Aðventan er byrjuð
28.11.2010 | 07:54
Í dag byrjar Aðventan, ég elska hana með öllu því skemmtilega sem hún býður upp á, á föstudaginn tók ég dagskrá aðventu og jóla sem er gefin út fyrir ábúendur Norðurþings, í henni eru allir viðburðir sem tilkoma í þessum mánuði allt frá því sem gerist í skólanum, tónlistarskólanum, Kirkjunni, verkalýðsfélaginu, Rauða krossinum, verslunum bæjarins, veitingahúsum og öldurhúsum, örugglega gleymi ég einhverju, en veit bara að það er frábært að hafa svona handbók á eldhúsborðinu.
Auðvita minna ljósin mín mig á hvað er um að vera í skólanum eigi má ég missa af því, nú svo förum við á Frostrósir sem verða í Ýdölum og svo margt fleira sem ég ætla mér að gera.
Í gærkveldi komu þau í mat Milla, Ingimar og ljósin mín, ég tók myndir sem ég verð að sýna ykkur.
Litla ljósið mitt er búin að missa báðar framtennur og er svo glöð með það
Ljósálfurinn og litla ljósið. Þær eru yndislegar.
Þegar fer að kvölda fer Neró upp í rúm og passar ömmu sæng
þar til ég kem upp í færir sig þá yfir á teppið sitt, en hann mjakar
sér nú ætíð að mér þessi tryggi vinur minn.
Flotta ömmustelpa
búin að kveikja á Aðventuljósunum.
Njótið Aðventunnar kæru vinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.