Gjafir sem gleðja.

Hún Gulla vinkona mín kom í fyrradag og færði mér rós úr garðinum sínum, þetta eru gjafir sem gleðja,
gefnar af einlægni og kærleika takk elsku Gulla mín. Rósin er hér til hliðar.

Gærdaginn notaði ég til að fara á Eyrina, skrifaði undir sölusamning hjá Búseta og vænti þess að allt fari vel þar. Fór síðan í Touata umboðið og dúllaði mér smá í búðum, í Heim Hafsins fór ég til að heilsa upp á Huld og Halla keypti mér reyktan silung, íslenskt jurtakrydd og rúgbrauð. Er ég lenti á Húsavíkinni komu elskurnar Milla og c/o borðuðum við snarl saman.

Fór í morgun í búðir, merkilegt maður flytur á millihúsa og það vantar allt milli himins og jarðar og þá er bara að kaupa það, fór einnig í Töff Föt og fékk mér einar leggings. Kom heim gekk frá öllu saman skreið upp í rúm og svaf til þrjú það var bara yndislegt.

Síðan var matur hjá þeim kl 18 og er rétt komin heim og ætla bara að láta ykkur vita að ég er grútsyfjuð.

Kærleik á línuna



 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elskan mín svona rósir gleðja og lifa lengur í minningunni en rósin sjálf.

Ég á eina mynd af rós sem húsbandið mitt gaf mér á ferðalagi og sú rós lifði lengi og lifir enn í minningunni.

 Eigum við að láta vita af okkur þegar eyrarferð er í vændum og ef tími er til þá að hittast á kaffihúsi, þetta er nú hugmynd hjá mér og hver og einn verður að meta tíma sinn.

Ég verð á eyrinni á morgun og ætti að hafa tíma í kaffihúsaspjall, hvað um hádegið við hittumst síðast á Greifanum, ég er til ef þú ert til eða einhver úr okkar hóp.

egvania (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 16:57

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég get ekki verið á eyrinni á morgun, en læt vita í tíma ef ég get, er svo sannarlega til í hitting
Knús á þig dúllan mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.9.2010 kl. 17:58

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Knús á þig elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2010 kl. 17:56

4 identicon

Þetta er ekkert smá flott rós sem þú hefur fengið frá henni Gullu. Æðislegur liturinn líka. Gott að þú ert komin í tölvusamband.

knús í þitt nýja hús

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 20:35

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Jónína mín, veistu að rósin stendur enn jafnfalleg.
Heyrumst
Knús kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2010 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.