Fyrirmyndir mínar
29.6.2010 | 22:29
Fyrirmyndir mínar eru margar, það voru Jórunn amma og Jón afi þau voru alveg sérstök alltaf svo góð maður fann hlýjuna frá þeim alltaf og svo man ég hvað þau gerðu mörgum gott sem minna máttu sín.
Það var ætíð gaman að koma í Nökkvavoginn til þeirra.
Pabbi var besti vinur sem ég hef átt, hann var alltaf í góðu skapi og elskaði okkur öll kröfulaust.
Mamma var fyrirmyndin í öllu því sem maður kann bæði til saumaskapar, matargerðar og að maður gæti gert alla hluti sjálfur.
Vinkonu á ég nýfengna, en eldgamla samt sko hún er ekki gömul, bara vinskapurinn og er hún mikil fyrirmynd hjá mér.
Svo eru það barnabörnin mín sem ég er í afar góðu sambandi við, þau eru sko góðar fyrirmyndir, þau væru það ekki ef þau ættu ekki svona yndislega góða og réttsýna foreldra.
Ég gæti örugglega talið upp miklu fleiri, en þetta er gott að sinni.
Takk elskurnar mínar allar bæði farin og hér á þessari jörð, elska ykkur öll afar heitt.
Athugasemdir
Knús á þig elskuleg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2010 kl. 11:40
Þú ert yndisleg Ásthildur mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.7.2010 kl. 18:20
Jóhanna Magnúsdóttir, 1.7.2010 kl. 23:42
Knús Milla mín
Auður (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 07:23
Takk Jóhanna mín, þetta koment fékk mig til að hugsa og minnast, það er svo gott að detta ofan í gamla góða tíma.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.7.2010 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.