Gaman gaman.
14.7.2010 | 21:46
Einu sinni hefði mér þótt afar leiðinlegt að standa í flutningum, það var þegar ég ríghélt í hvern hlut sem ég átti, en nú er öldin önnur, það er svo gaman að vera að flytja og losa sig við alla gömlu orkuna sem fylgir gömlu hlutunum sem ég hef sallað að mér í tímana rás. Nú sit ég hér í gömlu íbúðinni minni það er búið að pakka öllu sem ég ætla að eiga allt annað er komið á haugana eða í nytjamarkaðinn hér í bæ ekki nóg með það, allt er farið upp í hús nema stóru hlutirnir sem ekki eru nú margir, en þeir fara um helgina og þá flyt ég til Millu minnar þar til ég fæ íbúðina fyrsta ágúst.
Tveir hjálparkokkar, frænkurnar Aþena Marey og Friðrikka
Hálf tómlegt orðið í tölvuverinu
Ekki líkt því sem áður var
Þarna er einn kassi svona rétt til að henda niður smádóti
Tómlegt sæta hornið mitt
Fékk náðasamlega að hafa kaffikönnuna, pappadiska og smá annað
Ætla ekki að lýsa því hvað ég hlakka til að koma mér fyrir á nýja
staðnum, það verður bara yndislegt og ljósin mín ætla að hjálpa
ömmu, englarnir mínir verða farnar suður, en þær eru búnar
aldeilis að hjálpa ömmu sinn.
Gaman að sýna ykkur svona hráa íbúð og svo mun ég birta ykkur
myndið frá nýja staðnum og það verðu sko breyting.
Knús í allra hús.
Athugasemdir
Halló Milla ég ætla sko að heimsækja þig þegar að þú ert búin að koma þér fyrir og kynnast þessari nýju Millu. Hlakka til.
egvania (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 23:29
Gangi þér vel að koma þér fyrir í nýu íbúðinni, já það hlítur að vera gott að losa sig við eithvað af dóti,ekki einleikið hvað maður hefur sankað að sér. Var að spá í að fá þig sem fés vinkonu ef þú ert það. Takk fyrir góð ráð varðandi reikingarnar þarf að passa að þyngjast ekki um of. Gengur vel er komin á 7 viku með þessu undralyfi. kærleikskveðja frá mér.
, 15.7.2010 kl. 05:55
Takk Ásgerður mín, þú munt bara koma af fjöllum er þú sérð breytinguna.
Knús til ykkar Finna í fríinu ykkar.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.7.2010 kl. 06:22
Til hamingju með velgengnina í að hætta að reykja, þú munt sigrast á þessu.
Já og takk vinkona mér á eftir að ganga vel, það verður bara yndislegt að dúlla sér við að dúlla upp nýja staðinn minn og þú ættir bara að vita hversu mikill léttir er í að losa sig við hluti sem bara eru þarna.
Já ég er á Facebokk og með ánægju vil ég vera vinkona þín þar.
Knús í hús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.7.2010 kl. 06:28
Hæ skvís. Þetta gengur vel sé ég, hlakka til að sjá þig í næstu viku. Knús
Ásdís Sigurðardóttir, 15.7.2010 kl. 11:48
Síðustu flutningar fóru eiginlega fram hjá mér þar sem krakkarnir okkar sáu um að græja hlutina. Við fórum og keyptum nýja búslóð og fjölskyldan sá um að koma öllu fyrir þar sem ég var of veik til að standa í sollis veseni. En auðvitað vantar enn nokkra smáhluti sem ég er að sakna öðru hverju, en allt kemur þetta með kalda vatninu Gangi þér vel Milla mín. Annars á ég heima ennþá í Prag. Þar er dótið mitt og heimilið. Þetta hér er bara svona sumarbústaður (vonandi).
Ía Jóhannsdóttir, 15.7.2010 kl. 12:11
Sömuleiðis Ásdís mín, þú ert með gemsa-númerið mitt er það ekki verð nefnilega síma laus og ekki í internet sambandi, en verð hjá Millu minni að Baughól 12.
Knús í hús
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.7.2010 kl. 20:28
Já elsku Ía mín ég veit, en þú munt koma þér vel fyrir hvar sem þú verður fallega kona, þannig ertu bara.
Ég hugsa til þín á hverju kvöldi.
Kærleik til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.7.2010 kl. 20:32
Það er aldeilis stuð á minni, bara búin að pakka og allt á góðu róli. Það verður mikil breyting þegar þú flytur, spennandi að heyra frá þér þá og sjá breytinguna, vá, vá.
Knús til þín elskuleg.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 11:31
Já elskan, en það er nú eiginlega ekki ég sem pakka, en það veist nú, jarðýturnar voru á ferð og var allt farið upp í hús nema stóra dótið og pappadiskarnir.
Já það verður breyting, hún er eiginlega þegar byrjuð er samt enn þá að fatta hver ég er og hvað ég stend fyrir þú skilur
Verð nú ekki í miklu sambandi eftir daginn í dag læt tengja um leið og ég fæ húsið löglega 1/8. Mun nú kannski aðeins fara í tölvuna hjá Millu.
Kærleik til þín Jónína mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.7.2010 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.