Millibilsástand

Já það er millibilsástand á mér þessa daganna, er hjá Millu, Ingimar og ljósunum mínum, tölvan hér er að sprengja allt af sér eða eitthvað svoleiðis kemst ekki vel inn á facebook, svo ég set hér inn smá færslu til að láta vita að ég sé alveg sprelllifandi. Á Húsavík eru mærudagar, bærinn er fullur af fólki og við erum afar stolt af okkar skreytingum svo ég tali nú ekki um móttökurnar og allan matinn sem fólk getur fengið sér, já bara hreint út um allan bæ. hér er yndislegt að vera og svo mikið að gera að hjá mínu fólki þar sem Milla mín er að vinna í Túrista þjónustunni og Ingimar er að selja fisk og franskar niður á bryggju. Ég fer á eftir að sækja englana mína fram í Lauga þær ætla að fara á ball með SOS sem er sko HLJÓMSVEITIN. Þær eiga svo að vinna á morgun, en hvað með það, maður gerði nú annað eins er ungur maður var.

Vonandi eftir helgi verður farið í að mála hjá mér í nýju íbúðinni, get nú farið að setja upp í skápa í eldhúsinu og í svefnherberginu er málningu hefur verið komið á veggi og loft þar, hlakka rosa til. Nú ég fæ síminn og allur pakkinn verður kominn eftir helgi, en mun ekki tengja tölvuna fyrr en búið er að mála þangað til verð ég ekki mikið á ferð um netið.

Eigið yndislega daga dúllurnar mínar
Milla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Elsku vinkona! Gangi þér allt í haginn!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.7.2010 kl. 21:50

2 identicon

Halló Milla mín ég veit að allt gengur vel hjá þér þú ert svo full af bjartsýni og gleði !!

egvania (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 23:30

3 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Já góðan daginn  Milla.

Já ég sá að víkinn  var flott  skreitt

Ég var þarna mjög seint á ferð á fimmtudagskvöldið og þú örugglega sofandi  

Valdís Skúladóttir, 24.7.2010 kl. 12:51

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Silla mín, sé þig vonandi fljótlega

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.7.2010 kl. 16:32

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir að sjá það elsku Ásgerður mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.7.2010 kl. 16:33

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Er ekki allt í lagi með þig vinkona, auðvitað var ég ekki sofandi, en sé þig fljótlega

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.7.2010 kl. 16:34

7 identicon

Yndislegt að heyra hvað allt gengur vel hjá þér Milla mín

Auður (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 01:13

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Auður mín og knús til þín og þinna

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.7.2010 kl. 14:37

9 identicon

Halló og gott kvöld mín kæra !

Alltaf sama bjartsýnin á þínum bæ, við höfum það ekki af að koma austur í þessu frí hans Finns.

Hér er mikið að gera en ekki hjá mér sennilega allir fegnir að ég sitji einhverstaðar og þegi, allir á fullu nema ég.

Um helgina hafa verið hér öll mín börn með sín börn, frábært ég naut þess í botn að vera amma og sjá hvernig lífið mitt var hér áður fyrr.

Hér vantaði eina tengdasoninn minn en hann komst ekki vegna vinnunnar.

Hér er verið að setja skjólveggi um allar hliðar lóðarinnar ætluðum að gera þetta fyrir mörgum árum en stóðum í endalausri baráttu við skipulagsnefnd þeirra tíma ( kommalykt ) en nú er sem sagt verið að girða og ætla synir okkar að sjá til þess að þessari vinnu ljúki áður en sá " gamli " það er húsbandið mitt, fer á sjóinn annars verður þessu lokið í september.

Vonandi hefur þú notið mærudaganna í botn og látið þér líða vel.

kveðja og ósk um gleði í hús þitt.

Tröllaskaga liðið.

egvania (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 22:14

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dúllan mín bjartsýnin er mér í blóð borin þó fokið geti í þá gömlu.

vonandi verður allt klárt áður en Finni fer á sjóinn, en ég mun reyna að koma til ykkar í haust.

Knús og kærleik
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.7.2010 kl. 11:41

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 1.8.2010 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband