Yndisleg helgi að taka enda
28.2.2010 | 10:54
Helgin byrjaði á ferð fram í Lauga að sækja englana mína, þeim langaði til að koma til ömmu og afa um helgina, nú ekki fórum við án þess að fá okkur kaffi í eldhúsinu hjá Dóru minni og Jónu og áttum við skemmtilegt spjall saman. Er til baka kom var farið að versla og það kom mér svo sem ekkert á óvart að afi vildi fá rétt í kvöldmatinn, sem heitir, "Mér er alveg sama" þær vildu aftur á móti rétt sem nefnist,
" veit það ekki" kann nú hvorugan að elda svo ég sagði: ,, þið fáið 5 mín þá kaupi ég pulsur" ekki lengi að ákveða sig þá, því pulsur eru sko ekki í uppáhaldi hjá þessum englum, þær völdu hammara og franskar, Humm, jæja það var allt í lagi, síðan var keypt bunch af ávöxtum og grænmeti og farið heim að elda. Það gerðist að amma gamla vakti til eitt um nóttina við að spjalla við þær, það er nú það skemmtilegasta sem ég geri að spjalla við barnabörnin mín.
Um hádegi á laugardeginum hringdi Milla og spurði hvort ekki mætti bjóða ömmu í fjallið að horfa á Aþenu Marey renna sér á skíðum, jú ég vildi það sko, og það var alveg þess vert, hún er svo dugleg og flott, bara rétt að verða sex ára að amma er yfir sig stolt af þeim öllum. Viktoría Ósk var á kóramóti. Nú svo fékk ég að koma í nýja bílinn þeirra, en hann heitir Grand Cherokee, ekkert smá flottur.
Milla fór svo á heimleiðinni í Samkaup fyrir mig, vantaði smá, við ætluðum nefnilega að borða saman um kvöldið, ég var með svínacullas sem ég steikti í sérstöku hot kryddi, ofnbakaða kartöflubáta, dassaða með dilli, hvítlauk, olíu og pipar, síðan voru grjón og súrsæt chillý sósa og sýrður, þetta er æði.
Nú það var spjallað heilmikið saman yfir kaffibollanum, Milla og englarnir voru að spjalla um myndatöku og boðskortin í útskriftina, það eru sko spennandi tímar framundan.
Er þau voru farin heim héldum við stelpurnar áfram að spjalla og spjölluðum saman til að ganga 24 aðallega var spjallað um mat í veisluna og föt. Er þær vakna á eftir þá ætlum við inn á Yes Stile að skoða föt, spennandi.
Nú svo fara þær heim eftir yndislega helgi nóg að gera í skólanum hjá þeim og verður trúlega fram á vor.
Hér sitja englarnir mínir, önnur að prjóna hin í tölvunni
Sérkennileg birta yfir þessari mynd.
Takk elskurnar mínar öll fyrirfrábæra helgi.
Athugasemdir
flottar stelpurnar þínar.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.2.2010 kl. 11:31
Skemmtileg helgi greinilega Milla mín og flottar eru þær englarnir þínir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2010 kl. 12:51
Takk Ásdís mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.2.2010 kl. 15:21
Ásthildur mín, veit ekkert skemmtilegra en að eyða tímanum með barnabörnunum mínum, þú þekkir það elsku vinkona
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.2.2010 kl. 17:36
Kveðja norður!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 28.2.2010 kl. 17:40
Alltaf eru þær jafn flottar stelpurnar þínar Milla mín. Það hefur heldur betur verið stór englahópurinn þinn um helgina.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 13:43
Já og veistu að þær tóku alveg þátt í þessu með mér, ég sagði við þær áður en ég opnaði dyrnar að þær mættu ekki hlæja, þá sögðu þær, er þetta eitthvað hlægilegt amma mín, og enn stækkar hann í kvöld
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.3.2010 kl. 20:34
Ég þurfti nú að biðja gesti að fara út því ég þyrfti að taka á móti öðrum gestum á tilsettum tíma. Ja, maður getur að minnsta kosti haft gaman að þessu.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 21:55
Já já auðvitað er bara gaman að þessu Maður hefur þá einhvern til að tala við
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2010 kl. 10:47
Já einmitt einhvern sem skilur mann.
Ég verð að segja þér af eplunum. Ég keypti fjögur eða fimm epli út í búð og eitt var sett á borðið fyrir gestina sem borðuðu það reyndar ekki. Jæja svo fór að ég ætlaði að borða hin eplin byrjaði á einu búin að skera utan af því og byrja að borða það þá finn ég að það er myglubragð þannig að það endar í ruslinu, þá tek ég næsta epli og allt fer á sömu leið með öll eplin nema það sem er á borðinu. Ég ætlaði að henda þvi líka en ákvað í dag að smakka það og hvað heldur þú það var ekkert myglubragð að því heldur var það bara hið besta epli sem ég hef smakkað í langan tíma. Þá varð ég hissa.
Knús í nóttina.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 22:16
Maður þarf nú á því að halda að tala við þá sem hafa skylninginn
Þetta er frábært með eplin og segir heilmikið, gestirnir hafa betrumbætt eplið.
Knús í daginn
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2010 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.