Loksins bakaði ég brauð

Hef ekki bakað brauð síðan áður en ég veiktist í janúar, en lét verða af því í morgun, hélt kannski að mjölið færi að skemmastWhistling bakaði sex stór úr spelti, heilhveiti, rúgsigtimjöli og alveg fullt af fræjum, engan sykur, en smá vanillu og pínu salt.

Eftir hádegið fór ég svo til Ódu hún er amma ljósanna minna, ætlar hún að stytta fyrir mig tvennar buxur, sem ég er að fara með suður, við spjölluðum fram að kaffi, kom aðeins við hjá Millu minni, en hún var þá með fund, svo ég hrökklaðist heim í hosilóið mitt.InLove

Nú við erum búin að borða nætursaltaða þorskinn með kart, rófum, gulrótum og rúgbrauði Ummmmm, svo gott.

Bíllinn fór í smurningu í morgun, betra að hafa allt á tæru er við keyrum suður, en það verður nú fyrr en við ætluðum, ekki samt alveg ákveðið, hlakka bara alveg rosa til að hitta elskurnar mínar í Njarðvíkunum og bara allt fólkið mitt. InLove

Færi ykkur ljóð eftir Ólínu Andrésdóttur

Hefurðu fundið, hvað himneskt lífið er,
gleðina í elskunni, guð í sjálfum þér?

Hefurðu séð það, sem heimurinn á,
eilífa fegurð, sem aldrei deyja má?

Kærleik til ykkar allra
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur verið sannkölluð veisla hjá þér umm nætursaltaður þorskur með þessu meðlæti bara gott.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 21:33

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Knús á þig elsku Milla mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.3.2010 kl. 12:43

3 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Kanntu     Millu   brauð að baka   já það kann ég

Ertu nú viss um  það já það er ég

                         

Valdís Skúladóttir, 17.3.2010 kl. 20:32

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú verður búin að baka er ég kem elskan

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2010 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband