Væri ekki ráð

Já að hætta þessari eyðslusemi, nota peninginn í nauðsynlegri hluti en að hefja mál á hendur þessum ráðherrum, ekki erum við svo vitgrönn hér á landi að við trúum því að nokkrir menn beri alla sök á því hvernig fór, nei að sjálfsögðu ekki.

Tel að allir ráðamenn hafi haft puttana í þessu hruni vitandi að eitthvað var ekki eins og það átti að vera, allir að reyna að bjarga sínu skinni, en ekkert dugði, það varð fall sem engum óraði fyrir.

Auðvitað bitnaði fallið á almenningi, við vitum allt um það, en ef það á að dæma einhvern þá þarf að taka alla hrúguna, hvað erum við bættari með því?

Segi bara eins og svo margir aðrir, best væri að fá allan sannleikann.


mbl.is Atkvæði um málshöfðun í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

já Milla..Mér finnst of mikilli orku eitt í að finna sökudólganna..Eru einhverjir hlutir að breytast. Held ekki, síður en svo.

Kveðja úr Heiðarbænum.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 28.9.2010 kl. 09:35

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það vita allir hverjir sökudólgarnir eru.

Menn verða að láta líta út fyrir að stjórnarskráin sé í gildi og allir séu jafnir fyrir lögum.

En allt er þetta leikrit því Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur eru löngu búin að semja um endalokin. 

Sveiattan!

Sigurður Þórðarson, 28.9.2010 kl. 14:11

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei Silla mín ég er hrædd um ekki.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.9.2010 kl. 16:32

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Við vitum öll sem viljum vita að þetta er bölvað svikaleikrit og er búið að vera í áratugi.
Helst mundi ég vilja að menn vitkuðust og sæju að múturnar og jáin gangi ekki lengur.

ÆI ekki segja að þeir tveir séu búnir að semja um endalokin, sko sjálfstæðið og samfylkingin.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.9.2010 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband