Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Hef notað rótina

Artick Root er alveg frábær, fyrir allmörgum árum komst ég að því að gingsen var ekki fyrir mig, þoldi það ekki, svo ég byrjaði að nota rótina. Ætíð er ég hugði að ferðalagi byrjaði ég að taka kúr í rótinni, hafði hana svo með í ferðina, hún gerði mér gott hélt mér vakandi vel við aksturinn og allhress var ég er kvölda tók, annars hef ég nú aldrei þurft að keyra upp kynkvötina þó forleikurinn sé nauðsynlegur, hvort hún sé víagra framtíðarinnar kemur í ljós og finnst mér alveg sjálfsagt að karlmenn prófi rótina í slíkum tilganga og segja svo frá ef þeir þora því þessar elskur.

Eins og Guðrún Bergmann hefur yðulega komið inn á þá fer best á því að fólk noti allt úr náttúrunni sem hægt er nú sumir sjúkdómar þurfa á lyfjum að halda þá tekur maður því, ég tek til dæmis eitt hjartalyf sem ekki hefur enn fundist neitt sambærilegt jurtalyf við, svona er það nú.

Hafið það gott.


Alveg satt, en getur þetta verið öðruvísi?

Tel svo vera (að mestu leiti) draumórar fólks bæði mín og annarra um kynlíf er af hinu góða, ekkert er yndislegra, betra, heilsusamlegra en gott kynlíf, svo ég tali nú ekki um hvað maður yngist um allan helming við gott kynlíf, en hvað er gott kynlíf jú það er það sem hver og einn hefur upplifað og veit kannski ekkert um alsæluna því það hefur aldrei fengið hana og heldur að ekkert meira fáist út úr kynlífinu, en undirmeðvitundin segir fólki að það vanti eitthvað og þá byrja draumórarnir Sumir hjakka í sama farinu allt sitt líf, af hverju, jú þau er gift eiga börn, hús, bíl, góðann efnahag og vilja/þora ekki að breyta til.

Fólk sem nennir ekki að leggjast í sama leyðinlega farið, endurnýjar ástina og allt í kringum hana fer í leiki við hvort annað, talar saman og er opið með hvað þau vilja í ástarlífinu þurfa ekki að vera með draumóra nema um hvort annað, eins og að byrja ja bara er þeim dettur í hug, hringja kannski og daðra við hvort annað í símann röddin breytist og þú kemst í huglægt ástand sem er alveg yndisleg, nú svo verður bara sprenging er heim kemur að loknum degi, nei ég segi bara svona, en þið ættuð að prófa og verðið ekki fyrir vonbryggðum.

Náttúrlega verða allir að kynnast sjálfum sér til að vita hvað þau vilja.

Njótið lífsins



mbl.is Tíu vinsælustu draumórarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þörfin er komin aftur

Ég meina sko þörfin fyrir að tala við sjálfan mig, tel mig vera að gera það með því að blogga hér, en svo mega auðvitað allir sem áhuga hafa segja sitt álit.

Held að ég hafi komist endanlega að því í sumar hvað ég hef oft í gegnum árin dottið í þann fúla Pitt að  tala eigi rétt við fólk, þá meina ég að bera virðingu fyrir skoðunum fólks leifa því að tjá sig án þess að grípa fram í með jafnvel mínum skoðunum sem eru ekki réttar fyrir þann sem ég er að tala eða bara alls ekki réttar. Stundum hefur mér þetta tengjast skapferli mínu þennan og hinn daginn. Stundum er það nú þannig að þeir sem vilja mér best og reyna að segja mér til fá yfir sig ómældar gusur og svo endar þetta á því að fólk lúpar fyrir mér, en ég hætti ekki og hvað er þetta þá kallað, jú einelti.

Já einelti, skondið held að ég hafi aldrei orðið fyrir því er víst of frek og stjórnsöm eða hvað er þetta kallað allt saman, kannski bara eftir hvers og eins höfði, bara veit það ekki.

Margir segja að ég sé norn,(bara vel meint), en mér finnst það heiður að vera kölluð norn því ég held að ég sé bara góða nornin vildi samt óska að ég gæti galdrað, JERIMÍAS hugsið ykkur hvað ég gæti áorkað, T.d frið á jörð, mat fyrir alla, vinnu fyrir alla, að fólk hætti að hakka í sig allt sem gerist í þjóðfélaginu, allir fari að hugsa jákvætt, allir skólar fengu nægilega peninga, endalaust gæti ég talið upp, en ekki getur það verið svo gott, enda væri það nokkuð gott að fá allt upp í hendurnar, nei og aftur nei við verðum að vinna fyrir því sem við fáum.

Jæja gott fólk breytingarnar eru gengnar í garð hjá mér, mun hafa aðsetur hjá Dóru minni og englunum mínu að Ásbrún Reykjanesbæ í vetur, hef hugsað mér að ákveða hvar ég muni búa í ellinni, þarf nefnilega að huga að því vegna biðlistans sem er inn í íbúðir fyrir heldri borgara þessa lands. Fæ tækifæri til að bera saman staði eigi ætla ég að nefna neina því lífið er allt breytingum háð, mun allavega gera það sem er best fyrir mig.

Það var ekki auðvelt að kveðja ljósin mín fyrir norðan, en svo er líka sanngjart að ég skipti mér niður hér í Njarðvík á ég fjögur barnabörn tvo prinsa og tvær prinssessur, þau eru yndisleg, svo á ég tvö í Garðabæ. Ég er afar rík kona

Kærleik til ykkar allra



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband