Sagan um fríið
29.10.2010 | 11:14
Fór að heiman á miðvikudegi, fyrir rúmri viku þær sóttu mig Vallý vinkona mín og englarnir mínir á Keili, sko ég þurfti alveg nauðsynlega að skreppa aðeins í kringluna og var mér ekið í hjólastól, Dóru fannst nú gaman að fara aðeins í rallý svo við vorum í því að róa hana niður, jæja við fórum í nokkrar búðir svo að fá okkur kaffi og brauð ég þurfti náttúrlega að lenda á gömlu brauði, ég sem var orðin svöng í roste beef smörebröd, skilaði því, en fékk ekki einu sinni svei þér fyrir að voga mér að kvarta, svona er þetta víst orðið.
Komum á Keili undir kvöldmat pöntuðum pitssu og spjölluðum saman síðan á fimmtudeginum kom Vallý í kaffi og svo hjartaknúsararnir á Kópa í kvöldmat, það eru sko Fúsi, Solla og börn við áttum yndislega kvöldstund saman.
Jæja um nóttina fór ég á WC sem er nú ekki í frásögu færandi nema er ég lagðist á koddann leið bara yfir mig rankaði við með tilheyrandi ljósahringjum og ekki leið þetta svo vel frá sofnaði reyndar undir morgun og vaknaði engu betri með húrrandi svima nú þar sem hjartalæknirinn minn var búin að segja mér að hafa samband ef ég fengi svona yfirliða tendisa þá ætti ég að hafa samband, ég hringdi eins og góðum sjúkling sæmir inn á hjartagátt Lansans og átti að koma strax, Dóra hringdi á sjúkrabíl og að sjálfsögðu fékk ég unga sæta stráka sem skutluðu mér í bæinn.
Nú ég var á bráða smá dagpart síðan lögð inn, en planið var að ég kæmi í undirbúning á mánudeginum síðan í gangráðaskiptinguna á þriðjudeginum, en mikið var ég fegin að vera komin suður var síðan í rúminu reyndar með WC leifi, síðan reyndist þetta vera stöðusvimi, sem betur fer, ekkert tengt hjartanu fékk þá að fara aðeins á rölt, en þægilegt var það ekki.
Fór svo í aðgerðina á þriðjudeginum og gekk það bara vel þó tárapokarnir mínir væru eitthvað bilaðir svo tárin hrundu í stríðum straumi, en yndisleg hjúkka strauk mér um enni og gagnaugu og þá róaðist sálartetrið, en ég var ekki hrædd bara eitthvað meir. Takk fyrir mig.
Má til að segja ykkur frá því yndislega starfsfólki sem vinnur í kringum okkur þarna á hjartadeildinni, þessar elskur allar eru með eindæmum fórnfúsar og góðar, vona ég svo sannarlega að ekkert verði af niðurskurði í heilbrigðiskerfinu hvorki þarna né á öðrum stöðum nó er álagið á öllum þessum stöðum þó eigi sé af því klipið frekar.
Ég fór síðan á boggan til háls nef og eyrna á miðvikudeginum, auðvitað kom elskuleg hjúkka með mér, fékk staðfest að um stöðusvima væri að ræða, eigi var auðvellt að laga hann vegna eymsla í skurðinum svo ég á tíma í það næsta miðvikudag og einnig í gangráða eftirlit.
Var útskrifuð eftir heimsóknina á Boggann fór heim til elsku mágkonu hennar Ingu síðan óku þau mér á Keili og Dóra að vanda var með æðislega góðan kjúkklingarétt sem við nutum vel af. Það er alltaf jafn yndislegt að vera með þeim bróðir mínum og mágkonu, takk fyrir mig elskurnar.
Hér verð ég í afslöppun um hríð og er það bara yndislegt að vera með þeim sem ég á hér sunnan heiða, kem svo heim og þá knúsast maður með þeim sem maður á þar.
Má svo fara að lifta hendinni og gera eitthvað eftir 3 vikur það passar fínnt því desember verður yndislegur með öllum sínum uppákomum, verð að passa ljósin mín yndislegu í byrjun des ( sko eða þær mig) svo verða allir komnir heim um 12 des. og þá verður nú kátt í höllinni.
Kærleik til ykkar allra
Milla
Athugasemdir
Farðu vel með þig Milla - við eigum besta fólk í heimi á sjúkrahúsunum .
Ragnheiður , 29.10.2010 kl. 11:59
Farðu vel með þig Milla mín.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 12:19
Takk elskurnar fyrir góðar kveðjur, ég mun fara vel með mig því ég tel mig vera dýrmæta
Knús til ykkar
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.10.2010 kl. 13:30
Knús og batakveðjur! Verður þú hjá Dóru lengi?
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.10.2010 kl. 13:32
Silla mín ég verð hér fram í næstu viku, þú ert velkomin í heimsókn.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.10.2010 kl. 13:35
Gangi þér vel
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 14:54
Takk Birna Dís mín og sömuleiðis
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.10.2010 kl. 18:18
Hafðu það sem best, Milla mín
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 13:41
Takk nafna mín, Eyjasnót
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.10.2010 kl. 14:10
Vertu stillt og prúð Milla mín.
Valdís Skúladóttir, 31.10.2010 kl. 12:39
Taka það með ró eins og læknirinn segir. Góðan bata Milla mín. Sendi þér ljós og helunarlit sem er blár.
Ía Jóhannsdóttir, 1.11.2010 kl. 20:48
Heilunarlit átti þetta að vera.
Ía Jóhannsdóttir, 1.11.2010 kl. 20:48
Bestu batakveðjur til þín elsku Milla mín, og tek undir það farðu vel með þig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2010 kl. 11:45
Vallý mín þú sérð alveg um að ég sé stilt með því að heimsækja mig á hverjum degi knúsin mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.11.2010 kl. 13:49
Takk elsku Ía mín og sendi þér líka allt það besta sem ég á
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.11.2010 kl. 13:50
Ásthildur mín takk og gaman að sjá þig aftur á okkar slóðum.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.11.2010 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.