Að eiga góðan vin.
2.8.2010 | 16:08
Já að eiga góðan vin, hvað er það í í hverju er það fólgið, góð spurning, en getur einhver svarað því, jú jú allir geta svarað því hver fyrir sig.
Ég hef átt fáa ekta góða vini um ævina, en alveg fullt af kunningjum, góður vinur er bara ætíð þarna eins og klettur og ævilega er hægt að leita til hans því annars er hann ekki sannur vinur.
Nú það gerist náttúrlega hjá flestum að finna sér vin, sama á hvaða aldri maður er, ég eignaðist tvo eigin menn sem kunnu ekki að vera vinir mínir síðan einn vin sem var bara ekki að passa fyrir mig.
Málið er nefnilega það að ef ég mundi verða svo heppin að eignast vin mundi ég vilja að ég gæti talað við hann þegar ég vildi og að við hefðum það skemmtilegt saman, værum skotin í hvort öðru ástfangin af lífinu, færum saman á tónleika, út að borða, kaffihús, og bara allt sem okkur langaði til og eitt væri afar nauðsynlegt að við værum sammála um að elska fólkið okkar afar mikið því hjá mér eru börnin mín og barnabörn það besta sem ég á, en það er að sjálfsögðu öðruvísi ást heldur en á milli manns og konu.
Þarna er ég að tala um vinskap í sambandi og engum vini að álasa því ég er nefnilega líka vinur.
Í dag á ég engan vin, en ég á samt mína bestu vini sem ég hef alltaf átt og það eru börnin mín og barnabörn, ég kalla tengdabörnin mín líka börnin mín,vini og bræður mína og þeirra fólk og er ég afskaplega þakklát fyrir þau öll, þau eru öll yndisleg við mig. Börnin mín og barnabörn munu ætíð verða hæðst skrifuð í mínu lífi engin getur komið í staðin fyrir þau, en það væri samt gott að eiga vin sem tekur þátt í mínu lífi
Takk fyrir mig að sinni það kemur framhald síðar.
Kærleik til ykkar allra
Milla
Athugasemdir
Auður mín ég er ekki að tala um aumar sálir eða neitt illt heldur bara þetta venjulega líf og hvernig það kemur fram við okkur, eða réttara sagt hvernig við látum það koma fram, en svo ef fólk lætur segjast þá er það bara yndislegt.
Allt hitt kemur ekki nálægt mínum huga því friðurinn er of mikill ynnra með mér til þess.
Knús til þín ljúfust
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.8.2010 kl. 19:53
Megi þér líða sem best vinkona! Skil þig svo vel. Þú átt bara að vera þú sjálf og lifa sem slík..Þú átt marga vini..og vittu til..ekki alla bara viðhlæjendur Milla mín!
Bestu kveðjur úr Heiðarbæ.
Silla.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 2.8.2010 kl. 20:01
Takk elsku Silla mín og takk til ykkar Gunna fyrir ykkar margra ára vinskap.
Kem bráðum suður og þá bjalla ég í þig.
Knús í Heiðarbæinn.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.8.2010 kl. 20:43
Sæl ljúfan.
Ég er eins og þú ég á kunningja og svo trausta vini, vini mína þarf ég ekki að hitta á hverjum degi, hverri viku, hverjum mánuði, jafnvel ekki ári en ég veit að vinir mínir eru til staðar og ég veit líka að ég fæ fréttir frá þeim um þeirra hagi.
Á þig lít ég sem vin, nálægt þér finn ég einlægni og traust, að vita af þér, hafa samband hér eða hugsa um þig veitir mér gleði.
Góða nótt og kveðja frá Finni.
Við viljum koma og skoða þig og nýju íbúðina þína en ekkert verður af því fyrr en í haust.
Hver er með Neró ??
egvania (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 21:43
Gott að heyra frá þér Milla mín, hvernig gengur að flytja inn?
Ásdís Sigurðardóttir, 3.8.2010 kl. 15:41
Það gengur Ásdís mín, verið að mála á milli þess sem er brjálað að gera hjá Millu og Ingimar, en ég er nú bara ánægð ef ég er búin að koma mér vel fyrir á jólum
Knús í hús
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.8.2010 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.