Hún passar nú sjaldnast þessi stjörnuspá.

Sporðdreki:
Dagurinn verður annasamur, ekki síst fyrir hádegi.

Með réttu lagi tekst þér að sigla milli skers og báru.

Morguninn hjá mér var afar rólegur, svaf til 8 eftir bara nokkuð draumlausa nótt, enda bað ég um frið fyrir draumum, naut þess að kúra í mínu fleti á meðan Gísli minn var í sjæningunni, drattaðist svo í morgunmatinn og að vanda í tölvuna eftir hann, fer aldrei í sjæningu fyrr en meðölin eru farin að virka, gott að  tengja sig á meðan.

Gísli kom inn og spurði hvort ég væri ekki alveg stabil, hann ætlaði í göngutúr, varð næstum ekki stabíl við þá tjáningu, en hann hefur ekki farið út að labba í 2 ár, batnandi mönnum er best að lifa. Hann fór í sinn göngutúr, sem eigi var mjög langur það er heldur ekki gott svona í fyrsta skipti.

Við fengum okkur te og brauð um 11 leitið og síðan ryksugaði hann allt húsið, ætlum ekki að gera meira fyrir þessa helgi erum búin að vera svo dugleg.

Ég á að geta silgt á milli skers og báru, sem sagt vegna anna, en sannleikurinn er að eftir hádegið  skrapp ég í búðina, síðan í bakaríið til að kaupa eitthvað fyrir ljósin mín með kaffinu, en eldra ljósið er veikt heima. Siðan fór ég heim og skreið upp í rúm og svaf til fjögur, erum búin að fá okkur kaffibollann og hafraheilsukökur með, en síðan verður kjúklingur í kvöldmatinn, með salati og sýrðum rjóma.
Þetta eru nú allar annirnar

En það er nú í lagi þó eigi séu miklar annir, get þá safnað kröftum ekki veitir af um hvítasunnuna að hafa kraftinn.

Kærleik á línuna
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kærleikskveðja til þín elsku Milla vona að þér líði vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.4.2010 kl. 20:43

2 identicon

Sæl Milla.

Trú    Von    Kærleikur

og er hann þeirra mestur.

Kærleikskveðja á alla þína.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband