Að sýna tillitsemi

Sótt hafa að mér hugsanir um lífið okkar allra, sumir hafa verið giftir allt sitt líf, sama makanum, en aðrir hafa skilið eða slitið samvistun margoft, ég þekki ungt fólk sem er búið að vera gift í 20 ár eða svo og eiga öll sín börn saman og það þykir afar sérstakt, einnig þekki ég fullt af ungu fólki sem er búið að eiga marga maka eða sambýlinga og það þarf að vanda vel til ef eigi á að bitna á börnum og öðrum fjölskyldumeðlimum, oft hefur fólk þroska til að gera þetta í góðu, en aðrir búa til fæting úr öllu og nota börnin sem bitbein.

Hvernig ætli standi á að maður lendir í svona karma trekk í trekk, fyrst var ég gift æskuástinni í 2 ár síðan manni no 2 í 27 ár, og uppskar þessi yndislegu börn sem ég á  með þessum mönnum, er ég skildi í seinna skiptið ætlaði ég aldrei að ná mér í mann aftur, en það fór nú á annan veg.

Kynntist manni no 3 og bjó með honum í 13 góð ár, hann á 6 uppkominn börn og hóp af barnabörnum og langafabörnum, ég á 4 börn og 10 barnabörn, þessi yndislegu börn mörg muna bara eftir okkur saman sem ömmu og afa, eigi er auðvelt fyrir þau að skilja þetta strax þau þurfa tíma til að venjast þessum breytingum og þau munu fá hann og engin mun banna þeim að hitta okkur ef þau vilja.

Við vorum á Eyrinni um daginn þá hringdi hann í mig, er við vorum búin að tala smá þá spurði litla ljósið hver hefði verið að hringja og ég sagði: ,, afi og hann bað að heilsa ykkur", stóra ljósið mitt sagðist vera ánægð að afi væri hjá sínu fólki, þá sagði litla ljósið, en hann á líka fjölskyldu hér." Svona upplifa þau samveruna með afa og ömmu og við getum ekki tekið þetta af þeim þó að við séum búin að slíta samvistum.

Í gær vorum við að borða saman öll, ég bað eina elsku að leggja á borðið á meðan ég færi aðeins niður í bæ, er ég kom aftur var engin diskur í afa sæti, ég spurði hvort við ættum ekki að leifa Dóru frænku að sitja við endann, jú jú sagði hún og breytti þessu. Þetta segir okkur heilmikið, ekki satt?

Held að það vanti hjá mörgum sem eru að skilja eða í sömu sporum og ég að það sé tekið tillit, við verðum að vera þroskuð, tillitsöm og ég vona svo sannarlega að það takist hjá okkur.
Þetta er hvorki auðvelt fyrir börnin eða okkur.

Kærleik á línuna
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kærleik til þín elskuleg mín.  Þú segir oft svo fallega frá og ert svo skilningsrík.  Mundu bara að hver er sjálfum sér næstur og við þurfum öll að vara hæfilega sjálfselsk til að eiga eitthvað afgangs fyrir alla hina.  Megi allir góðir vættir vera með þér og þínum

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.6.2010 kl. 07:47

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku vinkona, ég er að læra að hugsa um mig því ég hef ekki heilsu í annað, við tölum saman á hverjum degi við Gísli og það er allt í góðu og ég vona að það verði þannig.

Kærleik til þín og þinna ljúfust.
Þín Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.6.2010 kl. 11:07

3 identicon

Sæl ljúfan mín.

Mikið er orðið langt síðan ég hef litið hér inn hjá þér og mætti ég bara skammast mín.

En Milla mín þú þekkir hjón sem eru búin að vera gift í 40 ár sem sagt mig og hann Finn minn og það eru 50 ár síðan ég ákvað að giftast honum he he bara tíiu ára gömul og auðvita tók nú ekki neinn mark á því en semsagt gift í 40 ár. Ég sé ekki eftir þessum árum og er afskaplega þakklát honum hvernig hann tekur á veikinum mínum sem sem er ekki auðvelt stundum þega að ég er alveg ga,ha, he.

Ljúf kveðja til þín kæra vinkona. 

egvania (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 23:03

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Ásgerður mín ég þekki ykkur og dáist af hvað þið eruð ætíð ástfangin, þetta kallar maður sanna ást.
Kærleik til ykkar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.6.2010 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband