Finnst ég vera á milli vita

Er það nú eitthvað skrítið, í marga mánuði hef ég ekki hlustað á fréttir nema með öðru svona stöku sinnum og að sjálfsögðu hefur maður dottið í að lesa einstaka greinar, sem svo að loknum lestri hafa fengið mann til að snúa hausnum sitt á hvað og spyrja sjálfan sig, er ég eitthvað skrítin eða er ég að lesa reifara eða einhverja lýsingu á óraunveruleika, sem ég taldi aldrei geta verið raunveruleika, sko trúði því ekki lengi vel að til væri svona mikið siðleysi í okkur Íslendingum, en fjandinn hafi það, mörg okkar tóku þátt í þessari geðveiki sem var að lifa um efni fram er. Ég er að sjálfsögðu löngu búin að uppgötva sannleikann og hann var sár, ég kaus engan í síðustu kosningum hafði bara ekki geð í mér til þess, en nota bene hafði væntingar til þerra sem kosnir voru á þing varð á í messunni enn einu sinni, mun aldrei treysta þessu fólki neinu af því aftur.

Verst þykir mér ógeðslegi sleikjuskapurinn sem hefur verið ráðandi, þeir aumingjans menn sem eiga sama sem ekki neitt, viðhafa hann mest, ekki að hann sé að byrja í dag, Nei nei, hefur verið hér í tuga ára. hvenær skyldu menn muna að við erum best bara eins og við erum. Sumir eru spennufíklar græðgin verður þeim ætíð að falli og þeir eru öllum til vansa. Sumir eru ekki afar vel gefnir og auðvelt að teyma þá út í aðgerðir sem eru ólöglegar. Hvað skildi verða um peðin núna, þessir stóru sleppa nú örugglega flestir.

Mér hugnast nú eigi aðstæður þeirra sem ekkert eiga og hryllir við því ástandi sem koma skal, þar hef ég mestar áhyggjur af börnunum, þau verða alltaf verst úti.

Verðum við ekki öll að vera á varðbergi, hlú að þeim sem eiga um sárt að binda þó við eigum ekki peninga þá að sína hlýu, góð orð og um fram allt kærleika. Nú fer sumarið í garð og ég kallaði það um daginn sumarið sem allir verða heima, hvernig væri það að halda götugrill, kynnast nágrönnunum og rækta garðinn sinn, ekki dónalegt það.

Kærleik á línuna
Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gæti ekki verið meira sammála, kærleik til þín

Ásdís Sigurðardóttir, 14.4.2010 kl. 11:34

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Ásdís mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.4.2010 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband