Haustið

Held bara að haustið sé minn uppáhaldstími, það er svo margt að gerast vindurinn gælir við mig ekki kaldur heldur ekki heitur. Laufin af trjánum falla og segja mér að þau komi aftur að vori, ég var nefnilega að flytja í annað hús og í garðinum eru stór og falleg tré, þegar ég ligg á koddanum á kvöldin hlusta ég gjarnan á þau og ég er ekki að plata er ég segi að þau tala við mig og segja mér svo margt sem þroskar huga minn, fer með bænirnar mínar og hugsa um fólkið mitt og þá sérlega elsku barnabörnin mín horfi á Neró minn sem sefur mér við hlið og sofna hamingjusöm því ég er svo rík.

Nú allt fer í fastar skorður börnin byrja í skólanum, sem er alveg sérlega skemmtilegur tími að mér finnst, það er svo gaman að fylgjast með þeim og þeirra framförum.

Mér finnst líka svo skemmtilegt er hausta tekur að vera inni finna heimilið  mitt umvefja mig, elda mat og stússast í kringum fólkið mitt, er kvölda tekur set ég góða tónlist á kveiki á kertum og tek mér ljóðabók í hönd, ég elska góð ljóð, ljóð sem hafa boðskap sem höfðar til mín. Í ljóðum er svo mikill sannleikur, stundum næ ég honum ekki strax les aftur og aftur þar til ég skil boðskapinn.

Þegar ég er búin að koma mér vel fyrir hér þá fer ég að dúllast í jólaundirbúning (er svolítið lengi að gera hlutina) þá verður allt tilbúið fyrir 1 des og er englarnir mínir koma heim í jólafrí.

Veturinn ætla ég svo að nota vel til að ná betri heilsu skoða hug minn vel og lifa lífinu eins og mér finnst best hverju sinni, gera það sem ég vil og láta engan stjórna í mínu lífi einu verurnar sem fá að stjórna í ömmu sinn eru barnabörnin þau eru toppurinn á tilverunni.

Ljós og frið til ykkar allra
Milla.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ljós til þín líka Milla mín, minn tími er líka haustið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2010 kl. 16:25

2 identicon

Það er nú bara svo kósý hjá þér að það liggur við að maður renni norður.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 19:32

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Ásthildur mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.9.2010 kl. 20:03

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín, það er kósý eða verður það er búið er að mála þá get ég farið að koma mér endanlega fyrir, en eldhúsið er tilbúið herbergin, baðið og svefnherbergin, tölvan komin í gagnið ekkert sjónvarp það gerir nú ekkert til fyrir mig, en Aþena mín er sko ekki par hrifin að pabbi hennar skuli ekki vera búin að tengja þetta allt saman hahaha.
Þú ert nú ætíð velkomin Jónína mín það veistu nú alveg.
Knús kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.9.2010 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.