Hugurinn reikar, en fyrst þetta.

Gleðilegt sumar kæru vinir
Og takk fyrir veturinn.

Já merkilegt hvað hugurinn reikar svona á merkisdögum eins og sumardagurinn fyrsti er, varla man ég eftir honum öðruvísi en í snjó og látum, en í dag er reyndar snjór en sólin skín og allir vegir auðir. Veturinn er búin að vera mér og mínum góður, ég átti yndisleg jól og mikinn gæðatíma með mínum, veiktist í janúar og er búin að vera lassarus síðan, fór nú samt suður fyrir Páska kvaddi kæran frænda, hitti næstum alla ættingjana mína í fermingarveislum, Lísbet Lóa mín, yngsti engillinn í fjölskyldunni fékk nafnið sitt í kirkjubækurnar og ferðin var bara æði.


Merkilegt, finnst sumum, að er eitthvað fjarar út í lífi manns þá kemur eitthvað annað í staðinn, en mér finnst það ekki neitt merkilegt heldur bara eðlilegt, sko það fjarar eitthvað út eða gerist eitthvað og maður þarf að takast á við mál í sambandi við það, en það er eitthvað sem kemur inn í staðinn og það finnst mér svo eðlilegt og gott. Maður verður að vera sveigjanlegur og aðlaga sig að þeim aðstæðum sem koma upp, tilgangslaust er að velta sér upp úr eymd þó svo að?

Ég fór fram í Lauga í morgun og tók ljósin mín með, það var þemadagur í skólanum byrjuðum á að vera viðstaddar kynningu um Japan sem englarnir mínir unnu og kynntu og það var alveg frábært hjá þeim, skoðuðum síðan sitthvað annað og enduðum þar sem krakkar voru að prjóna fígúrur til handa börnunum hamfarasvæðum og þau eru mörg sem hafa komið til á örfáum mánuðum.

Fengum okkur léttar veitingar í matsal skólans sem að sjálfsögðu Kristján kokkur stóð fyrir og það er aldrei neitt af verri endanum sem hann bíður upp á. Fórum svo aðeins upp til Dóru horfðum á eina mynd, skoðuðum nýju fötin sem þær voru að fá að utan, þau voru æði.

Er alveg skemmtilega þreytt eftir daginn vaknaði 7 í morgun þá voru Gilla og hennar komin á fætur við drifum morgunmat á borðið síðan fóru þau austur á Breiðdalsvík, en koma aftur á morgun og þá verður sko svínasteik á borðum.

Knús í ykkar hús og megið þið eiga yndislegt sumar.
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gleðilegt sumar elsku Milla hlakka til að hitta þig á Mærudögum.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.4.2010 kl. 17:40

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æði komið þið þá Ásdís mín, það verður skemmtilegt,
Knús til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.4.2010 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband