Hvaðan koma öll orðskrípin

Gígurinn í 
Eyjafjallajökli.. Myndin var tekin úr TF Sif í gær.

Gígurinn í Eyjafjallajökli.. Myndin var tekin úr TF Sif í gær.

// Innlent | mbl.is | 16.4.2010 | 04:41

Ófrýnileg ásýnd Eyjafjallajökuls

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar náðu síðdegis í gær ratsjármyndum af gígunum í Eyjafjallajökli. Megingosopin eru þrjú og er hvert þeirra 200-500 metrar í þvermál.

„Kl. 17:11 er þessi magnaða mynd tekin að djöflinum sjálfum. Var hann eitthvað að blása og mása á Eyjafjallajökli, skilaboðin bara ekki nágu skýr til að við föttuðum hann. Hann er kannski eitthvað fúll yfir ICESAVE og hrunskýrslunni..." segir í flugskýrslu TF-Sifjar, flugvélar Landhelgisgæslunnar.

Hef verið að flakka á milli bloggasíðna og orðalepparnir sem viðhafðir eru hjá sumum bæði í bloggi og í kommentum er bara hreint útsagt eigi sæmandi fullvita fólki, ekki nóg með það heldur eru hamfarirnar sem ganga yfir okkur þessa daganna notaðar til samlíkingar við Icesave og hrunaskýrsluna, finnst fólki þetta eitthvað fyndið?

Ég er eins og aðrir sár og reið yfir því sem er að bitna á okkur núna, en hef tekið þá ákvörðun sem er rétt í mínu tilfelli að vera ekki að eitra mína tilveru með viðurstyggilegum orðaleppum um allt og alla.Leiði þetta eins mikið hjá mér og hægt er og ekki er mikið talað um þessi mál á mínu heimili enda börnin ætíð hér og þau mega ekki verða óróleg yfir kjaftagangi og jafnvel röngum framsetningum af ástandi landsins okkar. 

 Hættum að ata sjálfum okkur auri með óviðeygandi orðaleppum.
 Hugsum um sálartetrið okkar og annarra
.


mbl.is Ófrýnileg ásýnd Eyjafjallajökuls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér !

Rabbi (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 12:45

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir það Rabbi minn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.4.2010 kl. 12:56

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Mikið er ég ekki sammála þér. Mér finnst þetta bara vera allt í lagi, að létta sér aðeins lundina meðal hala og sprunda

Ég get síðan ekkert séð að gamanið geri neinum óleik.

Guðni Karl Harðarson, 16.4.2010 kl. 13:30

4 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Þetta er meiri helgi slepjan sem lekur af þér manneskja!

Þórarinn Baldursson, 16.4.2010 kl. 14:57

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Fyrirgefðu herra Guðni Karl, en gamanið er ætíð á oddi hjá mér, en ekki hugnast mér það afar að tala um að djöfullinn sé reiður vegna hrunaskýrsluna og Icesave, ef hann er til og ef honum finnst eitthvað þá ætti hann að vera glaður með ósómann.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.4.2010 kl. 20:41

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þórarinn, engin er að biðja þig að lesa mitt blogg hvað þá að hafa skoðun á því.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.4.2010 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband