Sagan um fríið II

Smá framhald. Eins og allir vita núna þá átti ég afmæli 2/11 og var það yndislegur dagur, Dóra mín hafði veislu og þau komu Fúsi, Solla og dúlludúskarnir mínir af Kópab.Ég fékk pakka og var ég svo aldeilis hissa er hann opnaðist,Sölvi Steinn byggimann hjálpaði ömmu með það og það var sko myndavél ég varð afar glöð, en fannst náttúrlega eins og satt er að þau séu galin þessi börn mín, fengum læri með öllu og ís á eftir.

Fór í gangráðaeftirlit á miðvikudaginn og kom það vel út, síðan á Boggann til að reyna að laga stöðusvimann " Það var ekki gott" átti svo að koma aftur í það á föstudaginn, en komst ekki vegna niðurflensu, hálsbólgu og bara allt ómögulegt, en held bara að þetta sé orðið gott.

Þegar við komum frá Bogganum sagði Vallý þessi elska sem var að aka mér, nú förum við heim með þig, hélt nú ekki í kringluna færum við, gerðum það og var mér ekið í hjólastól hahaha fórum í valdar búðir fengum okkur svo að borða og heim.

Í dag er ég með besta móti svo ég vona að þetta sé allt að koma, stefni á heimferð í næstu viku.

það koma svo inn myndir er ég kem heim, maður verður nú að monta sig af langömmubarninu sem er fressköttur að nafni Yano alveg yndislegur.

Kærleik til ykkar allra með þakklæti
fyrir allar kveðjurnar

Milla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.11.2010 kl. 02:45

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

 

Ía Jóhannsdóttir, 7.11.2010 kl. 12:09

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Síðbúin afmæliskveðja elsku Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2010 kl. 11:35

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vona að þú sért komin heim í heilu lagi Milla mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.11.2010 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband