Passaðu hjartað þitt

Sporðdreki:
Njóttu athyglinnar sem þú vekur, en passaðu hjartað þitt.
Einhver reynir að stjórna þér, spyrntu við fótum.

Hef nú svolítið gaman að þessari vitleysu á stundum, en tel það eigi alltaf svo vitlaust. Ef ég fæ mikla athygli þá kann ég alveg að skilja á milli hvort fólk veitir mér hana í einlægni, hræsni, smjaðri eða bara að því að því finnst ég vera stórskrýtin, þeir sem veita mér hana í einlægni eru vinir mínir, eða þeir sem eru með kærleika í sér, í hræsni er bara slæmt fyrir þá sjálfa, eins er með smjaðrið eiginlega tel ég það bera vott um lágt sjálfsmat, eins og fólk haldi að það upphefji sjálfan sig með smjaðri eða að það er að reyna að fá mann til að gera eitthvað. Síðan eru þeir sem álíta mig stórskrýtna, það er að mínu mati fólkið sem á eftir að þroskast afar, ekki er ég að setja út á það því við erum öll á misjöfnu þroskastigi. Ég er örugglega stórskrítin eins og við mörg erum talin, en hver hefur leifi til að dæma aðra og hvað er að vera stórskrýtin? Þannig að ég kann alveg að njóta þeirra athygli sem er gefin af heilindum.

Við þurfum öll að temja okkur að bera virðingu fyrir fólki, skoðunum þess og framkomu svo framalega sem framkoman særir ekki aðra.

Að einhver sé að reyna að stjórna mér, það er afar erfitt að ná þeim tökum á mér núorðið, nema að hjartað bráðni, aðallega eru það barnabörnin sem bræða ömmu sína, en þau eru ekki að stjórna eins og fullorðna fólkið gerir.

Hér áður og fyrr var hægt að stjórna mér með hinum ýmsu aðferðum, en eins og ég hef sagt þá þroskast maður og lærir.

Þetta kom nú allt út frá þessari stjörnuspá, ekki að ég trúi á hana sem slíka þó ég trúi á alvöru stjörnuspár og kort, en það vakna oft svona hugsanir hjá mér við að lesa eitthvað á morgnanna og þá læt ég það bara flakka.

Kærleik í daginn ykkar
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér er loksins kominn snjór, mega gaman. knús í norðrið

Ásdís Sigurðardóttir, 25.2.2010 kl. 12:07

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín ljúfust, passaðu þig í hálkunni.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.2.2010 kl. 13:55

3 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Valdís Skúladóttir, 27.2.2010 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.