Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Kossar knús og kveðjur.

Sendi öllum mínum bloggvinum og öðrum
þeim sem lesa bloggið mitt hugheilar óskir
um gleðilegt ár farsælt komandi ár og
innilegt þakklæti fyrir það liðna.
Verið bjartsýn og trúið á að þið fáið það sem
þið viljið, en athugið! það þarf að láta
vita hvað maður vill.

Ég til dæmis fer fram á betri heilsu og þess vegna fer ég fram
á þann kraft sem ég þarf til að efla heilsuna,
því ekkert kemur af sjálfum sér.

Ég bíð um frið, réttlæti, gott viðurværi til handa okkur öllum, sannleika,
tillitsemi, kærleika og að við kunnum að meta það sem við eigum,
það vantar oft mikið upp á að við munum hvað við eigum gott.

Horfið í kringum ykkur og nemið hvað er að gerast hjá öðrum í sambandi við
endalaus veikindi og vandamál sem fylgja þeim, lítið svo í eigin barm
og hugsið.

Guð veri með ykkur alla tíð.
Milla
.Heart


Alveg frábær hugmynd.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir sendi þér skilaboð: Mínir kæru bloggvinir! Um leið og ég sendi ykkur hugheilar óskir um farsæld á nýju ári langar mig til að þakka fyrir mig, og þær ánægjustundir sem þið hafið veitt mér á árinu sem er að líða með skrifum ykkar. Ef þið bara vissuð hvað þið hafið glatt mig ósegjanlega mikið, á erfiðum stundum, jafnt sem góðum stundum. En, nú stöndum við öll á tímamótum, brátt kveðjum við árið sem allt hrundi, og tökum á móti nýju ári, ári óvissu og erfiðleika, en um leið ári væntinga og sigra. -
Því langar mig til að biðja ykkur um að taka undir bón mína, sem ég færði fram á bloggi mínu, um þögn á miðnætti þess 31. des.
Ástæðu bónar minnar ætla ég ekki að útskýra frekar því það stendur á bloggsíðu minni.
Hugmyndin er að þið komið þessari bón áfram til allra sem þið þekkið, talið við, eða skrifist á við, fram að áramótum.
Hugsunin er að stoppa allar flugeldasprengingar og aðrar sprengingar frá kl: 23:55 til kl: 24:05 og í stað þess að sprengja á þessum tíu mínútum tökumst við í hendur, eða haldið utan um alla nærstadda og sendum orku og kraft, til þeirra, út til fjölskyldu, vina og ættingja, og til þjóðarinnar allrar.
Um leið og við hugleiðum það ár sem liðið er, og hvað við lærðum af því. - Og hugleiðum hvers við væntum af komandi ári, og hvernig við viljum vinna þeim væntingum brautargengi. Ég mun standa á þessum sömu mínútum og senda ykkur bloggvinir mínir, orku mína og kraft, og mínar óskir um farsæld á komandi ári, okkur og þjóð okkar til handa. Nánari skýringar á blogginu mínu.

Ég tek heilshugar undir þetta með henni Lilju því okkur veitir ekki af
að staldra smá við og hugsa um komandi tíma.

Þegar ég var að alast upp var það þannig á gamlárskvöld að fólk stóð
í hring hélst í hendur og söng með útvarpinu/seinna sjónvarpinu
Nú árið er liðið, síðan var faðmast og grátið smá því allir elskuðu alla svo
mikið, allavega táraðist ég alltaf, mér fannst þetta hátíðlegasta stund
ársins. Nú eru þessi ár liðin fyrir margt löngu síðan, en hvernig væri að
snúa þessu dæmi við og njóta áramótanna síðan geta þeir sem vilja farið út
og skotið að vild.
Allavega mun ég njóta áramótanna og ætla ekki að skjóta neinu upp
hef aldrei gert það og mun ekki byrja á því núna.
Ég er nefnilega eins og hundarnir vill helst skríða undir rúmCryingaf tómri hræðslu.
Verið góð og elskið náungann.
Milla
.Heart


Fyrir svefninn.

Góða kvöldið kæru vinir, eigi hef ég nú ritað stórt yfir þessa yndislegu
daga sem liðnir eru, hef bara verið á hækjunni og haft það bara gott
á henni milli þess sem í rúminu hef hvílt, borðað, lesið, spjallað og hvað
annað sem í hugann hefur komið.
Já vitið þið að það er bara býsna sem í hugann leitar er maður liggur og
hlustar á góða músík, þá reikar hugurinn og ýmislegt kemur upp sem
gott og holt er að muna.

Eins og til dæmis þótt ég sé með einhverja verki þá er margur annar sem
hefur það ver en ég, einnig má ég þakka fyrir að ég sé ekki námsmaður
erlendis eða öryrki, betra að vera bara öryrki á voru Fróni.
Afar þakklát er ég fyrir fjölskyldu mína sem er það besta sem ég á og get
aldrei þakkað þeim allt sem þau hafa fyrir mig gert ég elska þau meira en
allt annað.InLove
Verð svo að tala um hina yndislegu vini sem eru út um allt.
Þeir eru bara ómetanlegir, styðja mann í öllu sem kemur upp á hjá manni.

Verið góð við hvort annar og sýnið hvort öðru virðingu.

                           Veiztu?

                  Þú sagðist elska sæinn.
                  Eg sat við hann um daginn.
                  Og síðan hef ég unað oft
                  og unað heitt við sæinn.
                  Hann seiðir mig við síðkveld
                  í saknaðardrauma.
                  Hann vaggar þreyttum vonum
                  á bylgjum blárra strauma.

                  En veiztu, hvaða vonum
                  hann vaggar, þegar kveldar?
                  Og veiztu, að bak við djúp og draum
                  brenna ungir eldar?
                  Þú segist elska sæinn.
                  ---Eg sit við hann og þrái.
                  Veiztu að ég vildi
                  vera særinn blái?

                               Magnús Ásgeirsson.

Góða nóttHeartSleepingHeart

 


HALLÓ! Halló! Lesið þetta.

Langar til að benda á afar þarfa lesningu, linkurinn á hana
kemur hér.
http://blaskoga-tinna.blog.is/blog/audurproppe/entry/755911/


Það virkar ekki linkurinn svo þið endilega bara setjið þetta inn
og lesið kæru vinir því það er afar brýn þörf á umræðu um þetta málefni.

Vona að þið hafið það gott og að við getum látið öðrum líða vel með því
að koma því til leiðar að þeir sem lenda í svona ofbeldi séu ekki einir
Því við höfum öll að einhverju leiti lent í einhverskonar ofbeldi.

Ljós og kærleik til ykkar allra
Milla.
Heart


Jólafærsla.

Kæru vinir öll sömum, ætla að stelast til að setja inn smá blogg,
en er ekki vel í stakk búin til að sitja við tölvuna.
Er búin að hafa það alveg yndislegt til skiptis í rúminu og við
matarborðið því maður getur eigi sleppt því, sko að setjast við
það og borða vel. Borðaði rjúpur á aðfangadagskvöld þær voru
æðislegar svo vorum við einnig með ham.b.h. og þetta venjulega
skildu fromage á eftir.


100_7544.jpg

Þetta eru englarnir mínir við matarborðið, mjög áfjáðar í að
byrja að borða.

100_7548.jpg

Svo erum við Dóra með Gísla á milli okkar, ekki byrjuð að háma í okkur.

100_7550.jpg

En sko Dóra mín var orðin svöngInLove

100_7568.jpg

Þarna eru ljósin mín og litla ljósið er í Lísu í Undralandi kjól sem Dóra
frænka keypti í Ameríku, hún elskar svona búningakjóla.


100_7579.jpg

Hér kemur ein sem Gísli minn tók frá húsinu okkar í dag, fyrir þá
sem elska þessi fjöll sem heita kinnafjöll, tekið af hólnum yfir og
Skjálfandann sýni ykkur betri myndir seinna.

Ljós og kærleik til ykkar allra
Milla
Heart


Jólakveðja.

Sendi öllum mínum bloggvinum og öðrum þeim sem lesa mitt blogg
hugheilar jólakveðjur með ósk um góð samverujól í faðmi
fjölskyldunnar.


cards_big_jol021kort.jpg

Munið ljósið og kærleikann kæru vinir.
Milla.
Heart

Smá morgunblogg.

Góðan daginn, er eiginlega nýkomin á fætur meira ástandið á manni
sit hér með litinn í hausnum sem Dóra mín var að maka í mig, er
Milla klippti mig í gær, búin að lita augabrúnir svo eftir þetta ætti
ég að verða sæt og fín, sko ekki að ég hafi ekki verið það fyrir.
En ef við hælum okkur ekki sjálf gerir engin það.

Er að hugsa um að fara ekkert út úr húsi í dag, Dóra og Gísli fara
í búð á eftir, svo höfum við bara vatn og brauð eins og ég sagði í
gær, það er að segja ef ég ræð eitthvað við þetta fólk mitt.

Það er enn þá gott veður hér er verið að moka eins miklum snjó í
burtu og þeir komast yfir því það verður asahláka seinnipartinn,
síðan bara sól og hiti á morgun.

Mig minnir að í fyrra hafi verið svipað ástand óveður ofan á óveður
og strákarnir okkar í björgunarsveitunum voru að fram á aðfangadag
að bjarga hinum ýmsu málum og en eru þeir að.

Eigið góðan dag í dag

Milla.Heart


Fyrir svefninn.

Ein veislan í viðbót, sko systur, dætur mínar þær Milla og Dóra
eru náttúrlega matarsjúkar.
Endalausar veislur eru búnar að vera undanfarið eins og
komið hefur fram á bloggi mínu, en að því að þær voru búnar að
segjast ætla að hafa veislu saman út af afmælunum sínum
þá var bara upplagt að skella í eina súpergóða Pitzzu-veislu.
Vorum við að koma heim úr henni. Afvelta að vanda.

Ég sagði vatn og brauð fram að jólum, en það er svo stutt í
þau að það tekur því ekki.

En ég ætla að færa ykkur eitt ljóð eftir Magnús Ásgeirsson.

                  Mig var að dreyma---

                    Þögnin og ástin
                    eru systur.---
                    Mig var að dreyma
                    að ég væri kysstur.
                    Ég mætti í svefninum
                    mjúkum vörum.
                    Ég vaknaði einn,
                    --- þú varst á förum.

                    Ég hefði kosið þér
                    kærsta óðinn.
                    En þögnin fjötraði
                    þránna og ljóðin.
                    Hún oft mig vefur
                    í arma sína
                    og stingur svefnþorni
                    söngva mína.


                    En þögnin vægði
                    samt þessu ljóði.
                    ---Þú mátt ekki hneykslast
                    á heitu blóði.
                    Mig var að dreyma,
                    að ég væri kysstur.
                    Þögnin og ástin
                    eru systur.

Góða nótt.
HeartSleepingHeart           


Morgungleði.

Jæja við situm hér mæðgur að vanda eftir að þær komu heim
í Jólafrí englarnir mínir.
Gísli minn er á fullu búinn að fara í sjæningu með sjálfan sig,
karlmenn þurfa þess nefnilega einnig, er búin að taka utan af
rúmunum, verst að það er eigi hægt að viðra, frekar leyðinlegt
veður. Nú er hann að fá sér morgunmat áður en hann heldur áfram
það þarf svo að róbóta allt húsið síðan ætlar Dóra mín að blautmoppa
yfir gólfin, ekki að það þurfi þess nú svo, en kannski bara skemmtilegra.

Má til að setja inn þessa mynd sem Gísli vogaði sér að taka af okkur
við svo uppteknar við tölvurnar, að engu tóku eftir.
en svona er þetta á hverjum morgni.


100_7515.jpg

Svo er þessi af afa með litla ljósið, þarna er mikill kærleikur.100_7473.jpg



picture2_028.jpg

Og hér eru þær englarnir mínir og Ljósálfurinn, tekið á súpudeginum
hjá Ódu og Óskari.
Jæja er hætt í bili, verð að fara að drífa mig í sjæningu, ætla að vera
á undan Dóru á baðið.
Ætla svo að fara á eftir til Millu og Ingimars þau voru að fá sér eitt stykki
hjónarúm í gær og verður maður að sjá þá dýrð.

Er ekki dugleg að kommenta um þessar mundir á ekki svo gott með að sitja
við tölvuna lengi í senn svo þið verðið að fyrirgefa mér.
Elska ykkur samt öll kæru bloggvinir og gæti nú eigi án ykkar verið.

Eigið gleðiríkan dag í dag.
Milla
Heart


Fyrir svefninn.

Ég er bara að hugsa um að hafa þetta áfram myndasíðu.

100_7474.jpg

Eitt hornið í stofunni, dúkurinn er saumaður af mér og strauborðið
er afar gamalt frá ömmu minni. Lestin á gólfinu er einnig saumuð
af mér
.

100_7471_753738.jpg
Þetta eru englarnir mínir saumaðir af mér og eru harðangur og
klaustur. Verð að monta mig aðeins.


100_7518.jpg
Þessar myndir málaði Milla mín og gaf mér í fyrra.
Þær eru yndislegar.


100_7491.jpg

Mátti til með að setja þessa mynd inn, hann var svo hrifin af mér
þessi elsku jólasveinn að hann sat bara hjá mér í lengri tímaWhistling

Þessi mynd er tekin í kaffi hjá stéttarfélögunum um þar síðustu helgi.

100_7486.jpg

Ljósálfurinn minn að syngja einsöng. Hún spilaði einnig á þverflautu.


100_7487.jpg

Svo sést nú hér greinilega að litla ljósið mitt er hrædd við jólasveina
og því varð eigi breitt.

Sko sagði ykkur að ég mundi fá sýningaræði, en allt í lagi ekki hef ég
nú sýnt svo mikið, er það?

Góða nótt kæru vinir.HeartSleepingHeart


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband