Kveðja til ykkar, er farin í frí.

Sporðdreki:
Þú átt auðvelt með að ná eyrum áhrifamikils fólks.

Vertu á höttunum eftir hnút sem hnýtir alla lausa enda

Hvað er áhrifamikið fólk, í mínum huga er það fólkið sem kemur fram af virðingu við bæði mig og aðra.
Ég hef aldrei kunnað að skilgreina það hver er og hver er ekki, fullt af fólki hef ég í gegnum árin þekkt,  stóra, smáa, feita, mjóa, ríka, fátæka og allt þar á milli, heiðarlega, óheiðarlega, snobbaða bæði skemmtilega og leiðinlega svo mætti lengi telja.

Hef í gegnum lífið eignast fullt af kunningjum, en færri vini og það hefur ekkert með það að gera í hvaða stöðu þeir eru í og heldur ekki hvort ég næ eyrum þeirra eður ei, því er upp er staðið hafa allir rétt á sinni skoðun, en mér finnst það afar gott ef einhver biður mig um ráð, fer eftir því og ráðið reynist gott.

Hnútur sem leysir alla enda, fyrirgefið, er hann til? Ekki að mínu mati hvorki hjá áhrifamiklum eða öðrum, nema bara hnúturinn í hjartanu sem myndast við allskonar erfiðleika hjá fólki, hann verður hver og einn að leysa sjálfur, oft með hjálp annarra og eða með sínum æðra mætti, ég lifi með mínum æðra mætti, tala við hann bara eftir því hvernig skapi ég er í, oftast er ég í briljant skapi því lífið er svo yndislegt, þó eitthvað á móti blási.

Ég er alin upp í þeim anda að allir séu jafnir og svo lánsöm var ég að fá góða skapið og kærleikann í vöggugjöf ekki er hægt að fara fram á meira, en svo skulu allir sem vilja, athuga að þroskann ölum við með okkur sjálf og hvernig við tæklum hin ýmsu mál sem koma upp í gegnum lífið okkar.

Ræktum hið góða í okkur og lifum í kærleika og friði.

Í dag ætla ég á stofnfund OA samtakanna hann verður á  Akureyri og  ætlaður öllum hér norðan heiða, það verður bara yndislegt að geta loksins farið á fundi.


Á mánudaginn förum við gamla settið suður, verðum við eina jarðaför, fermingarveislur og svo á að skýra yngsta engilinn í Fjölskyldunni, en það er búið að nefna hana Lísbet Lóu.
Komum heim á föstudaginn langa, eigið yndislega daga krúsirnar mínar öll.

Kærleik á línuna
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig líka Milla mín og góða skemmtun í fríi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2010 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband