Að treysta á.

Sporðdreki:
Þú þarft að berjast fyrir sjálfstæði þínu bæði heima fyrir
og í vinnunni.
Gættu þess bara að fæla aðra ekki frá sem treysta á þig


Þegar ég var stelpa gat ég ætíð treyst á pabba minn, er ég óx úr grasi lærði ég jafnframt að treysta bara á sjálfan mig, nú þegar börnin mín fæddust og uxu úr grasi treystu þau á mig, ég var  bara heima
eins og sagt var og taldi ég það vera forréttindi, ég var heima, en ef það gerðist að ég var ekki heima er þau komu úr skólanum þá sögðu þau iðulega, mamma hvar varstu, ég svaraði ætíð að ég hefði skroppið til Kína, og geri reyndar enn.

Stjörnuspáin mín segir hér að ofan að ég eigi að passa að fæla ekki þá frá sem treysta á mig, aldrei mundi ég gera það viljandi, en maður þarf einnig að vita hverjir það eru sem treysta á mig, það er nefnilega þannig að þó maður læri að treysta á sjálfan sig, þarf maður stundum að treysta á einhvern annan.

Þetta með sjálfstæðið, ég tel mig vera ágætlega sjálfstæða, en auðvitað blandast sjálfstæðið oft saman við þarfir þeirra sem eru í kringum mann, maður gerir ekki bara það sem maður vil án þess að taka tillit, eða það er mín skoðun.

Mér finnst það vera heiður ef einhver treystir á mig og vonandi er ég traustsins verð og geti liðsinnt þeim sem til mín leita.

Hér skrifa ég bara um það sem mér er alveg sama þó fólk smjatti á, misskilji eða fatti ekki hæðnina eða grínið, er nefnilega upp úr því vaxin að elta ólar við vitleysuna.

Í dag treysti ég á afar fáa, treysti á fjölskyldu mína, marga af mínum vinum, en maður þarf heldur ekki að treysta á alla.

Það segir sig sjálft að ég treysti ekki ríkisstjórninni, ekki bankakerfinu, enda held ég mig bara við litla sæta bankann minn hér í sveit, ef ég fer í búð skoða ég vel hvað hluturinn kostar og hvar í búðinni hann er ódýrastur því pallaverðið er ekki alltaf ódýrast nú ef mér líkar ekki verðið þá bara kaupi ég ekki hlutinn. USS er bara hætt þessu þvaðri.

Kærleik í daginn
Milla í yndislegu veðri á Húsavík

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Við erum í sama merki, ... ég á það reyndar til að treysta fólki of mikið og trúa engu slæmu upp á það og það hefur stundum komið mér í koll!

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.2.2010 kl. 10:09

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mér líka kæra vinkona, en með árunum hef ég lært ýmislegt og maður þarf að nota þann lærdóm svo ekki sé farið illa með mann, en samt segja dætur mínar við mig á stundum: "mamma ekki svona meðvirk" það er gott að hafa svoleiðis vakt yfir sér.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.2.2010 kl. 10:36

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2010 kl. 18:06

4 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Valdís Skúladóttir, 6.2.2010 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.