Gat nú svo sem verið.

Staðsetningin alveg frábær og í anda þeirra sem skipuleggja, bara að ná öllum frá þessum hrikalegu krummaskuðum úti á landi, sem kosta allt of mikla peninga.

Risaverksmiðja í pípunum

Árið 2014 er stefnt að því að ný verksmiðja sem framleiðir dímetýl-eter, litarlaust gas sem hægt er að nota sem eldsneyti, verði komin í gagnið á Grundartanga og að framleiðslan, um 500 tonn á dag, sjái íslenska skipaflotanum fyrir eldsneyti.

Það er náttúrlega gott að geta minkað innflutning á olíu, en hvað kemur þetta gervigas til með að kosta, reyndar er mér alveg sama, kvíði bara  er ég þarf augum að líta enn eitt ferlíkið er ég ek suður nóg finnst mér nú um nú þegar, en auðvitað get ég bara ekið hvalfjörðinn rétt eins og áður en göngin komu þá slepp ég við þetta augnkonfekt sem hugnast mér ekki svo.

Gott að koma því einnig að, við þurfum atvinnu núna og það úti á landsbyggðinni, við viljum sjálf fá að velja okkur hvar við búum.

Væri gott og afar skemmtilegt að rusla þessari ríkisstjórn í burtu því hún er ekki hæf til að höndla þau mál sem höndla þarf, eru nefnilega komnir í vasann á auðvaldinu.


mbl.is Risaverksmiðja í pípunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Omnivore

Þessi verksmiðja myndi minnka útblástur frá járnblendinu gífurlega. Það er ekki hægt að hafa hana neins staðar nema mjög nálægt mjög mengandi iðnaði. Ég er ekki sérlega hlynntur byggingum á verksmiðjum yfir höfuð en líst vel á þessa.

Omnivore, 18.9.2010 kl. 08:27

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Og haldið þið að ríkisstjórnin muni ekki stoppa þetta af,þetta getur skapað atvinnu.?

Ragnar Gunnlaugsson, 18.9.2010 kl. 09:28

3 identicon

Einkunn 1

Þetta er hreint væl og rökleysa frá upphafi til enda. Þetta verkefni er jákvætt fyrir alla landsmenn.

Kveðja frá Raufarhöfn

Lára (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 09:40

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Omnivore flott mynd af þér Krummar eru yndislegir.

Geri mér alveg grein fyrir að þetta minkar eitthvað, en hversu mikið og ætli ég sé ekki bara reið, ekki fáum við neitt hér norðan heiða.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.9.2010 kl. 10:04

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Alveg örugglega Ragnar, vonum bara að það verði komið fólk með viti inn á þing er kemur að þessu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.9.2010 kl. 10:05

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kæra Raufarhöfn, já gott fyrir sjávarútveginn kannski, en er nóg að gera hjá ykkur þarna fyrir austan?

Maður gefur nú eigi einkannir hér á blogginu bara segir sitt álit

Kveðja frá Húsavík

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.9.2010 kl. 10:09

7 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Alltaf gaman þegar fólk fer í einhverja gríðarlega fílu og landsbyggðarvörn, án þess að vita nokkuð um hlutina.

Eins og hrafninn segir, þá notar þessi verksmiðja úrgangsefni úr öðrum verksmiðjum til sinnar framleiðslu, og því er eina staðsetningin sem virkar við hliðina á slíkum verksmiðjum.

Þegar búið verður að reisa enn eitt fjandans álverið þarna norður á Húsavík, og bora fyrir gufu við hliðina á því, þá er kominn grundvöllur fyrir svona verksmiðju þar. Fyrr ekki.

En ég spyr þig eins og ég spyr alla aðra sem væla um aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í framkvæmdum. Hvaða peninga á að nota til framkvæmda, þegar það er ekki einu sinni hægt að borga þá reikninga sem eru þegar til staðar? Það skiptir ENGU máli hvaða hálfvitar eru í ríkisstjórn, (því við skulum hafa það á hreinu að þau er öll hálfvitar, hvort sem annað) það er alveg jafn lítið til af peningum til aðgerða núna. Við vorum búin að offramleiða ALLT (byggingar, atvinnu og annað) og það er bara engin þörf á neinu meira næstu 10-15 ári. Það eina sem getur lagað það er tímavél, en engin ríkisstjórn á slíkt.

Árni Viðar Björgvinsson, 18.9.2010 kl. 10:36

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er nú aldeilis gaman að þú skulir skemmta þér Árni Viðar, en bara rétt að láta þig vita að ég er ein af þeim sem fer aldrei í fílu.

Nú svo er ég fædd og uppalin í Reykjavík og ekki búin að búa á landsbyggðinni svo ýkja lengi, hvar býrð þú?

Það má margt annað koma en álver og það er þetta annað sem ég vil. Gaman væri að vita hvað þú vildir að fólk gerði næstu 15 árin, svo rétt að geta þess að nægir peningar eru til í þessu landi það er bara að forgangsraða rétt.

Vona að þú farir ekki í fílu karlinn og eigir góða helgi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.9.2010 kl. 13:15

9 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Þetta er svo mikið grín þessi umræða auðvita þarf að skapa atvinnu út á landi en veit ekki betur en að það sé í umræðunni endalaust að reisa álver á húsavík .

En það er eitt sem ég skil alls ekki og bið ég fólk um að leiðrétta mig ef þetta er rangt hjá mér .

En aflverju er fiskurinn okkar ekki full unnin hhér heima ?? Hef aldrei skilið þá hugsun að reisa verksmiðjur erlendis og vinna allskonar fiskrétti og senda þá til baka hingað ?? Væri það ekki hugmynd fyrir Húsvíkinga að setja upp svona verksmiðju Húsavík var jú einu sinni útgerðarbær :) en í sambandi við þessa verksmiðju þá á ég ekki von á að hún muni rísa er á landi einfaldlega vegna þess að við munum vinna gegn því sjálf með þessum neikvæðum umræðum því miður væri ekki fyrsta eða síðasta viðskiptar hugmyndi sem færi forgörðum 

Jón Rúnar Ipsen, 18.9.2010 kl. 14:01

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jón Rúnar það hefur verið og er í umræðunni að reisa álver á Bakka við Húsavík, það er einnig talað um aðra valkosti.

Þetta með að fullvinna fiskin hér heima er nú gert að hluta, þetta hefur að mig minnir verið reynt, en eigi gengið svo vel.

Ég kann nú ekki að segja af hverju þetta er ekki gert læt öðrum það eftir sem vit hafa á, minnir  bara að það séu búnar til fiskibollur hér vona að það sé ekki hætt.

Eina neikvæðnin í þessu hjá mér er að allt kemur á suðvesturhornið og er ég ekki sátt við það.

Takk fyrir þitt innlegg

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.9.2010 kl. 14:32

11 identicon

"ekki fáum við neitt hér norðan heiða"

Kostulegt :)

Þið eigið ekki "að fá neitt" - þið þurfið að gera eitthvað

sjálf - sýna frumkvæði. Það er ekki hægt að treysta á

að ríkisstjórn komið með einhverja mola til ykkar.

Þórður Magnússon (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 16:37

12 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Best væri kannski að framlengja Hvalfjarðargöngin fram hjá þessu ljóta verksmiðjuhverfi.

Emil Hannes Valgeirsson, 18.9.2010 kl. 17:05

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góð hugmynd sem þú kemur með þarna Emil Hannes, en held samt að ég mundi aka Hvalfjörðinn, er eigi svo hrifin af göngum, veit að þau eru af hinu góða spara manni bensín/olíu og svo kemst maður frekar leiðar sinnar í öllum veðrum frekar leiðinleg samt.

Takk fyrir þitt innlit og það er flott er við skiljum  kaldhæðnina.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.9.2010 kl. 17:28

14 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Sæl Milla, þegar þú keyrir suður þá beygirðu bara niður að Akranesi og ferð norðan við Akrafjallið, þá sleppurðu að mestu við að sjá verksmiðjuskrímslin við Hvalfjörðinn. Fiskbollurnar eru löngu fluttar suður í Garðinn, ertu ekki að fylgjast með kona?

Gísli Sigurðsson, 18.9.2010 kl. 20:29

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sæll Gísli auðvitað ekur maður bara í gegnum Akranes hef oft gert það, en bara óþarfi að geta þess í þessari umræðu.

Það var leitt þetta með fiskbollurnar, en þar sem ég kaupi þær aldrei þá var ég bara ekkert að leiða hugann að því, en gat svo sem verið að þær væru komnar suður með sjó Hahaha

Er ekki bara allt gott að frétta, kærar kveðjur í kef

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.9.2010 kl. 20:49

16 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Jæja Guðrún, erfitt að svara svona langt á eftir en ég skal reyna.

Það er gott að heyra að þú sért ein af þeim sem ferð ekki í fýlu, en þú ert í það minnsta neikvæð út í hugmyndina á að því sem mér finnst alveg kolvitlausum grundvelli, sem var það sem ég setti út á.

Þú setur út á útlitið. Vilt ekki sjá ljóta verksmiðju á leiðinni suður. Allt í lagi, við skulum bara hafa hana inni í miðbæ... miklu skárri þar.

Þú setur út á mögulegt söluverð þessa eldsneytis, þó svo þú segir reyndar að það muni aldrei skipta þig máli.. sem er rétt, þar sem þetta verður eingöngu notað á skip en ekki fólksbíla. En alveg sama hversu dýrt það er, þá er það unnið 100% innanlands, sem þýðir að það þarf ekki að flytja það inn, sem þýðir að það eru engin útgjöld í erlendri mynt, sem þýðir að þetta verður eitthvað ódýrara en olía, ásamt því að bæta við eldsneytisforða plánetunnar.... sem er allt jákvætt.

Þú setur út á það að framleiða vinnu hér á suðurhorninu, vegna þess að þú ert ekki hér. En er ekki öll vinna jákvæð á þessum síðustu og verstu? Er virkilega þannig komið fyrir okkur að við getum ekki glaðst yfir því að samlandar okkur fái vinnu, sama hvar á landinu þeir eru?

Og að lokum setur þú út á ríkisstjórnina, og segir hana óhæfa til að takast á við þau mál sem hvíla á þjóðinni.. sem tengist þessu máli reyndar ekki neitt, en er engu að síður ekki réttara en svo að þínir menn (alveg sama hverjir það eru) væru ekki að gera neitt öðruvísi eða betur.

Ég er fæddur og uppalinn á Akureyri, og bjó þar fyrstu 25 árin eða svo. Síðan þá hef ég búið í Reykjavík. Ég er því 'landsbyggðarpakk' af bestu gerð, og er búinn að horfa upp á þessa landsbyggðarmaníu og suðurlandshatur í mörg ár og mér býður við því hvernig fólk getur hagað sér eins og við séum tveir mismunandi kynstofnar í stríði. Fólkið í bænum (sem er annars bjánalegt, að þau skuli vera svona stolt af borginni en heimta samt að draga úr og kalla einu borg landsins bæ..) talar um fólkið úti á landi eins og einhverja hillbilly rednecks sem geta ekki lagt saman 2+2, á meðan fólkið úti á landi drullar yfir þessa sauðheimsku sunnlendinga sem þykjast vera svo miklu betri en allir aðrir.

Ég skynjaði smá af slíku frá þér, sem var megin ástæðan fyrir því að ég ákvað að svara þér, en það gleður mig að heyra að þú sért brottfluttur sunnlendingur sem flutt er í 'sveitina'. Þú ert þá örugglega mun nær jörðinni en flestir aðrir. :)

Sí og æ sé ég fólk koma með þessa staðhæfingu "það er nóg annað hægt að gera en álver". Já, frábært... HVAÐ? Það er nefnilega eitthvað sem enginn virðist geta klárað. Við erum búin að offramleiða ALLT síðustu árin og áratugina. Það vantar EKKERT (ekki einu sinni álver) í þetta land sem hægt er að framleiða og búa til pening með því.

Þetta hefur ekkert með það að gera hvað ég vil sjá fólk gera næstu 10-15 árin. Þetta hefur allt með það að gera að við verðum að sætta okkur við það að þjóðin í heild sinni er búin að gera stykki sín langt upp á bak og það mun taka alveg feykilangan tíma að  bæta úr því. Það verður hreinlega bara ekkert fyrir okkur að gera af neinu viti á næstunni, og ef Guð lofar þá mun ALDREI verða jafn fáránlega mikið að gera eins og búið er að vera síðustu árin... því það var ÞAÐ sem kom okkur í skítinn.

Þessir duglausu aumingjar í ríkisstjórninni fá síðan það gleðiverkefni að taka við þjóðarbúinu í þessum skít og gera það sem hægt er að gera til að bjarga því. Þú snýrð ekki olíutankskipi við á tíkalli. Staðreyndin er sú að það besta sem gat komið fyrir Sjálfstæðismenn, var að þeir fengu ekki að vera með í stjórninni núna, því þeir vissu að það myndi enginn árangur nást þetta kjörtímabil og allir myndu hata þá sem sætu í stjórn á þessum tíma. Síðan koma þeir eins og bjargvættirnir að tímabilinu loknu, halda áfram að snúa skipinu sem er löngu byrjað að snúast, og allir munu hrópa húrra og þakka þeim fyrir að bjarga okkur. Við erum ein sú al heimskasta þjóð sem dvelur á þessari plánetu. Við munum aldrei lengra en 2-3 mánuði aftur í tímann, og erum búin að steingleyma að það voru Sjálfstæðismenn og Samfylking sem ríktu yfir okkur þegar landið stýmdi stjórnlaust í strand.

En ég er annars bara þrusu fínn þakka þér, alls ekki í fýlu að nokkru leyti, og óska þér sömuleiðis frábærrar helgar.

Árni Viðar Björgvinsson, 19.9.2010 kl. 01:28

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Árni Viðar, Góðan daginn  verð nú aðeins að snara þér tel það vera kurteisi.

Engin telur mig neikvæða, ekki ég heldur, en veistu mér finnst nú svolítið gaman að fólki sem ákveður alveg án þess að þekkja mann hvernig maður er, ef þú hefðir lesið bloggið mitt undanfarin ár þá sæir þú að eigi hef ég Bloggað mikið um landsmálin, pólitík ákvað nefnilega fljótlega eftir hrun að taka ekki þátt í þessum viðbjóð sem ritað var á síður bloggsins þá.

Oft hefur mér langað til að taka þátt en getað stillt mig "næstum"

Það sem þú skilur ekki sem mínir vinir skilja vel það er kaldhæðnin hjá mér, auðvitað er mér ekki sama um afkomu okkar lands.

Ef ég byrja í nýrri vinnu þá er mér kennd hún frá grunni og ef ég veit ekki eitthvað þá spyr ég til að vera viss, við erum ekki fullkomin.

Allir sem komið hafa og verið í þessari ríkisstjórn eru fífl vegna þess að þeir héldu að þeir mundu höndla þennan mikla pakka sem þeir voru að taka að sér, þeir báðu ekki um hjálp í einu og öllu. Þarna undanskil ég engan flokk.

Ég gleðst yfir því og hef óskað fólki til hamingju á blogginu með nýjan atvinnuveg, en því miður hefur hann sumstaðar verið stoppaður af ríkisstjórninni.

Ég drulla nú ekki yfir hvorki einn eða neinn, mundi nú ekki nenna því, þyrfti svo mikla drullu og alls ekki landsbyggðina

Ég bjó í Reykjavík til 1961 fluttist þá til Þórshafnar á Langanesi, síðan suður í eitt ár fluttist þá til Sandgerðis og bjó þar til 1994 fluttist þá í smá tíma til Reykjavíkur, meira að segja til mömmu og pabba því pabbi var svo veikur.

Fluttist svo til Ísafjarðar 1997 og svo til Húsavíkur 2005 allsstaðar þar sem ég hef verið hefur mér líkað vel að vera og vona ég að hér norðan heiða verði ég þar til yfir líkur.

Heyrðu við gætum sett þessa fjandans verksmiðju við hliðina  tónlistarhöllinni niður á höfn mundu sóma sér vel saman, annars verður hún víst að vera nálægt hinu ferlíkinu uppi í Hvalfirði.

Bara til gamans þá mun ég ekki strjúka neinum ef það gerðist að einhver gæti snúið þessu skipi við því það er bara skilda þeirra sem komu þessu í þrot og þeirra sem buðu sig fram til ríkisstjórnar. Ég man nú tímanna tvenna í tíkinni þessari elsku, enda orðin 67 ára og alin upp í XD

Svo ef þú lest söguna þá kemstu að ýmsum málum.

Það má vera einhver munur á hvort við höfum brjálað að gera eða höfum eigi atvinnu af neinu tagi, fólk þarf að lifa af einhverju þú hlýtur að vera í sæmilegri vinnu.

Það mætti til dæmis koma gagnagrunnur að Bakka það er meira að segja í umræðunni.

Ég gæti nú sagt fullt meir, en vona bara að við séum sátt með að virða skoðanir hvors annars

Kveðja í yndislegan sunnudag.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.9.2010 kl. 10:10

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi geta þeir þá notað þann gríðarlega hita sem þeir þurfa að kæla niður áður en honum er dælt út í loftið.  Hlýtur að vera hægt að nota hann frekar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2010 kl. 12:04

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já vinkona þeir byggja bara eina verksmiðju í viðbót, "Kælingaverksmiðju"

Knús í Kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.9.2010 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband