Sögulok frísins + myndir
12.11.2010 | 17:14
Jæja nú er ég komin heim í yndislegu íbúðina mína, ætlaði að koma í dag, taldi mig geta ekið bílnum heim frá Akureyri því það spáði rigningu sko bíllinn er nefnilega á sölu og ætlaði ég að koma honum heim því það er engin hreyfing á þessum blessuðu bílum núna, ja nema ég gefi hann, en það ætla ég ekki að gera.
Ætli ég verði ekki að viðurkenna það að ég hlustaði á tengdason minn og kom heim á miðvikudaginn hann sagði að ég kæmi ekki bílnum heim í þessari viku og í ljósi þess að ég sit hér í grenjandi snjókomu, roki og bara leiðindaskít þá hafði hann rétt fyrir sér þessi elska og ég held að ég sé búin að læra að hlusta á aðra sem vilja mér vel, en fjandi er það erfitt að geta ekki gert eins og maður ætlar sér, en ansi notalegt þegar á reynir.
Ég flaug frá Reykjavík til Akureyrar í þvílíku útsýni að maður sá út yfir allt, Erna mín tók á móti mér og fór með mig heim til hennar í kaffi og brauð, Neró fékk að koma út úr búrinu sínu hálf drukkinn af lyfjunum sem hann fékk um morguninn, Erna ók mér svo í rútuna og Milla mín tók á móti mér er ég kom til Húsavíkur. Hjalti Karl og Aþena Marey voru með og mikið var ljúft að fá knús frá þeim þessum ljósum mínum, nú allir voru að vinna svo þau komu bara inn með mér, ekki veit maður mikið af þeim þau spjölluðu smá og horfðu svo á eina mynd.
Mig langar enn og aftur til að þakka fyrir allar hlýju kveðjurnar sem ég hef fengið þið eruð yndislegir vinir. Alveg sérstakar þakkir fær hún Vallý mín fyrir allt sem hún gerði fyrir mig meðan ég var fyrir sunnan.
Við að kúra saman, Neró, ég og Yano
Frænka setti í Lísbet Lóu slaufu, ekki var hún þar lengi
Sölvi Steinn var svo góður við ömmu sín hún var sko með bátti
Þeir voru nú ekki alltaf svona góðir vinir, einum of mikill leikur í
Yano fyrir Nerós smekk
Hann er svo sem orðin púllari, er hann ekki sætur þessi dúlli?
Mín að velja sér þátt til að horfa á.
Við í afslöppun í stofunni hjá englunum mínum
Maður getur nú kúrt saman
Þessi dekurrófa er sko elskaður
Svo var hann tölvusjúkur vildi helst sitja á takkaborðinu.
Dekurrófurnar að kúra hjá ömmu sinn
Og þetta er hluti af englunum mínum
Takk fyrir mig og kærleik á alla mína vini
Athugasemdir
Mín kæra Milla !!
Velkomin heim loksins, loksins en allt fór vel.
Njóttu lífsins með Neró, englunum á nýja heimilinu.
Kærleikur umvefji þig og þína.
egvania (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 20:11
Takk elsku vinkona og sömuleiðis til þín
Marga knúsa til ykkar
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.11.2010 kl. 07:30
Gott að þú fórst þér ekki að voða á bílnum
Flottar myndir
á 1 mynd í stofuni sennilega hjá Dóru og prinsessunum .er svona blóm ,vitið þið hvar þetta fæst og eru til fleirri litir ,er svo skotin í þessu .
Já Erna og Vallý eru yndislegar .
Kveðja austfjarðar ruglan
Ólöf Karlsdóttir, 13.11.2010 kl. 10:00
Á vegnum í stofunni ekki mynd.
Rétt fyrir ofan sjónvarpið á milli myndanna
Ólöf Karlsdóttir, 13.11.2010 kl. 10:02
Gott að vita af þér heilli heima á Húsavík, vertu nú stillt og góð og farðu vel með þig Milla mín, takk fyrir þessar skemmtilegu myndir.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.11.2010 kl. 15:25
Óla mín þetta er til í Ikea og það eru til fleiri litir
Knús til þín.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.11.2010 kl. 16:18
Takk Ásdís mín og já það er gott að vera komin heim, slapp á undan veðrinu.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.11.2010 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.