsku að leggja á borðið á meðan ég færi aðeins niður í bæ, er ég kom aftur var engin diskur í afa sæti, ég spurði hvort við ættum ekki að leifa Dóru frænku að sitja við endann, jú jú sagði hún og breytti þessu. Þetta segir okkur heilmikið, ekki satt?

Held að það vanti hjá mörgum sem eru að skilja eða í sömu sporum og ég að það sé tekið tillit, við verðum að vera þroskuð, tillitsöm og ég vona svo sannarlega að það takist hjá okkur.
Þetta er hvorki auðvelt fyrir börnin eða okkur.

Kærleik á línuna
Milla
Heart


Mannsheilinn, undur veraldar

Jú það er alveg satt, sjáið, sko heilann,hann  fer á fullt að leita eftir þeim úrræðum sem eru bestar fyrir hvern og einn, sem heilann á og það skiptir ekki máli hvort afleyðingarnar verði afleitar fyrir borg, bæi og eða mannfólk, hef það á tilfinningunni að strengjabrúður séu að leik og öll vitum við að strengjabrúðum er stjórnað ofan frá, hum, ofan frá sumir halda örugglega að ég sé að meina guð og það færi betur ef að hann væri að stjórna, en ég er að meina sjáanlegar verur, sem samt eru á huldu. Guð kemur nefnilega ekki nálægt svona ósóma.

Vegna þeirra miklu orku, hamfara, hruns og aftur hruns, sem herjað hefur á okkur eru heilarnir okkar ekki að valda því siðgæði sem við þurfum að halda, flestir lifa bara sínu eðlilega lífi áfram, aðrir fara niður á núllið, sumir þenja sig á hinn óhuggulegasta hátt, og aðrir halda áfram brautina hvort sem hún er stráð glæpastarfsemi, kjaftagangi, sjálfsvorkunnar ferli (sumir eru í því allt sitt líf) eða bara lifa sínu lífi af æðruleysi og gleði.

Mér þykir undur veraldar, altso mannsheilinn, taka stórt upp í sig er hann er farinn að dæma, hreyta í, fjandans í einhverju sem hann hefur ekkert vit á eða allavega veit ekkert um.

Hvað ætli það séu margir heilar sem taka þátt í og trúa bara næsta heila með allt sem sá næsti segir, jú þeir eru sko margir og mikið skelfing eru þeir heilar aumkunarverðir, þá hlýtur að vanta kærleika og ást því annars mundu þeir ekki láta svona.

Heilanum mínum þætti afar vænt um ef þeir heilar sem þykjast vita af hverju og hvernig minn heili virkar, hugsar og ræður fram úr málum að sleppa tökum því þeir vita bara ekkert um það frekar en minn heili veit hvernig þeirra virkar.

Heilinn hefur nefnilega tilfinningar, bara rétt eins og sálin.

Kæru heilar, endilega hættið að setja út á og dæma aðra heila sem þið þekkið ekki neitt, bara eftir sögum frá heilum sem engan þekkja og ekkert vita.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband