Akureyrarferð

Ekki í frásögu færandi nema að það er ætíð jafn gaman að koma á Eyrina, allir/flestir eru brosandi glaðir. Við fórum fyrst á Dýraspítalann með Neró þar tóku á móti honum góðar konur þær ætluðu að klippa hann og síðan ætlaði Elva að athuga með einhverja bletti sem á honum eru, skildum hann bara eftir og fórum á Glerártorg, versluðum afmælisgjöf handa Aþenu Marey en hún er sex ára í dag, ég fór í heilsuhúsið þar er nú hægt að kaupa margt gott og gerði ég það óspart.

Í hádeginu hittum við fullt af góðum vinum Á Greifanum og borðuðum við saman það var æðislegt, nú eigi var okkur til setunar boðið, fórum að sækja Neró svo þurfti ég að mæta hjá mínum lækni og Dóra mín í sneiðmynd, þetta tekur nú sinn tíma.

Ég ætlaði að vera voða dugleg er ég var búin hjá lækninum fara í Nettó og versla svona hitt og þetta, en nei mín var bara drulluslöpp og settist niður á kaffi Talíu og við gamla settið fengum okkur kaffi þegar ég var búin að drekka það var ég orðin það hress að ég vippaði mér í að versla, endaði í Bónus, þar fæ ég teið mitt helmingi ódýrara en á öðrum stöðum og þetta er heilsute.

100_9541.jpg

Á heimleið, Neró er hálf ræfilslegur


100_9544.jpg

Komum við hjá Millu og ljósunum er við komum heim
Þarna er hún með kórónuna sem hún fékk á leikskólanum í dag
og Neró stendur varla í lappirnar, hann er alltaf svona eftir deifinguna

100_9546.jpg

Það varð að leifa Neró að prófa kórónuna

100_9545.jpg

Nú auðvitað þurfti að taka sér mynd af djásninu.
Á sunnudaginn verður svo haldið upp á afmælið hennar og það
verður sko fjör, fullorðnir fá aðgang um kvöldið.

Kærleik á línuna
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flottar myndir, til hamingju með Aþenu litlu.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.3.2010 kl. 12:10

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ásdís mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2010 kl. 12:33

3 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Góðan daginn Milla mín.

Það hefur verið fjör á  Greifanum.

Fáu við ekki  að sjá myndir af ykkur.

                                                 KV.  Vallý

Valdís Skúladóttir, 12.3.2010 kl. 12:58

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý mín það var engin með myndavél nema ég og hún var bara úti í bíl
Það var sko fjör.
Hlakka til að sjá þig, fer að styttast
Knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2010 kl. 13:56

5 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Góðar ,

Já það verður gaman að  hitta ykkur.

Valdís Skúladóttir, 12.3.2010 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.