Flottir dagar
25.4.2010 | 09:30
Gilla, Leszik og krakkarnir komu til okkar á miðvikudaginn var, það var æði að hitta þau, en þau voru að fara til Breiðdalsvíkur að skoða aðstæður, eru nefnilega að flytja þangað. Þau komu svo aftur á föstudeginum og fóru í gærmorgun.
Ég fór með ljósin mín fram í Lauga á sumardaginn fyrsta, en þar var opið hús og unga fólkið sem þar er voru með sýningar á því sem þeim fannst vera mikilvægt fyrir lönd heimsins, englarnir mínir voru með kynningu á Japan, tungumáli þeirra og menningu enda telja þær það eitt það mikilvægasta fyrir hverja þjóð að varðveita. Þessi kynning var stórkostleg hjá þeim, stóð hún yfir í 45 mín.
Á föstudeginum var ég að undirbúa kvöldverðin, versla það sem vantaði upp á, aðallega einhvern óþarfa, þið vitið nú hvernig maður er, en ég var með purusteik, brúnaðar kart, rauðkál, gr. baunir, súrt og sætt nú má ekki gleyma Waldorfsalatinu, það var borðað vel, ís á eftir fyrir þá sem höfðu list.
Nú á Laugardagsmorguninn vorum við Gilla vaknaðar kl 6 hún er nefnilega eins og ég, vaknar snemma við spjölluðum þar til fólkið fór að drattast fram, höfðum til morgunmat og spjölluðum ætluðum aldrei að geta hætt, en þau áttu eftir að keyra alla leið til Ísafjarðar. Ég sé þau fljótlega aftur, þau flytja í júní.
Um kvöldið vorum við boðin í gamaldags og gott lambalæri hjá Ingimar, en hann á afmæli í dag þessi elska, til hamingju með afmælið kæri tengdasonur.
Hér koma svo nokkrar myndir af heimsókn Gillu og c/o
Gilla og Leszik
Sigurlaug Brynja, hún er yngst
Gunnar Smári og Halldór Örn, flottir strákar
Gísli með hundana sér við hlið, Neró kúrir í sófanum,
en Perla vil láta klóra sér, Gilla að lesa Bændablaðið.
Perla vildi fá Neró til að leika við sig, en Neró nennir ekkert að leika
við svona fjörkálf eins og Perlu, hún er bara 9 mán.
Takk fyrir komuna dúllurnar mínar.
Athugasemdir
Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2010 kl. 12:38
Það hefur greinilega gaman fyrir ykkur að fá þessa heimsókn og það er ekki að spyrja að matargerðinni hjá þér Milla mín.
Knús til þín elskuleg.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 16:17
Hæ hæ Milla og þið bæði. Eftir því sem ég best veit er Ómar Bjarnþórsson skólastjóri á Breiðdalsvík..Þú mannst eftir honum..Þar verða krakkarnir í góðum höndum. Hanna Þóra er fésvinkona mín:):)
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 25.4.2010 kl. 16:24
Jónína mín það var sko fjör hjá okkur, þau voru sko í því að segja mér brandara og við ræddum um ýmislegt annað, þeim hlakkar mikið til að flytja, frænka þeirra er bóndakona rétt fyrir ofan Breiðdalsvík og það líkar þeim vel.
Leszek sem er Pólskur var afar hrifinn af svínasteikinni.
Ég byrjaði að vera með Gísla árið áður en Halldór Örn sem er elstur fæddist svo ég er búin að þekkja þau, alltaf og það hefur verið gott samband á milli okkar.
Kærleik og gleði í þitt hús.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.4.2010 kl. 07:21
Er það virkilega Silla mín, það er yndislegt, enda var Gilla afar hrifin að tala við hann, hún þurfti náttúrlega að kanna allt áður en hún tók ákvörðun um að flytja segi henni frá þessu.
Knús í Heiðarbæinn
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.4.2010 kl. 07:23
Gott og gaman hjá þér Milla mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2010 kl. 18:01
Takk fyrir mig
Jóhanna Magnúsdóttir, 26.4.2010 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.