Vakti mig til umhugsunar.

Jóhanna Magnúsdóttir, sú vitra bloggvinkona mín skrifaði um tilgang lífsins hér um daginn, eins og ævilega vakti hún hjá mér spurningar, en ég svaraði henni eiginlega bara með tilgangi mínum í dag, þann tilgang sem ég hef þroskast upp í að finna mig best í.

Spurningarnar sem vöknuðu fóru með mig aftur í barnæsku og svara ég sjálfri mér hér og nú.

Ég fæddist í þennan heim 2 nóvember 1942 að Hringbraut 32, ég var eina litla barnið í þessu 3 hæða húsi og kepptust allir við að hafa mig sem drollu í húsinu, tilgangur minn er ég gat farið að opna hurðir var að læðast á milli hæða til að fá það sem ég vildi og fékk það ósvart, þetta var gleðitími.

Tel að ég hafi valið mér þessa foreldra sökum þess hvað þau voru ólík, pabbi var algjört gæðablóð og föðuramma og afi voru yndislegar manneskjur, þau ólu mig upp í góðum siðum, allir væru jafnir ogég ætti að vera góð við alla.

Við fluttum síðan á Víðimel og svo inn í laugarnes ég eignaðist 4 yndislega bræður og var það tilgangur minn að fylgja mömmu eftir og fara annað slagið og vitja um tvo af mínum eldri bræðrum sem voru frekar fyrirferðarmiklir, nú það kom náttúrlega fyrir að þeir voru búnir að gera eitthvað sem ekki var hægt að hilma yfir, þá var fjandinn laus. Mamma var valdasjúk það var ekki nóg fyrir hana að hafa 1-2 vinnukonur heldur þurfti hún valdið yfir mér líka, besti tíminn var þegar pabbi og móðurafi voru komnir heim og svo var móðurbróðir minn einnig á heimilinu, en amma dó er ég var um 2 ára og þá sameinuðust allir um að hugsa um hvort annað, eða það var tilgangur mömmu.

Síðar giftist afi aftur og frændi náði sér í yndislega konu, mamma taldi náttúrlega að það væri hennar tilgangur að stjórnast í þessum heimilum, en þar hitti skrattinn ömmu sína, þetta voru sterkar konur.

Merkilegt að er veislur voru heima, sem var afar oft þá var allt henni að þakka þó hún hefði vinnukonur til hjálpar, pabba og okkur eftir því sem við náðum aldri til, nema pabbi fékk alltaf heiðurinn af sósugerðinni, enda snillingur í sósum.

Eitt sem mér fannst afburða heimskulegt, er við fórum í búðir saman þá mátti ég ekki kalla hana mömmu því þá virkaði hún svo gömul, sem sagt allt átti að vera svo fullkomið, en það var það bara ekki, ekkert er fullkomið.

Vegna alls þessa valdi ég hana sem móður, til að þroskast sjálf, en elsku mamma mín er enn þá sama drollan, elska hana samt.

Eitt sem er alveg á tæru að stjórnsemi er ekki tilgangur neins, hann getur verið til vansa fyrir þann sem notar stjórnsemina eigi rétt. Stundum veit fólk ekki af því að það sé stjórnsamt eða finnst það bara allt í lagi, ég hef hér í mínu bloggi talað um hvað ég þroskaðist í mínu lífi og sér í lagi vaknaði ég til lífsins er ég veiktist um daginn og var nærri dauð, bara að því að ég ætlaði ekki á sjúkrahús.
Sá svo hvað ég var að gera fólkinu mínu, það var ekki minn tilgangur að hræða þau.

Ég talaði um að tilgangur væri teygjanlegur og það er hann, því ég gæti tekið óendanlega úr sarpinum eitthvað sem ég taldi vera bráðnauðsynlegan tilgang, reyndist síðan vera bara vitleysa, en þá er svo erfitt að bakka.

Eins og ég hef sagt áður þá er tilgangur minn núna, ég sjálf, börnin mín og barnabörn, þau eru lífið mitt á meðan ég er til staðar og á meðan þau þurfa á mér að halda, tilgangurinn er nefnilega ekki sá að ríghalda í fólkið sitt svo það fái samviskubit yfir að fara frá manni.

Þau eiga að fá að fljúga eins og fegursta fiðrildi um loftin blá, blómaakra og skóglendi.

Kærleik til ykkar allra
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það getur líka verið mikið verk að hafa stjórn á öllu Milla mín. Það hefur nú ekki verið neitt smá verk hjá henni móður þinni að stjórna nokkrum fjölskyldum það hefur ekki veitt af tveimur vinnukonum til þess að gera verkin vegna þess að það var svo mikið verk.  Það er ýmislegt sem fólk lærir í lífinu það má nú segja, þó er það bara augnablik.

Já og svo verður þú alltaf hér eftir að hlýða stelpunum og hana nú.

Knús og krúttlega kveðjur.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 23:19

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei sko Jónína mín það er ekki þar með sagt að ég hlýði þeim í einu og öllu, en ég er hætt þessari stjórnsemi, enda er það bara þægilegt.

Veistu elskan að það er sko efni í heila bók verkefnin og tilgangurinn hjá henni móður minni, oft voru þau góð en oftast afar þreytandi, en hún var hörkukvendi.

Var að skrýða fram úr rúminu og er að fara í þjálfun.

Knús í hús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.2.2010 kl. 10:54

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hafðu það gott Milla mín, það er margslungið þetta líf

Ásdís Sigurðardóttir, 4.2.2010 kl. 13:41

4 identicon

Milla mín þær voru svona þessar mömmur á árum áður ég þekki eina sem klippti aðra fléttuna af dóttir sinni vegna þess að hún var að kveinka sér  þegar búið var að strekkja svo á að hakan var uppi á enni. Sú unga móðir eins og hún var þá tók skæri klippti aðra af og rak dótturina þannig grátbólgna í skólann.

 Milla mín eitthvað hefði nú verið gert í dag vegna barnsins.

egvania (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 20:14

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góð frásögn vinkona. Geymi þig allir góðir vættir.

Kveðja Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 4.2.2010 kl. 20:23

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Egvanía mín hún mamma var ekki svona slæm. því það sem þessi móðir gerði var bara satistaháttur.
Knús til þín ljúfust

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.2.2010 kl. 21:49

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Silla mín og kærleik frá mér í Heiðarbæinn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.2.2010 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.