Á ég að hlæja eða?

Mér er að sjálfsögðu ekki hlátur í huga, en samt er hægt að líkja ríkisstjórninni við smábarn sem spennir bogann eins mikið og hægt er til að ná fram sínu, en um leið og þú sýnir barninu mörkin þá lætur það sig, munurinn á barninu og ríkisstjórninni er að barnið getur ekki tjáð sig nema með öskrum, en ríkisstjórnin kann að tala þó eigi gáfulegt sé á stundum.

Ekki vantar að sumir hafi góðan talanda og halda að fólk hlusti og trúi endalaust og það sem verra er hafi ekkert minni. Merkilegt að allt í einu núna er smuga á að setja inn fjáraukalög vegna þessara og annarra ástæðna sem komu betur út en á horfðist, merkilegt, en einhverju sinni taldi ég að þessir menn kynnu að reikna, en er að sjálfsögðu löngu hætt að halda það.

Dettur stundum í hug Tommi og Jenni, Tommi er afar heimskur, heldur alltaf að hann geti náð Jenna á sinn disk, en Jenni er bráðgáfaður og sér við Tomma allar götur, endalaust hlæjum við að þessari teiknimynd, þess vegna er mér stundum hlátur í huga því að sjálfsögðu erum við Jenni og ríkisstjórnin Tommi.

Ætli það sé lenska ríkisstjórnarinnar að tala ætíð við okkur íbúa þessa lands eins og við séum fávitar sem beri enga virðingu að öðlast eins og að allt sé upp á borðinu, sagður sé sannleikurinn í einu og öllu og að starfsmenn ríkisins komi fram við okkur af virðingu og mennsku, þessu fólki ber að hafa í huga að við borgum laun þeirra.


Ég verð nú bara að segja að ég ákvað á sínum tíma að gefa þessari ríkisstjórn tækifæri  í hjarta mínu og treysta, en það traust er löngu uppurið og segi bara burt með þetta fólk sem er ekki starfi sínu vaxið, er maður ekki kann eitthvað þá á maður að falast eftir hjálp eða segja af sér.

Góðar stundir


mbl.is Fjáraukalög rædd í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Vandamálið með þessa ríkisstjórn er að hún þekkir ekki sín takmörk, hefur ekki hugmynd um að hún er ekki starfi sínu vaxin sbr. viðtal við Steingrím í fréttunum í gær þar sem hann segist ætla ótrauður að halda áfram því verki sem hann er byrjaður á! Það fór um mig hrollur þegar ég hlustaði á manninn. Hamingjan hjálpi þessari þjóð ef ekki verður hægt að "tunna þau út" á næstunni.

Edda Karlsdóttir, 21.11.2010 kl. 10:59

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já guð hjálpi okkur, en nauðsynlegt er að koma þessu liði burt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.11.2010 kl. 11:04

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega sammála þér Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2010 kl. 10:46

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sammála

Ásdís Sigurðardóttir, 22.11.2010 kl. 12:22

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það væri nú gott Ásthildur mín ef þetta lið mundi vilja sjá í hvaða vandræði þau eru komin

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.11.2010 kl. 14:36

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín hvað er til ráða, ég missi nú hökuna á hverjum degi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.11.2010 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband