Hundruðir manna farast í jarðskjálfta

Um fjögurhundruð manns fórust í öflugum jarðskjálfta í vesturhluta Kína á áttunda tímanum í morgun að staðartíma. Óttast er að þúsundir til viðbótar séu særðar, en skjálftinn nam 6.9 á richter skala. Skjálftinn varð í hinni afskekktu Yushu-sýslu í Qinghai héraði og er talið að upptök hans hafi verið á um 10 km dýpi. Verst úti varð bærinn Jiegu og eru flestar byggingar þar ónýtar auk þess sem skriður hafa gert vegi ófæra, líklegt er að tala látinna eigi eftir að hækka.

Svona fréttir erum við búin að fá margar á þessu ári sem og undanförnum árum, það eru jarðskjálftar hvirfilvindar svo og aðrar náttúruhamfarir, þessar fréttir vekja hjá mér sársauka, samúð og svo reiði yfir því að stundum hafa yfirvöld getað gert eitthvað í málunum áður en blessað fólkið varð fyrir þessum ósköpum. Margar þjóðir hafa orðið illa úti og misst marga, sem í raun skiptir ekki neinu því að missa einn er of mikið fyrir eina fjölskyldu, hvað þá heimili sitt og allt sem var í kring.

Margt á sér engin landamæri að mínu mati eins og kærleikurinn, hamfarafréttir, tilfinningasveiflur í sambandi við allt, meira að segja gosreykurinn frá Eyjafjallajökli hefur stór áhrif á flugsamgöngur, merkilegt hvað ég vissi lítið um það enda ekki verið mikið um eldgos af þessari stærðargráðu í minni tíð
Hvað þá að við höfum misst marga í þeim hamförum. Það eru snjóflóðin sem hafa tekið frá okkur fólkið okkar það er sárt og ógleymanlegt fyrir þá sem misstu og alla þjóðina því við tókum og tökum þátt.

Hugsið án landamæra um afleyðingar hamfara, missirinn, hungursneiðina, sem varir jafnvel í mörg ár því það tekur tíma að byggja upp og rækta, en við eigum þó fólkið okkar, mat og hvort annað.


Kærleik í helgina ykkar
Milla
Heart


mbl.is 400 farast í jarðskjálfta í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Milla.

Þetta er allt samn rétt hjá þér.

Ég kom inn á þennan atburð í gær. Það hafði nánast enginn áhuga á að hugsa til þeirra. Sorgleg staðreynd.

Kærleikskveðja á þig og þína.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 08:38

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góðan dagin Milla mín..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.4.2010 kl. 08:40

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis til þín Þórarinn minn, já því miður erum við oft fljót að gleyma öðrum, en ef fólk mundi hugsa að þetta væru börnin þeirra þá kannski mundi horfa öðruvísi við.

Mér finnst það einnig  ömurlegt að fólk er að eyða tugþúsundum í ferðir til að skoða okkar náttúruhamfarir ég teldi nú vera nær að gefa til þeirra sem ekki eiga fyrir mat.

Kærleik til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.4.2010 kl. 10:11

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Daginn Silla mín, er ekki allt í góðu í Sandgerðinu?
Knús í Heiðarbæinn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.4.2010 kl. 10:11

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 15.4.2010 kl. 12:28

6 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Jú allt í góðu..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.4.2010 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband