Hver er munurinn?
3.10.2010 | 18:35
Flestir landsmenn fengu alveg frábært blað frá Heilsuhúsinu með heilsufréttum, ég er aðdáandi Heilsuhússins og versla þar mikið, þetta blað féll í kramið hjá mér, en það er eitt sem ég mundi vilja fá útskýringu á ef einhver gæti svarað mér með það.
HVER ER MUNURINN Á HVEITIKÍMI OG CHIA FRÆJUM?
Set hér inn smá lýsingu af hveitikími, margir vita ekki hvað það er í raun, en fólk getur lesið sér til um Chia fræin í blaðinu.
Hvað er hveitikím?
Hveitikím er hjarta" hveitikjarnans, fóstur hveitifræsins, og verður oftast til sem aukaafurð við mölun hveitis. Kímið er fjarlægt úr hveitikorninu vegna þess að olíur í kíminu oxast og stytta geymsluþol hveitisins verulega. Hveitikím er einstaklega prótínríkt og inniheldur meira prótein en er að finna í flestum kjötvörum, það er því sérstaklega gott fyrir þá sem borða lítið eða ekkert af kjöti.
Magn næringarefna í hveitikíminu virðist endalaust; það inniheldur meira magn kalíums og járns en nokkur önnur fæðutegund ásamt því að innihalda mikilvægar Omega-3 fitusýrur, ríbóflavín, kalsíum, sink, magnesíum og A-, B1- og B3-vítamín í miklu magni. B1- og B3-vítamín eru mjög mikilvæg til að viðhalda jafnri orku og heilbrigði vöðva, innri líffæra, hárs og húðar.
Hveitikímið er einstaklega ríkt af E-vítamíni. E-vítamín er eitt magnaðasta fituleysanlega andoxunarefnið í líkamanum. Það er einstaklega öflugt til varnar hættulegum sindurefnum (Free radicals) sem jafnframt er öflug forvörn gegn krabbameini, það styrkir ónæmiskerfið og talið koma í veg fyrir hjartasjúkdóma. E-vítamínið er einstaklega styrkjandi fyrir húð og hár og talið hægja verulega á öldrun líkamanns ásamt því að styrkja lungu, blóð og hafa jákvæð áhrif á sjón og augu.
Fyrir hverja er Hveitikím?
Fólk á öllum aldri! Hvort sem þú hefur áhuga á að bæta við hollri og næringarríkri afurð við fæðu þína, byggja upp vöðva, stuðla að betri meltingu, auka inntöku steinefna og fitusýra, í eldamennskuna eða sem fæðubót. Hveitikímið inniheldur hvorki meira né minna en 28% gæða prótein og er einstaklega trefjaríkt. Hveitikímið er frábær fæðubót fyrir ófrískar konur - bæði vegna mikils magns fólínsýru og vegna þess hversu góð áhrif það hefur á teygjanleika húðarinnar. Í hveitikíminu er meðal annars aminosýran Tryptófan sem talin er hafa róandi áhrif á heilann og því mjög gott fyrir börn sem þjást af athyglisbrest og/eða ofvirkni.Það má taka til ýmislegt annað, en læt þetta duga, enda hægt að googla á Hveitikím
Athugasemdir
Takk fyrir þessar upplýsingar Milla mín, ekki vissi ég að hveitikímið væri svona frábært.
Ég var þó búin að heyra um að það væri gott fyrir hjartað.
Knús í hús.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 22:54
Ég las ekki blaðið ég er alltaf í óhollustuni.
Valdís Skúladóttir, 3.10.2010 kl. 23:50
Hveitikímið er alveg frábært, verst að ég hef ekki tekið það síðan í ágúst verð að byrja aftur er ég er búin að fara í lagfæringu.
Knús í hús
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.10.2010 kl. 06:51
Vallý mín óþekktarstelpa farðu nú að lesa þér til um hlutina það er margt gott í þessu blaði
Knús til þín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.10.2010 kl. 06:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.